SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 41
27. mars 2011 41 LÁRÉTT 1. Hvað? Sjór? Eða tæki? (5) 3. Kuðlast með stóra pakka. (8) 7. Gunnar er líka með einni. (6) 8. Ritlaus þvælist í allar áttir, bandbrjálaður. (11) 9. Sat svar fyrir blótsyrði. (6) 11. Vita um eitthvað að vestan sem snertir miðl- un. (10) 14. Eftir fimma æða með sársauka að iðju. (8) 15. Býr fullkomlega til fyrir einbera. (7) 16. Horfa á æviskeið með ljósopi. (8) 18. Impraði á frú og skaut málinu áfram. (8) 20. Eftir álag enn flækist með áfengi út af skatti. (8) 22. Fe+ verður að medalíu. (9) 25. Hefur minningar um skammir. (10) 26. Lentur á einhvers konar tákn. (7) 28. Klúryrt ákvarði trefjaríka fæðu. (8) 30. Gestur sést ekki neyta matar hjá beljunni. (10) 31. Erlend áfylling sést á veggteppi. (6) 32. Sannari dans má sjá dilla afturendanum. (11) 33. Brennist einn við frumefni. (12) LÓÐRÉTT 1. Til allskonar söngs hvers. (9) 2. Enn ein fer á reik við vestlæg él með tæki. (9) 4. Næra tvö einhvern veginn með því að sýna vonleysi. (7) 5. Ferðabúnaður tekinn í Galtaskarð? (5) 6. Flæktist með kassa að krá til að fá sérstakan lista. (8) 10. Glitta á einhvers konar ágiskun. (7) 12. Pár með fimm eggjum á almannafæri. (10) 13. Slefa úr Efstaleiti fyrir partí. (5) 17. Organdi breytist í varla valdandi. (7) 19. Frá lækni koma spil í mínus. (10) 20. Árinn fær angur af niðurstöðunni. (10) 21. Þvaðrið snýst um gljáð rif. (8) 23. Ekki betri sjón leiðir til gáfu. (9) 24. Tvöfaldur andi tapi einum við að æfa það að vera mótmælandi. (9) 27. Fjárans, kemur ekki senn. (7) 29. Gömul kölkuð kind. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 27. mars rennur út 31. mars. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 3. apríl. Heppinn þátttak- andi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 20. mars er Fjóla Guðlaugsdóttir, Sunnubraut 15, Keflavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Í síðustu viku fékkst niðurstaða í hneykslismáli sem skekið hef- ur frönsku skákhreyfinguna síðan í janúar sl. þegar gert var opinbert af aganefnd franska skáksambandsins að 1. vara- maður franska ólympíuliðsins, Sebastian Feller, sem hlaut gullverðlaun fyrir frammistöðu sína í Síberíu, hefði svindlað í nokkrum mikilvægum skákum sínum á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk. Hinn 19 ára gamli Feller hefur áfrýjað mál- inu til æðra dómstigs en aga- nefndin dæmdi hann í a.m.k. þriggja ára keppnisbann. Liðs- stjóri franska liðsins, Arnaud Haucard, var rekinn með skömm úr landsliðinu og fékk lífstíðarbann sem þjálfari og liðsstjóri í keppnum á vegum skáksambandsins. Þriðji mað- urinn, Cyril Marzalo, hlaut fimm ára bann. Hann var ekki staddur í Síberíu en var engu að síður lykilmaður í svindli sem var svo þaulskipulagt að undr- um sætir. Þegar málið var gert opinbert lék mörgum forvitni á að vita hvaða meðulum hafði verið beitt. Skilyrði fyrir svindl virðast hafa verið sérstaklega góð þar sem bein óseinkuð út- sending var frá skákum móts- ins. Þó svindlið varðaði aðeins Feller tóku allir liðsmenn Frakkanna þátt í því óafvitandi og einnig andstæðingar þeirra! Lítum á eina viðureign Frakka. Frakkland – England 2:2 Vachier-Lagrave H8 – Adams A1 Fressinet G7- Short B2 Tkachiev F6- McShane C3 Feller – E5 Howell D4 Liðsstjórinn Haucard var með tvo gsm-síma meðferðis – sinn eigin og síma Fellers. Í Nancy í Frakkalandi sat hins vegar Cyril Marzalo með beina útsendingu á skjánum og um- kringdur öflugustu tölvu- forritum. Hann mun hafa sent tæplega 200 sms-skilaboð. Haucard las þau yfirleitt á kaffibarnum til hliðar við keppnissalinn. Sms-skilaboð: 06-01-52-54- 37 þýðir samkvæmt kerfi þre- menninganna Leika skal: 1. e2- e4. Talnakerfið 06 var alltaf fyrsta talan, næstu tvær núm- erið á leiknum, þar á eftir tölur sem merktu reitinn sem leikið var frá, þar á eftir kom áfanga- staður taflmannsins. Lokanúm- erin tvö skiptu ekki máli. Yfir- leitt dugði að sýna áfangastaðinn. Til þess að koma skilaboð- unum til Fellers þurfi liðsstjór- inn Haucard að standa á viss- um stöðum í námunda við viðureign franska liðsins. Þegar Feller tók þá ákvörðun í skák- inni sem hér fer á eftir að leika 19. leik, Rb4-c2, stoppaði Hauchard fyrst fyrir aftan C, þ.e. McShane, og stuttu síðar færði hann sig aftur fyrir 2, þ.e. Nigel Short. Þeir sem fara yfir skákina með t.d. „Rybku“, „Fritz“ eða „Firebird“ reka sig fljótt á þá staðreynd að eftir að byrjuninni sleppir er fyrsta val forritsins nær alltaf leikur Fellers. David Howell – Sebastian Feller Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 Db6 9. Rf3 f6 10. exf6 Rxf6 11. O-O Bd6 12. b3 O-O 13. Bb2 Bd7 14. Rc3 Hac8 15. Ra4 Da5 16. Re5 Rb4 17. Bb1 Bxa4 18. bxa4 Dc7 19. a3 Rc2 20. Ha2 Bxe5 21. dxe5 Re4 22. Bc1 22. … Rxf2 23. Dxc2 Rh3+ 24. gxh3 Db6+ 25. Kg2 Hxc2+ 26. Bxc2 Hxf1 27. Kxf1 Dc7 28. Hb2 d4 29. Ke2 Dxe5+ 30. Kd1 Dh5+ 31. Kd2 Dg5+ 32. Kd1 Dg1+ 33. Kd2 Dxh2+ 34. Kd3 Dg1 35. Hb1 Dg6+ 36. Kd2 Dg2+ 37. Kd3 Dg6+ 38. Kd2 Dg2+ 39. Kd3 e5 40. Hb2 Df1+ 41. Kd2 Df2+ 42. Kd3 Df3+ 43. Kd2 e4 44. Bb3 Kf8 45. Ke1 Dh1+ 46. Kd2 Dg2+ 47. Ke1 Dg1+ 48. Kd2 Df2+ - og Howell gafst upp. Svindlararnir Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.