SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 35
27. mars 2011 35
allt svo náttúrulega ferskt fyrir manni.
Þessi tenging hefur alltaf verið rík í mér
og það var einmitt þessi nálgun sem varð
kveikjan að fyrstu bókinni minni, Deli-
cious Iceland,“ segir Völli.
Hæg heimatökin
Í þeirri bók fer Völli með lesendur í
ferðalag um Ísland en einnig má þar
finna sögulegar upplýsingar um landið.
Hann vann bókina út frá innblæstri frá
hráefninu hér heima og fékk til liðs við
sig Hauk Ágústsson og eignkonu hans
við gerð bókarinnar en Hreinn Hreins-
son tók ljósmyndirnar. Delicious Ice-
land kom út árið 2006 og hlaut við-
urkenningu frá the Gourmand Cookbook
Award auk þess sem hún var valin ein af
100 bestu bókunum sem gefnar höfðu
verið út síðustu 12 árin. Völla langaði
lengi að gera þætti upp úr bókinni þar
sem notuð væri sú hugmynd að fara um
landið, hitta fólk og ná í hráefni. Hug-
myndin varð loks að veruleika síðastliðið
sumar en þá gerði Völli dreifingarsamn-
ing við breska útgáfufyrirtækið TVF int-
ernational. Fyrirtækið dreifir efni fyrir
sjálfstæða framleiðendur og verða þætt-
irnir meðal annars sýndir á Spáni og
Nýja-Sjálandi og í Ungverjalandi og
Hong Kong, svo fáeinir staðir séu nefnd-
ir. Hróður íslensks hráefnis mun því
berast víða en Völli segir hafa verið hæg
heimatökin að byrja þennan feril á stað
þar sem hann þekkir vel til. Hann fékk
til liðs við sig í þættina Gunnar Konráðs-
son og segir sumarið hafa verið alveg
frábært og gengið vel en um var að ræða
algjörlega sjálfstætt framtak.
En hvað með veitingastaðinn meðan
á þessu öllu stendur?
„Já ah, veitingastaðurinn,“ segir Völli
og hlær þegar blaðamaður innir hann
eftir því hvort staðurinn reki sig sjálfur.
„Við erum með frábært starfsfólk sem
heldur þessu gangandi á meðan. Nú er ég
að fara í apríl á bókamessuna í London,
svo hugsanlega til Nýja-Sjálands og
Samóaeyja í júní. Verð síðan heima í
sumar og fer á bókamessuna með nýju
bókina til Þýskalands í haust. Eftir það
fer ég líklegast til Peking þar sem ég
verð kynntur fyrir kínverska matarnet-
inu, The China Food Network, sem er
stærsti matarvettvangur heims. Það er
því margt í gangi og þetta verður anna-
samt ár, sem er mjög jákvætt,“ segir
Völli.
Gefur það meira af sér að gefa út
bækur en að elda?
„Já, í veitingabransanum er ég bara að
framleiða minningar. Fólk kemur og
borðar og man bara eftir stundinni sem
það átti með fólkinu sem það var að
borða með og því sem það borðaði. En
svo er bragðið farið úr munninum og
ekkert eftir nema minning. Með þessu
skilur maður meira eftir sig og það hefur
drifið mig áfram í þessu. Næst langar
mig að gera þáttaröð um íslenska fisk-
inn. Það er gríðarlega gott að vera þegar
kominn með dreifingarsamning við fyr-
irtæki á borð við TVF. Þá er maður gull-
tryggður með sölu á þáttunum víðs veg-
ar um heiminn og mikið áhorf. Við
höfum ekki enn í höndunum áhorfstölur
á Delicious Iceland-þættina en miðað við
að þeir hafa verið sýndir í einhverjum
tíu löndum, síðast þegar ég vissi, ætti sú
tala að hlaupa á milljónum,“ segir Völli.
Hann er því rétt að byrja og hefur í
hyggju að gera þætti á Bahamaeyjum, á
Samóaeyjum og í Tókýó.
En horft nokkur ár fram í tímann,
gætir þú séð þig fyrir þér eingöngu í út-
gáfu og þáttagerð?
„Nei mig langar mjög að halda áfram í
veitingarekstrinum því það er baklandið
í þessu öllu saman. Fólk spyr strax hvort
maður sé með veitingastað svo það er
góð bækistöð,“ segir Völli og þá berst
talið að enn einu verkefninu sem tekur
tíma frá veitingarekstrinum, vefsíðunni
The Basic Cookbook. Þau hjónin halda
úti vefsíðunni saman en Þóra sér um að
blogga þar reglulega, bæði um ferðir
Völla og þeirra daglega líf og elda-
mennsku. Aðaluppistaða vefsíðunnar
eru þó uppskriftir og einföld kennslu-
myndbönd í matreiðslu. Völli samsinnir
því að hann sé farinn að vilja deila
reynslu sinni með öðrum og vera þeim
hvatning. „Það var vendipunktur hjá
mér að gifta mig en við Þóra giftum okk-
ur fljótt og eignuðumst börn. Þá var ég
allt í einu kominn með fjölskyldu eftir að
hafa verið einhleypur í átta ár og borðað
bara á veitingastaðnum eða pítsu heima
hjá mér. Svo þegar ég byrjaði að elda
heima opnuðust einhverjar nýjar flóð-
gáttir; að elda góðan mat heima úr ein-
földu hráefni og vera ekki alltaf fínt úti
að borða. Ég er hérna einn núna en elda
mér samt góðan mat. Með kennslunni vil
ég hvetja fólk til að gera slíkt hið sama.
Framtíðardraumurinn hjá mér með The
Basic Cookbook er síðan að eftir nokkur
ár geti fólk komið til okkar í nokkra
daga á matreiðslunámskeið,“ segir Völli.
Nýjar áherslur
Eftir hrunið varð nauðsynlegt að gjör-
breyta áherslum á Sabor og segist Völli
hafa þurft að berjast fyrir rekstrinum
eftir að hrunið varð. Bandaríkjamenn
vilji nú frekar ferðast til ódýrari staða
þar sem þeir fá meira fyrir peninginn.
Því var nauðsynlegt að ná frekar til
heimamanna og sníða nýja matseðilinn
eftir þeim. Þetta hafi gengið vel en hann
þori ekki að segja of mikið til um fram-
tíðina. Ísland togi alltaf í sig en veit-
ingarekstur sé nú erfiður vegna hárra
skatta. Á sama tíma sjái hann á Bahama-
eyjum, þar sem ekki eru borgaðir skatt-
ar, hvernig heilbrigðis- og skólakerfið sé
í rúst. Þau hjónin muni vega og meta
hvað þau koma til með að gera en á
meðan standa þau vaktina stíft, ferðast
og kynna verkefni sín. „Nú er Þóra að
þýða og kynna Foreldrahandbókina.
Hæfileikar okkar fara vel saman og við
erum mikið teymi sem vinnur gríðarlega
vel saman,“ segir Völli.
Völli giftist eiginkonu sinni, Þóru Sigurðardóttur, árið 2006 og eiga þau saman tvö börn.
Snjór og kuldi hafa lítil áhrif á Völla sem finnst fínt að koma heim í veturinn og segir Ísland toga æ meira í sig eftir að hann eignaðist börnin sín tvö
Morgunblaðið/Kristinn
Í þáttaröð byggðri á bók Völla, Delicious Iceland, ferðast hann um landið og eldar.
Ljósmynd/Gunnar Konráðsson
Skannaðu kóðann til að sjá
uppskriftir og kennslu-
myndbönd í matreiðslu á
www.thebasiccookbook.com