SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 13
27. mars 2011 13
U
mslag nefnist fyrirtæki sem
stendur undir nafni, því það
sér um gluggapóst og mark-
póst fyrir fyrirtæki og stofn-
anir. En þó að fyrirtækið sé í papp-
írsbransanum, þá hefur tæknin einnig
teygt arma sína þangað. Það sérhæfir sig
í gagnavinnslu, að halda utan um gögn
fyrirtækja og stofnana og koma þeim á
prenthæft form, pakka þeim og póst-
leggja þau.
„Við erum því ekki dæmigerð prent-
smiðja, heldur fyrst og fremst gagna-
vinnslufyrirtæki,“ segir Sölvi Svein-
björnsson framkvæmdastjóri. „Þetta
geta verið fjármálafyrirtæki, ríki og
borg, tryggingafélög, í raun allt frá
litlum fyrirtækjum og upp í stórfyrirtæki
– þeir sem þurfa að koma frá sér efni á
einhvern hátt, hvort sem um ræðir
reikninga, yfirlit eða markpóst.“
Lúgan og heimabankinn
Sölvi segir að þróunin hafi verið í þá átt
að reikningar og fleira í þeim dúr sé sent
með rafrænum hætti, en hann fullyrðir
að kostnaður fyrirtækja við það sé ekk-
ert minni.
„Það kostar svipað að birta kröfu og
rafræna reikninga í heimabanka og að
senda út póst. En á móti kemur að ef
samskiptin eru rafræn þá tapast öll
tenging við viðskiptavininn. Hann er
ekki lengur með neitt í höndunum um
fyrirtæki þitt. Og markaðslega séð er
rafræna leiðin mun síðri. En við gerum
okkur auðvitað grein fyrir því að sumt
hverfur alveg og annað verður áfram við
lýði. Markpóstur er mjög öflugur og í
raun er ekki komin fram nein lausn sem
tekur því fram. Áreitið er í raun orðið
mun meira í síma og tölvupóstsend-
ingum.“
Pappír umhverfisvænn
Sölvi segir að þess misskilnings gæti víða
að fólk haldi að það sé umhverfisvænna
að nota ekki pappír. „Menn halda jafn-
vel að með því að nota pappír sé það að
eyða Amazon-regnskógunum. En það er
algjör vitleysa. Notkun á pappír stuðlar
að trjárækt og það hefur til dæmis aldrei
fyrr verið jafnmikil trjárækt í Skandin-
avíu. Allur pappír sem prentað er á er
tekinn úr nytjaskógum og nytjaskógar
eru mun öflugri en margir eldri skógar,
því tréin vinna mest gagn gegn gróður-
húsaáhrifum fyrstu eitt til fjögur árin.
Eftir það hægir á því. Þess vegna er um-
hverfisvænt að höggva niður gömul tré
og rækta ný.“
Hann bendir líka á að pappír sé auð-
veldur í endurvinnslu, en allt í kringum
tölvur mun erfiðara. „Þess vegna er í
raun grátbroslegt þegar fólk segist vera
umhverfisvænt með því að hætta að
prenta á pappír – það er af og frá.“
Og Umslag stefnir á að ljúka umhverf-
isvottun Svansins í vor, sem þýðir að
það vinnur eftir ákveðinni umhverf-
isstefnu, til dæmis að takmarka allan úr-
gang og að allt efni sé svansvottað. „En
við erum löngu farnir að vinna eftir
þessu, enda fengum við umhverfisvið-
urkenningu frá Reykjavíkurborg árið
2003.“
Notkun á
pappír
stuðlar að
trjárækt
Umslag sérhæfir sig í
að koma gögnum á
prenthæft form, pakka
þeim og póstleggja.
Sölvi Sveinbjörnsson
framkvæmdastjóri
segir pappírsnotkun
valda því að aldrei hafi
verið meiri skógrækt í
Skandinavíu.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Sölvi Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Umslags í Litla ljóta galleríinu, þar sem kennir ýmissa grasa.
Morgunblaðið/RAX
Fyrir miðju er andlitsmynd eftir Jørgen Nash, sem er m.a. kunnur fyrir
að saga höfuðið af Litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn.
Faðir Hollendings
sem vinnur hjá
Umslagi, gaf
þessa mynd sem
„friðargjöf“, því
honum fannst
harkan of mikil
gegn Íslendingum
vegna Icesave.
Verk frá starfsmönnum, listamönnum og ættingjum prýða veggina.
Litla ljóta
myndagalleríið
Það hanga 150 listaverk um allt í
Umslagi, sem er til húsa í Lág-
múla 5. „Við höfum alltaf reynt
að skapa heimilislega stemmn-
ingu í fyrirtækinu og stuðla að
skapandi umhverfi,“ segir Sölvi.
„Þetta eru listaverk sem koma
víðsvegar að, sum eru eftir
fræga listamenn, önnur eftir
starfsmenn, börn þeirra eða ætt-
ingja. Það má nefna til dæmis að
við erum með verk eftir Jørgen
Nash, sem sagaði höfuðið af
Litlu hafmeyjunni. Við sýnum við-
skiptavinum jafnan galleríið og
ef þeir hafa áhuga geta þeir
skoðað framleiðsluna í leiðinni!“
– Listaverkin hanga uppi úti
um allt fyrirtæki?
„Það byrjar á kaffistofunni og
dreifist um allt fyrirtækið.“
– Jafnvel klósettið?
„Á öllum klósettum eru mynd-
ir.“
Hér má m.a. sjá verk eftir listamanninn Gabriel frá Hondúras.