SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 39
27. mars 2011 39 á þessa leið: „Það er galið að halda því fram að hún sé fegursta kona í heimi. Augun eru vissulega ægifögur en hún er með undirhöku og ofvaxin brjóst, auk þess sem hún er helst til stutt á fæti.“ Kona sem á svona ástmenn þarf ekki haturs- menn. Taylor og Burton voru gift frá 1964-74 og aftur frá 1975-76. Hin ástin í lífi Taylors var, að hennar sögn, kvikmyndaframleiðandinn Mike Todd, sem var 23 árum eldri en hún, en þau höfðu aðeins verið gift í rúmt ár þegar hann fórst í flugslysi árið 1958. Leikkonan var óhuggandi lengi á eftir en endaði í örmum besta vinar Todds, söngvarans og skemmtikraftsins Eddies Fishers. Aðrir eiginmenn Taylors voru Nicky Hilton, sonur stofnanda Hilton-hótelkeðjunnar, breski leikarinn Michael Wilding, öldungadeildar- þingmaðurinn John Warner og byggingaverka- maðurinn Larry Fortensky en honum kynntist Taylor á Betty Ford-stofnuninni. Seinustu árin helgaði Taylor góðgerðarmálum að mestu krafta sína og barðist meðal annars af alefli gegn útbreiðslu alnæmis. Mikið fór líka fyrir náinni vináttu þeirra poppkóngsins Michaels Jacksons. Nú finnast þau á ný. Og auðvitað eig- inmennirnir fimm sem líka eru farnir yfir móð- una miklu. Hver gæfi ekki væna fúlgu fyrir um- mæli Richards Burtons við þá endurfundi? Elizabeth Taylor og Richard Burton léku saman í Who’s Afraid of Virginia Woolf? ’ Kona sem á svona ástmenn þarf ekki hatursmenn. K ennarar, sem vilja halda starfinu sínu, ættu kannski að hugsa sig tvisvar um hvað þeir gera eftir að kennslutíma er lokið, sérstaklega ef þeir eru konur. Slík voru skilaboðin sem John F. Ken- nedy University sendi þegar þeir ráku sálfræðiprófessorinn Sheilu Addison, sem tók þátt í burlesque-sýningunni Hubba Hubba Revue í San Francisco, undir nafninu „Professor Shimmy“. Af ótta við að áhugamál hennar þættu hneykslanleg lýstu stjórnendur skólans því yfir að þátttaka Addison í sýningunni hefðu kallað vanvirðingu, fyrirlitningu og háð yfir skólann og sögðu að nemendurnir hefðu verið slegnir og ósáttir við gjörðir fyrrverandi aðstoðarprófessorsins. Þrátt fyrir það hef- ur skólinn ekki séð ástæðu til að taka eins hart á málum karl- kyns kennara við skólann, sem afklæddist í einleik sínum í sömu sýningu. Hann hefur enga áminningu hlotið. Þar sem skólinn tiltók engar aðrar ástæður fyrir því að Addison var sagt upp velta margir kennarar því nú fyrir sér hvort það sem þeir gera í einkalífinu, hvort sem það er eró- tísks eðlis eður ei, gæti kostað þá vinnuna. Hversu langt mega kennarar ganga í því að tjá á löglegan máta kynhneigð sína, kynferði eða einfaldlega iðka tjáningarfrelsi sitt, utan skól- ans? Hafa þeir rétt á því að taka þátt í listrænum og pólitísk- um gjörningum í frítíma sínum? Og þegar kemur að tjáningu á kynverund, hvernig er þetta tvöfalda siðferði ásættanlegt? Brot Addison var aðeins það að taka þátt í burlesque- sýningunni; þar sem atriði hennar var samblanda af dansi, frásögn, gamanleik og nektardansi, en hún fór þó ekki úr öllu. Burlesque snýst um munúð, ekki kynlíf, og skiptir þar engu aldur eða líkamsgerð; það sem lokkar er ekki það sem er sagt eða gert, heldur það sem er gefið í skyn. Hinn þrýstni skemmtikraftur dansaði magadans á sviðinu á með- an hún tíndi spjarirnar af karlkyns samverkamanni sínum (hann var aldrei allsnakinn). Hún af- klæddist síðan, en neðri helmingur líkamans var hulinn allan tímann. Addison hefur höfðað mál á hendur skólanum fyrir kyn- ferðislega mismunun og heldur því fram að skólinn hafi við- bjóð á konu sem tekur þátt í pólitískum, félagslegum eða kynlífstengdum listrænum gjörningum. Hún segir engin tengsl á milli áhugamáls síns og kennslunnar. Á meðan karl- kyns kennarinn, sem afklæddist í sýningunni, bauð nem- endum og samstarfsfólki á sýninguna, þá minntist Addison aldrei á áhugamál sitt við nemendurna og ræddi aldrei kennslustörf sín við áhorfendur. Gjörðir hennar voru undir dulnefni. Til varnar háskólanum má segja að Addison hefði átt að velja sér ákjósanlegra sviðsnafn en „Professor Shimmy“, sem