SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 28
28 27. mars 2011 V igfús Sigurgeirsson er einn af merkustu ljós- myndurum Íslands, fæddur aldamótaárið 1900 í Bárðardal en lést 1984. Hann hreifst ungur af ljósmyndalistinni og í póstkorti til Páls bróður síns frá 29. apríl 1919 lýsir hann af nokkrum spenningi því þegar hann sá mann með myndavél sem hægt var að taka á 12 myndir „án þess að taka mynd- irnar úr …“ eins og Hörður Geirsson hjá Minjasafninu á Akureyri rifjar upp í sýningarskrá. Fljótlega eftir þetta fór Vigfús að vinna sem lærlingur hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri og lærði hjá honum næstu þrjú árin. Vigfús rak að námi loknu ljósmynda- stofu í fjögur ár ásamt Jóni Sigurðssyni en 1927 hóf hann eigin rekstur ljósmyndastofu á Akureyri þar til hann flutti hana til Reykjavíkur 1936. Árin á Akureyri mótuðu Vigfús sem ljósmyndara, seg- ir Hörður Geirsson. „Á þessum árum hélt hann einka- og samsýningar í höfuðborgum allra Norðurlandanna, í Hamborg 1935 og á heimssýningunni í New York 1939. Hann átti allar myndinar í fyrstu ljósmyndabók Íslend- inga, útgefinni á Akureyri 1930, auk þess að eiga myndir í bókinni Das unbekannte Island sem gefin var út 1935 í Þýskalandi. Í höndum Vigfúsar náðu myndir úr náttúru Íslands listrænum hæðum. Það voru slíkar myndir sem sýndar voru víða um heim,“ segir Hörður í sýningarskránni. „Vigfús varð sér út um styrki til námsferða erlendis til að drekka í sig nýja þekkingu bæði á sviði ljósmynda og kvikmyndagerðalistar og komst í kynni við fólk í fremstu röð. Um leið öðlaðist Vigfús þekkingu sem fæst- um öðrum Íslendingum hlotnaðist á þessum tíma. Vigfús var vinsæll og velþekktur ljósmyndari. Líklega er hann þekktastur fyrir störf sín sem opinber ljós- myndari forsetaembættisins til margra ára. Fylgdi hann forsetanum og tók þátt í að móta ímynd embættisins.“ Hörður segir framlag Vigfúsar til íslenskrar menning- arsögu mikið. „Hann var einn fremsti ljósmyndari Ís- lendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans Ísland í myndum var fyrsta ljósmyndabók eftir Ís- lending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit.“ Sýningin Þjóðin, landið, lýðveldið var upphaflega sett upp í Þjóðminjasafninu árið 2008 og vakti mikla athygli. Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, blaðamaður og rit- höfundur, skrifaði þá í Morgunblaðið að sem heimildir væru sumar mynda Vigfúsar einstakar, „sannkallaður fjársjóður, en fagurfræðilegar eru þær líka stórmerki- legar“. Einar sagði myndirnar af ferðum forsetanna Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar líka heillandi, „ekki síst frá fyrstu árum lýðveldisins, þar sem hin vonglaða þjóð horfir framan í nýja tíma. Borðar eru strengdir yfir götur, forsetinn fær ábreiðu að gjöf og forsetabíll þarf að bíða meðan fjárrekstur rennur hjá“. Sveinn Björnsson forseti í hópi barna á Vatnsleysuströnd sem gengið hafa með blómvönd í veg fyrir forsetabílinn á leið hans til Keflavíkur, árið 1944. Börnin eru frá vinstri: Vilhelmína og Ingvar Elísbörn, Lóa Gísladóttir, Neistakoti og Guðrún Elísdóttir systir Vilhelmínu og Ingvars á Brunnastöðum, Valberg og Erla Helgabörn frá Austurkoti, Guðný og Þórdís Sigurjónsdætur frá Traðarkoti. Í baksýn eru Brunnastaðir, Austurkot og Traðarkot á Vatnsleysuströnd með tilheyrandi útihúsum. Vigfús Sigurgeirsson. Þjóðin, landið og lýðveldið Sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928 til 1958 verður opnuð á Minjasafninu á Akureyri í dag.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.