SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 10
10 27. mars 2011
H
versu lágt ætla þau að leggjast í skotgröfunum næstu
tvær vikurnar, talsmenn þess að Íslendingar sam-
þykki Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni hinn 9. apríl næstkomandi?
Mér fannst talsmenn þess að við samþykkjum að greiða skuldir
annarra og skuldbindum börnin okkar, barnabörnin og kannski
líka barnabarnabörnin hljóta að vera komnir á botninn í mál-
flutningi sínum í heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum í gær, en þó
ætla ég ekkert að fullyrða um það, því talsmennirnir, undir öf-
ugmælinu „Áfram Ís-
land!“, hafa ennþá tvær
vikur til þess að toppa
sjálfa sig í lágkúrunni og
undirlægjuhættinum.
Það þarf ekki einu
sinni gallharðan and-
stæðing þess að sam-
þykkja Icesave-ólögin,
til þess að gera verulegar
athugasemdir við aug-
lýsingu þessa nafnlausa
hóps sem kennir sig við
„Áfram Ísland!“.
Í fyrsta lagi birtir hóp-
urinn tvær súlur, þar
sem í þeirri hærri, sem
stendur fyrir já, kemur
fram að 62% ætli að segja
já og í hinni að 38% ætli
að segja nei. Undir súl-
unum tveimur er svo
textinn: „Samkvæmt
könnun Capacent ætla 62% þeirra sem þekkja innihald Icesave-
samningsins vel að samþykkja hann.“
Það var og! Hver leggur mat á það hverjir þekkja samninginn
vel? Hver gefur einkunnina þessi kann en þessi kann ekki? Hve-
nær var þessi könnun Capacent gerð? Hversu stórt var úrtakið?
Hversu margir aðspurðra svöruðu? Hvernig var spurt?
Það er með ólíkindum að fyrirtæki eins og Capacent skuli láta
bendla sig við slíka auglýsingu, jafn villandi, ómálefnaleg og leið-
andi og hún er. En sennilega þarf það ekki að koma á óvart, því í
hópi auglýsenda eru fulltrúar sem töluðu ákaft fyrir því í fyrra að
Icesave-samningurinn sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslu
yrði samþykktur. Hvar stæðum við í dag ef farið hefði verið að
vilja slíkra já-manna?
„Margir telja okkur ekki skylt að greiða Icesave-skuldina en við
teljum það betri kost að samþykkja samninginn og ljúka málinu
með sátt,“ er önnur setning í auglýsingunni makalausu sem er
ekki síður gagnrýni verð. Það liggur fyrir að okkur er ekki skylt að
greiða fyrir Icesave. Það liggur líka fyrir að þetta er ekki „Icesave-
skuld“ okkar Íslendinga. Við tókum aldrei ákvörðun um að stofna
Icesave. Við söfnuðum ekki innlánum frá auðtrúa og gráðugum
Bretum og Hollendingum, sem fengu blikkandi dollaramerki í
augun þegar Landsbankinn markaðssetti Icesave og lofaði mun
betri ávöxtun en almennt gekk og gerðist í Bretlandi og Hollandi.
Enn ein lygin og mótsögnin í auglýsingunni er: „Samþykkt
samningsins styrkir lánshæfismat Íslands, erlent lánsfé fæst til
uppbyggingar, hagvöxtur eykst og atvinnuleysi minnkar.“
Hvernig eru hinir nafnlausu auglýsendur þess umkomnir að full-
yrða allt sem fullyrt er í ofangreindri setningu? Er það ekki hróp-
leg þversögn að staðhæfa að lánshæfismat Íslands styrkist við það
að auka skuldir ríkissjóðs?
„Dómstólaleiðin er leið óvissu og áhættu,“ leyfa auglýsendur
sér líka að fullyrða. Hvað með áhættuna af því að ákveða að borga
tugi milljarða króna, sem hæglega gætu breyst í hundruð millj-
arða króna með óhagstæðri gengisþróun? Hvers vegna ekki að
fara dómstólaleiðina og hvað með það þótt sú vegferð stæði í ein-
hver ár? Eru ekki auglýsendur, eins og skilanefnd Landsbankans,
svo ofurbjartsýnir á góðar endurheimtur eignasafns Landsbank-
ans sem ætti að standa undir uppgreiðslum á Icesave?
Hvað liggur þá á? Reynist bjartsýnishjalið um góðar end-
urheimtur eignasafnsins eiga við rök að styðjast, er þá ekki alveg
ljóst að það þarf ekki að fara neina dómstólaleið?
Við eigum
vitanlega að
segja NEI!
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
’
Það er með ólík-
indum að fyrirtæki
eins og Capacent
skuli láta bendla sig við
slíka auglýsingu, jafn
villandi, ómálefnaleg og
leiðandi og hún er
07:18 Vekjarinn hringir og
eftir stutt kúr kíki ég til veðurs
um leið og fjallatindarnir eru
burstaðir. Gulleitur himinn,
stillt og fallegt, sennilega nokk-
uð kalt. Strákurinn minn er
klæddur og kominn á ról, glað-
beittur í morgunsárið enda
veisla framundan í skólanum,
bæði íþróttir og aukaíþrótta-
námskeið. Dóttirin steinsefur og
nýtur aukalúrs með pabbanum.
