SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 31
27. mars 2011 31 H ilda Jana fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1976. Foreldrar hennar eru Lára Stef- ánsdóttir, skólastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga, og Gísli Gíslason, svæðisstjóri Samkaupa. Eigin- maður hennar er Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska. Hún flutti frá Reykjavík, ófrísk að elstu dótturinni, haustið 1996. Útskrifaðist sem grunnskólakennari 2002 frá Háskólanum á Akureyri og hefur mest unnið við forvarnir en einnig sem grunnskólakenn- ari og fjölmiðlamaður, nú á N4. Hilda Jana er í liði Akureyrar í Útsvari og segist hafa mestan áhuga á leiknum, en vinahópurinn hafi oft farið í hann. „Ógleymanlegast er líklega þegar ég lék fyrir foreldra mína orð- ið „ástríða“ í brúðkaupinu mínu, mér var ekki kunnugt um að þau vissu orðið og áttu að giska á allt NEMA það. Þar kom keppnisskap brúðarinnar veislugestum til að orga úr hlátri!“ Jói bróðir mömmu stendur okkur Björgvin Davíð frænda minn að því að leika okkur að hveitinu hennar ömmu í Ólafsfirði 1977. Fjölskyldan saman á ferðalagi á Snæfellsnesi í fyrrasumar; elsta dóttir mín, Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir, er lengst til vinstri, þá Ísabella Sól, Sigurbjörg Brynja, Ingvar og ég. Ég ásamt handboltafélögunum í 5. flokki í KR, líklega árið 1989. Með föðurfjölskyldunni á heimleið eftir ógleymanlegt ferðalag 1992. Með frábærum vinkonum mínum í Spánarferð 2006. María, Þórunn, Sara, ég og Helena í efri röð. Guðrún, Eydís, Laufey og Karólína í þeirri neðri. Enn á eftir að bæta Regínu á myndina! Lék orðið „ástríða“ Ég og Ingvar Már Gíslason, minn yndislegi eiginmaður, á brúðkaupsdeginum 2005. Í Kyoto í Japan í desember sl. ásamt Martin frá Noregi og Dženetu frá Hollandi. Að knúsa afa Stefán, líklega 1985. Með Hrafnhildi Láru, frumburðinum, árið 1998 að kúldrast í garðinum hjá mömmu og pabba í Brekkugötunni á Akureyri. Hæstánægð með það þegar Gísli Tryggvi litli bróðir fæddist árið 1986. Með pabba og mömmu eftir að ég varð stúdent árið 1998. Með litlu bræðrum mínum, Gísla Tryggva og Degi að horfa á Hrafnhildi Láru á skautamóti eldsnemma á sunnudagsmorgni árið 2008. Eftirminnileg ferð til Spánar 2006 er tengdó varð sextugur. Úr myndaalbúminu Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarps- kona á Akureyri, velur nokkrar myndir úr fjölskyldualbúminu. Fyrsta bros Hildu sem náðist á mynd!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.