gerir ekki alveg skýran greinarmun á starfi hennar og áhuga- máli. Með því að nota orðið „prófessor“ býr hún til kenn- arasjálf bæði í og utan skóla og einhverjum gæti fundist það vandkvæðum bundið ef fólk skilur það svo að hún sé fulltrúi skólans í sýningunni. En þrátt fyrir þetta dómgreindarleysi er það skoðun margra að JFK University hafi brugðist of hart við og farið út fyrir valdsvið sitt með því að refsa starfsmanni fyrir gjörðir sínar utan skólans. Kennari eða ekki, kona eða ekki, aðdáandi munúðar eða ekki; þeir sem þurfa að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart yfirmanni ættu að átta sig á því að það sem þeir gera löglega í sínum eigin frítíma gæti engu að síður kostað þá starfið. Var rétt að reka „Professor Shimmy“? ’ Hversu langt mega kennarar ganga í því að tjá á löglegan máta kynhneigð sína? Kynfræð- ingurinn Yvonne Kristín Fulbright kyn@mbl.is landinu. Þannig áttu hundruð þúsunda manna ekki annan kost í stöð- unni en að leita betra lífs í nýju landi eftir að stjórnvöld í Hanoi náðu völdum í Suður-Víetnam í kjölfar hins langvinna stríðsrekstrar Bandaríkjamanna í landinu. Þegar honum lauk var tekið til óspilltra málanna við að koma á kommúnískum stjórnarháttum í landinu öllu og þeir sem aðrar skoðanir aðhylltust fóru margir sjóleiðina til Malasíu og svo annarra nálægra ríkja. Komið var fram í september þegar Víetnamarnir náðu til Íslands. Eftir ítarlega læknisskoðun komust þeir til síns heima; í hús við Meist- aravelli í Reykjavík sem keypt hafði verið gagngert fyrir þá. Fjöldi góðviljaðra karla og kvenna aðstoðaði þessa nýju Íslendinga við að að- lagast nýjum aðstæðum sem reyndist flestum þó furðulétt. Íslensku- nám var lykillinn að samfélaginu og þegar fólk gat orðið bjargað sér með málið komst það á beinu brautina. Leið ekki á löngu uns fækka fór í sambýlinu í Vesturbænum – Víetnamarnir fóru hver í sína áttina, flestir stofnuðu fjölskyldu og sumir fyrirtæki. Er óhætt að segja að allt hafi þetta fólk orðið góðir og gegnir Íslendingar. „Ég er ekki laus við kvíða fyrir hönd litaðs fólks, hvort sem það eru börn frá Kóreu eða öðrum löndum. Ég er ekki laus við kvíða þeirra vegna og Víetnamar skera sig úr um útlit … Það er óskaplega stórt mál að slíta fólk upp og setja það niður í gjörsamlega framandi umhverfi,“ sagði Sigurbjörn Einarsson biskup í viðtali við Helgarpóstinn sumarið 1979 þegar hann var spurður um komu flóttafólksins hingað. Og víst má segja að þessi varnaðarorð hins vitra manns hafi átt rétt á sér, þótt vel hafi tekist til með komu flóttafólksins frá Víetnam og síðar frá löndum á borð við Kósovó, Palestínu, Kólumbíu og fleiri lönd. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Ekki laus við kvíða fyrir hönd litaðs fólks Sigurbjörn Einarsson Gölturinn Borís, sem er einn af eft- irlætissonum borgarinnar Adelaide í Ástralíu, fær andlitslyftingu á næstu dögum. Borís, sem er þriggja vetra, hefur bætt ótæpilega á sig að undanförnu með þeim af- leiðingum að spik hefur lagst yfir augu hans. Auminginn sér því ekki lengur frá sér. Eigandi Borísar, Graeme Cane, kveðst hafa reynt að setja göltinn í megrun en það gerði aðeins illt verra, umframhúð lagðist yfir andlit hans. Ekki var því um annað að ræða en leita til lýtalæknis svo Borís fái endurheimt sjónina. Þar sem gölturinn vegur kvart- tonn verður hann fluttur á spítalann með hestvagni. Spik fyrir augum Gölturinn Borís. Kona nokkur í Bandaríkjunum um- turnaðist og skaut nokkrum skot- um að heimili nágranna síns á dög- unum eftir að hann neitaði að kyssa hana á munninn. Það sem sætir líklega mestum tíðindum í þessu sambandi er að konan er 92 ára en maðurinn 53 ára. Konunni, sem verið hefur ekkja síðan 1982, og manninum, sem er einhleypur, hefur verið vel til vina en hann varist ást- leitni hennar af fimi. Þau viðbrögð hafa farið í taug- arnar á þeirri gömlu sem lét aursletturnar ganga yfir manninn og reyndi að kyrkja meinta ástkonu hans áð- ur en hún hleypti af. Hún hefur verið kærð til lögreglu. Guð sé koss næstur Gemmér koss!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.