Við mæðginin tökum spjall yfir
morgunverðarborðinu og hann
tjáir mér að þegar hann verði
unglingur verði hann að byrja
að borða hamborgara og kleinu-
hringi í skólanum, það sé al-
gjörlega málið þegar maður er
unglingur. Vænt glas af rauð-
rófu- og sítrónusafa rennur
ljúflega niður. Berin búin, eng-
inn smoothie í dag. Við röltum í
skólann, notalegur túr. Magnað
verkefni sem maður kemur sér í
sem foreldri.
10:00 Kem við hjá systur
minni, stutt stopp og ljúf stund
eins og alltaf, áður en ég held á
fund á Jómfrúnni. Eigum gott
spjall við Jakob Jakobsson, ann-
an eigenda, sem í kjölfarið á
sjónvarpsfrétt um fjárhagsvanda
og dökkar framtíðarhorfur
þátttöku Íslendinga á Fen-
eyjatvíæringnum ákvað að
leggja fé til verkefnisins. Vanda-
málið sem íslenski skálinn
stendur frammi fyrir verður
umtalsefni okkar, og Jakob talar
um hve mikilvægt það sé á slík-
um tímum að halda þeirri reisn
sem við höfum áunnið okkur og
hvernig jafnvel litlu fyrirtækin í
miðborginni ættu að leggja
hönd á plóg við slík verkefni og
rækta þannig Reykjavík sem að-
laðandi menningarborg, jafnvel
þótt beinn ágóði renni ekki í
sama vasa og úr var gefið.
11:00 Geng inn á miðjan
fyrirlestur Sigga Eggerts í Tjarn-
arbíói. Stórstjörnufyrirlestraröð
á HönnunarMars og troðfullt út
úr dyrum. Annað sjálf Sigga, ró-
bótarödd, sér um talið en Siggi
stýrir myndefninu þögull við
púltið. Það er einhver fallegur
neisti í þessum dreng. Arkitekt-
inn og súperstjarnan Winy Maas
talar um paradís og hvernig
hann vill útrýma „re-“ úr orða-
forða okkar og hugsuðurinn
Jerszy Seymor veltir fyrir sér
hvort innviðir eldfjalls og
stjörnukerfis séu áþekkir, og
hvort ferð í geiminn sé sam-
bærileg við innlit í sálina. Mæjó-
nes reiðir fram dýrindis hádeg-
isverðarbita, ekki að henni
Áslaugu að spyrja. Hún er alveg
með þetta.
15:30 Tek snúning á tölvu-
pósti og nokkrum vinnumálum
og skottúr í Norræna húsið til að
undirbúa DesignMatch komandi
dags, stefnumót norrænna
kaupenda og íslenskra hönnuða.
Á vef Normann Copenhagen
sem koma til Íslands í þessum
tilgangi mátti í dag lesa að þeir
færu nú ekki til London, Parísar
eða New York til að finna nýja
spennandi hönnuði, heldur
Reykjavíkur.
18:00 Eftir alltof stutta við-
komu í Spark Design Space, þar
sem Linda Björg Árnadóttir –
Scintilla ltd. sýnir undursamleg
verk sín, er komið að setningu
HönnunarMars í Hafnarhúsinu.
Hvílíkur fólksfjöldi, hvílík eft-
irvænting og orka sem liggur í
loftinu. Menningar- og
menntamálaráðherra talar um
áhrif HönnunarMars á hvernig
við hugsum og horfum til fram-
tíðar og gæfusporið sem það var
að stofna launasjóð hönnuða.
Hún óskar landsmönnum þess
að okkur lánist sú gæfa að búa
frjósaman jarðveg fyrir skap-
andi hugsun í þjóðfélaginu. Mér
verður hugsað til morgun-
spjallsins við Jakob og fyllist
bjartsýni á að smátt og smátt
muni takast að efla menning-
arvitund þjóðarinnar, myndlæsi
og þetta mjúka, að við hættum
að hugsa í svarthvítu, og förum
að hugsa í blæbrigðum og til-
finningum og vinna með ónýtt
tækifæri.
20:00 Lítið hefur farið fyrir
matarstundum þennan daginn
en eftir hræðilegan salatdisk
með gerviparmesan úr poka á
ónefndum stað í bænum röltum
við yfir í Tjarnarbíó á bíósýn-
ingu Munda og þaðan í mikið
stemningssamkvæmi Kron
Kron þar sem Magni og Hugrún
kynna enn fleiri af hugar-
fóstrum sínum, ævintýralega
litaparadís, skó og kjóla, sann-
kallað konfekt í fataskápinn.
Þetta eru erfðagripir, ekki
spurning.
23:00 Heimferð í Hafn-
arfjörðinn eftir góðan dag,
spennandi helgi framundan og
annasamar vikur í kjölfarið og
fram að opnun Feneyjatvíær-
ingsins í byrjun júní. Svartaþoka
og rigning, spurning hvort þetta
sé skúrinn sem markar skilin
milli veturs og vors nú á tímum
tveggja vorboða.
Dagur í lífi Eddu Kristínar Sigurjónsdóttur, hönnuðar og verkefna-
stjóra íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum
Edda Kristín Sigurjónsdóttir segir ferð í geiminn eins og innlit í sálina.
Morgunblaðið/Ómar
Mjúkar hugsanir