SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 8
8 27. mars 2011
David Luiz er ekki eini Brasilíumaðurinn sem gert
hefur sig gildandi í liði Englandsmeistara Chelsea á
liðnum vikum. Miðvellingurinn Ramires, sem einnig
kom frá Benfica, í ágúst á síðasta ári, hefur leikið
betur og betur með hverjum leiknum.
Fæstum leist raunar á kappann, sem ber sama eft-
irnafn og sjálfur Pelé, do Nascimento, þegar hann
skaut fyrst upp kollinum í úrvalsdeildinni. Þótti hann
heldur holdgrannur og ólíklegur til afreka. Heilu leik-
ina snerist aumingja Ramires mest í kringum sjálfan
sig. Í stað þess að skella honum flötum á bekkinn
brá Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, hins
vegar á það ráð að láta drenginn spila áfram og
freista þess að láta hann vinna sig út úr vandræð-
unum. Ítalinn hlýtur að hafa séð eitthvað í kapp-
anum, alltént borgaði hann 22 milljónir punda fyrir
hann. Ramires hefur smám saman verið að launa
Ancelotti traustið og markið sem hann gerði um
liðna helgi gegn Manchester City, eftir að hafa snúið
illilega á einn besta varnarmann deildarinnar, Vin-
cent Kompany, staðfesti úr hverju hann er gerður.
Ramires að rísa
úr öskustónni
Ramires, 24 ára, er allur að koma til í liði Chelsea.
Hann hefur leikið 20 landsleiki fyrir Brasilíu.
Reuters
E
ftir skrykkjótt gengi í vetur vonuðust
stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðs-
ins Chelsea innilega eftir því að nýi leik-
maðurinn, sem bættist í hópinn í end-
aðan janúar, myndi berja í brestina og beina liðinu
aftur á sigurbraut. Þeim hefur orðið að ósk sinni.
Það eina sem enginn sá fyrir er að maðurinn heitir
ekki Fernando Torres, heldur David Luiz.
Langt er síðan leikmaður hefur byrjað með slík-
um hamagangi og látum í ensku úrvalsdeildinni.
David Luiz hefur gengið inn í rútínerað lið Chelsea
og lyft því á hærra plan – svo að segja einn og
óstuddur. Alltént er téður Torres ekki ennþá sest-
ur undir árar – sólar sig bara á ströndinni. Hans
tími mun þó eflaust koma.
Ég er mættur, látið mig hafa boltann!
Í liði þeirra blástakka er hver ráðríki hundurinn
upp af öðrum, Terry, Lampard, Drogba, Essien.
Nefnið þá bara! Ætla mætti að nýliðar þyrftu tíma
til að laga sig að liðinu áður en þeir láta til sín taka.
Gleymst hefur að segja David Luiz það. Strax í
fyrsta leik, þegar hann kom inn á í tapi gegn Liv-
erpool, sýndi þessi 23 ára gamli Brasilíumaður að
hann er ekki kominn til Englands til að horfa á og
mæna upp í mikilmennin. Hann dregur vagninn.
„Ég er mættur, látið mig hafa boltann!“ er húð-
flúrað á ennið á honum. Þannig lagað.
Strax í fyrsta leiknum sem hann lék frá byrjun,
gegn Fulham á útivelli, var David Luiz valinn
maður leiksins. Varðist af fimi (gleymum þessu
helv. víti sem hann gaf) og brá sér borubrattur í
sóknina svo fát kom á andstæðinginn.
Í næsta deildarleik þar á eftir, gegn sjálfum for-
ystusauðnum, Manchester United, gekk David
Luiz enn lengra – jafnaði leikinn með viðstöðu-
lausu skoti úr teignum. Hallaði sér sallarólegur
yfir knöttinn og þrumaði honum í netið. Hvaða
miðherji sem er hefði orðið stoltur af þeirri
afgreiðslu. Leikurinn vannst.
David Luiz gerði sveitungum þeirra Fergusona,
Manchester City, viðlíka skráveifu um liðna helgi.
Nú með smekklegri kollspyrnu. Aftur var kappinn
maður leiksins. Eftir þessa þýðingarmiklu sigra
eygir Chelsea ennþá veika von um að halda meist-
aratign sinni. Þeir bláu eru nú níu stigum á eftir
Manchester United en eiga leik til góða, auk þess
sem sveitirnar eiga eftir að kljást innbyrðis. David
Luiz mun á hinn bóginn koma að litlu gagni í
glímu sömu félaga í Meistaradeild Evrópu enda
ógjaldgengur í því móti eftir að hafa leikið þar með
Benfica í riðlakeppninni.
Meistari með Benfica í fyrra
Ýmsir hafa velt fyrir sér hvers vegna svona mark-
nefjaður maður með aðra eins knatttækni leiki
ekki framar á vellinum. Sú tilraun hefur raunar
verið gerð, hjá æskufélagi hans, Vitória í Brasilíu.
Með vondum árangri.
Síðan hefur David Luiz haldið sig við miðvörð-
inn og vaxið við hverja þraut sem fyrir hann hefur
verið lögð. Hápunkturinn á ferlinum var án efa
síðasta tímabil, þegar Benfica landaði sínum fyrsta
meistaratitli í Portúgal í fimm ár. Og hver var
maður mótsins? Þið megið sjálf geta!
David Luiz fagnar glæsilegu skallamarki sínu gegn Manchester City.
Reuters
Bjart er yfir biðu-
kollunni á Brúnni
David Luiz hefur komið eins og
stormsveipur inn í lið Chelsea
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Didier Drogba, Ashley Cole og félagar hjá Chelsea
hafa tekið David Luiz með kostum og kynjum.
Reuters
David Luiz Moreira Marinho
fæddist í Diadema í Brasilíu
22. apríl 1987 og verður því
24 ára í næsta mánuði. Hann
hóf ferilinn hjá Vitória í heima-
landinu en gekk til liðs við
Benfica í Portúgal 2007.
Chelsea keypti hann fyrir 25
milljónir sterlingspunda í jan-
úar síðastliðnum.
David Luiz hefur leikið fimm lands-
leiki fyrir hönd þjóðar sinnar.
Reuters
Kostaði 25
m. punda
www.noatun.is
Fermingarveislur
Nánari upplýsingar á noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.
1990
KR./MANN
VERÐ FRÁ
AÐEINS