SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 24
24 27. mars 2011 Þ að þarf ekki að koma á óvart að borðið sem við sitjum við er úr gleri og undir glerinu er gjafapappír, sem er óvenju fagurlega hannaður. Ekki þegar hinumegin borðs- ins situr Sigríður Sigurjóns- dóttir, prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, og samtalið á sér stað í kjallara Spark Design Space, gallerís við Klapparstíg, þar sem haldnar eru sýningar á því nýjasta í hönnun. „Við vorum að velta fyrir okk- ur hvort jólagjafamenningin hefði breyst eftir hrun,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, pró- fessor í vöruhönnun við Listahá- skóla Íslands, en hún stofnaði galleríið í júlí 2010. „Nöfnin á þessum örkum af jólapappír eru til dæmis nánd, áskorun, leiðsögn, fjárhagur og tími. Og pælingin var sú, hvort hægt væri að gefa tíma eða miðla þekkingu. Hvernig mætti þá pakka því inn, þannig að það yrði falleg gjöf. Þetta var jóla- sýning Megan Herbert og það má fræðast um hana með því að fara inn á Sparkdesignspace.com, eins og aðrar sýningar sem hafa verið haldnar hérna.“ – Hvernig var nafnið fundið á galleríið? „Það kviknuðu margar hug- myndir, en mér fannst ágætur kraftur í þessu nafni. Spark á ís- lensku tengist því að koma ein- hverju af stað, og svo virkar það líka vel á ensku, sem neisti eða hugmynd. Hugmyndin að gall- eríinu er sú, að mér fannst vanta farveg á Íslandi fyrir spennandi og góð hönnunarverkefni, sem hafa borist mér í gegnum starf mitt í Listaháskólanum, bæði frá kennurum og nemendum. Það munar líka um það, að þegar hönnuður fær tækifæri til að sýna, þá fær hann um leið „deadline“ til að klára verk- efnið. Svo hef ég verið að stýra stefnumóti bænda og hönnuða, samstarfsverkefni LHÍ og Matís, en að því koma matarhönnuðir, vöruhönnuðir, grafískir hönn- uðir, nemendur LHÍ, vís- indamenn, sérfræðingar Matís og íslenskir bændur. Ég hef mik- inn áhuga á matarhönnun og í framtíðinni sé ég fyrir mér að galleríið sinni því fagi meira.“ – Og þetta er rótin að skyr- konfektinu? „Já, þegar ég las Drauma- landið eftir Andra Snæ Magna- son kviknaði hugmyndin að því að setja upp námskeið í skól- anum, þar sem bændum og hönnuðum væri stefnt saman með það að markmiði að þróa nýjar og spennandi matvörur með menningarlegri tilvísun og nota íslenskt hráefni. Við höfum almennt ekki mikið hráefni hér á landi, en við höfum nóg af mat og þarna gafst tækifæri til að vinna með það. Svo vorum við svo heppin, að tveir vöruhönnuðir úr LHÍ, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir, höfðu sérhæft sig eftir útskrift í mat- arhönnun. Það var því hægt að fá þær til að kenna og þróa sex vikna námskeið, sem við skrifuðum saman. Og áhug- inn var svo mikill þegar við kynntum afurðirnar á litlum markaði í Grandagarði, að við hugsuðum með okkur, að við gætum ekki látið þar við sitja. Í framhaldi af því feng- um við styrk frá Tækniþróunarsjóði, Framleiðnisjóði landbún- aðarins og Hönnunarsjóði Auroru, sem gerði að verkum að við gátum ráðist í frekari rann- sóknir á völdum hugmyndum sem komu upp á námskeiðinu, þróað þær með fagfólki og farið með þær alla leið í framleiðslu. Skyrkonfektið er dæmi um það, en áður þróuð- um við rabarbarakaramelluna á Löngumýri á Skeiðum og slát- urtertu sem seld er á veit- ingastaðnum Fjalladýrð á Möðrudal á Fjöllum. Og í vor munum við setja á markað Mælt mál í samstarfi við bændurna á Hala í Suðursveit, en það tengist að sjálfsögðu Þór- bergi Þórðarsyni. Við þróuðum matseðil fyrir veitingastað sem þau reka, þar sem markmiðið er að gestir kynnist Þórbergi í gegnum matinn og matseðilinn. Margir sem koma á Hala gefa sér ekki tíma til að fara inn á safnið sjálft og okkur fannst að það mætti vera meiri tenging á milli þess og veitingastaðarins. Þegar hópurinn fór að vinna með þessa hugmynd, þá kom auðvitað í ljós Þórbergur hafði skrifað mikið um mat og það var því úr miklu að moða.“ – Geturðu nefnt dæmi um rétt? „Við getum sagt,“ segir hún hugsi og lítur óræðum augum til lofts, „án þess að skemma neitt fyrir frumsýn- ingunni að Þórbergur hafi verið mjög hrifinn af snúðum, brjálaður í snúða. Einhvers staðar lýsti hann því svo, að það væri eins og að vera með himnaríki í mag- anum. Þannig að við byrjuðum þar – að fólk gæti upplifað þá til- finningu. Og úr því þetta barst í tal, þá stefnum við að því að sýna verkefnið í heild sinni hér í galleríinu, stefnumót bænda og hönnuða. Þetta er orðið mikið ævintýri, sem sextán bændur tóku þátt í, þó að það séu aðeins þessar fjórar afurðir sem hafa verið þróaðar áfram.“ – Heldur þessi þróunarvinna áfram? „Þessu er í raun lokið. Við vorum aðeins með fjármagn til þriggja ára, en það hafa komið afleggjarar út úr þessu, því sum verkefni hafa þróast áfram í samstarfi bænda og nemenda. Ég veit að það er verið að vinna nokkrar afurðir þannig. Það sýnir hversu fljótt svona lagað spyrst út á Íslandi, að bændur hringdu í LHÍ og óskuðu eftir samstarfi við unga vöruhönn- uði, sem annars hefði aldrei gerst. Og þar með var mark- miðinu náð. Nú erum við að útskrifa fullt af nemendum sem hafa þessa reynslu og geta auðveldlega tekið að Með himnaríki í maganum Sigríði Sigurjónsdóttur fannst vanta farveg á íslandi fyrir spennandi og góð hönnunarverkefni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skyrkonfekt, púðar, jólapappír og ilm- vötn er á meðal þess sem ber fyrir augu í Spark Design Space, galleríi fyrir hönnun sem Sigríður Sigurjóns- dóttir, prófessor við LHÍ, stofnaði í haust. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni fimm hönnuða og Víkurprjóns.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.