SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 14
B irgitta Haukdal er ein af þessum einlægu mann- eskjum sem hafa fallega nærveru og útgeislun. Fyrir það og umtalsverða sönghæfileika varð hún þjóðkunn með lögum á borð við „Stórir hringir“ og „Allt sem ég sé“, sem hún söng með hljóm- sveit sinni Írafári. Það var ekki aðeins rödd hennar sem varð kunn heldur líka andlitið og tók Birgitta þátt í Evr- óvisjón-keppninni árið 2003 með laginu „Open Your He- art“. Hún hefur því komið víða við og líka notið mikilla vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar. Núna er hún sjálf í mjög góðum tengslum við ungu kynslóðina, þá allra yngstu, en hún eignaðist strák árið 2009 með eiginmanninum Benedikt Einarssyni. Hann heitir Víkingur Brynjar og verður tveggja ára í lok júní. Birgitta er búin að helga sig barnauppeldinu að und- anförnu ár en hefur þó alls ekki gleymt tónlistinni. Hún hefur verið í námi í Danmörku í skólanum Complete Voc- al Institute. „Síðustu fjögur árin hef ég farið út reglulega. Ég byrjaði í söngnámi í eitt ár en er búin að vera síðustu þrjú árin í kennaranámi og klára í sumar. Ég hef flogið út á sex vikna fresti og verið úti í tæpa viku í senn. Mér finnst ég stundum búa í ferðatösku en við fjölskyldan erum líka dugleg að ferðast,“ segir Birgitta og bætir því við að önnur söngkona, Hera Björk, hafi smitað sig af Complete Vocal- bakteríunni. Útskrifast úr söngkennaranámi í sumar „Þetta er búið að vera ofsalega gaman og ég sé ekki eftir því að hafa gert þetta. Ég verð samt að játa að ég verð feg- in í júní þegar þetta klárast,“ segir hún og er það ekki síst vegna litla stráksins. „Þetta breyttist eftir að ég átti strák- inn minn. Ég tek hann stundum með og stundum skil ég hann eftir. Þetta var ekkert mál þegar hann var lítill. Þá kom maðurinn minn eða mamma með mér og þau bönk- uðu uppá á þriggja tíma fresti svo ég gæti gefið brjóst. Núna er erfitt að sofna ein á kvöldin á hótelherberginu.“ Hún segir námið hafa gefið sér mikið. „Þetta er magnað nám og ég hef lært svo ótrúlega mikið. Það sem söng- kennararéttindi frá þessum skóla veita mér er að ég get kennt allar stíltegundir. Hvaða söngstíl sem þú vilt, klass- ík, rokk, djass, blús, hreinlega öll hljóð sem við gefum frá okkur!“ Birgitta hefur raunar lengi kennt söng. „Ástæðan fyrir því að ég fer í þetta nám er að ég er búin að vera að kenna söng í nokkur ár en hafði aldrei lært neitt. Ég hafði söng- konureynsluna en langaði til að fá tæki og tól í kennsluna. Ég verð samt aldrei söngkennari frá níu til fimm og ætla ekki endilega að bæta miklu við mig en námið gerir það skemmtilegra að syngja, kenna og semja tónlist. Mér finnst tónlist svo skemmtileg en ég get ekki sungið á gigg- um allan sólarhringinn.“ Námið er líka alþjóðlegt og fær Birgitta alþjóðleg kenn- araréttindi við útskrift. „Maður er líka að ná sér í öryggi. Ég verð ekki alltaf þrítug söngkona!“ Hún segir gott að hafa dvalið þennan tíma í Danmörku. „Ég finn eiginlega engan mun á Danmörku og Íslandi. Fyrir mig að fara til Kaupmannahafnar er eins og fyrir fólk Tónlist er ástríða og Söngkonan Birgitta Haukdal dró sig meðvitað í hlé frá sviðsljósinu þegar hún varð ólétt að syni sínum en er núna komin með fiðring í fingurna og leggur drög að nýrri plötu. Birgitta hefur gaman að því að líta til baka en horfir þó mest fram á við en hefur umfram allt tileinkað sér listina að lifa í núinu. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.