SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 47
27. mars 2011 47 Æ tlarðu að spyrja um hana?“ segir Vigdís Grímsdóttir með torræðum en kankvísum spurnarsvip. „Ég er búin að gleyma henni. Það er svo langt síðan.“ Á þessum snævi þakta vetrardegi varð blaðamanni á að spyrja um fallegu bókina í græna bandinu, sem Íslend- ingar lásu upp til agna fyrir jólin 2007. „Bíbí,“ heldur Vigdís áfram, án þess að leiða hugann að því frekar, að hún muni ekkert eftir sögunni. „Ég var að skrifa aðra ævisögu þegar ég hitti Bíbí. Og það hvorki gekk né rak með hana. Þetta var í janúar 2006. Það er grundvallarforsenda að ná góðu sambandi við þann sem skrifað er um. En manneskjan lenti í krísu þegar hún fór að rifja upp líf sitt, sem kannski eðlilegt er, og sagan var byrjuð að fjara út – viljinn hjá mér að klára og henni að tala. Þetta var útlensk kona og við erum ágætis vinir. Þá hitti ég Bíbí. Við vorum að gera útvarpsþætti fyrir Ríkisútvarpið, ég og Þorleifur Friðriksson, og hann hafði grafið upp Bíbí. Við tókum viðtal við hana og ég heillaðist af sögu hennar, ekki miðilsskapnum, heldur lífssögunni. Ég gat ekki skilað í þessum stutta þætti hvað hún var já- kvæð og sérstök og hafði tekið örlögum sínum karl- mannalega – má ekki segja það í dag?“ Vigdís brosir strákslega. „Ég fór að bera víurnar í hana. Hún vildi ekkert með mig hafa, en einhvers staðar í undirmeðvitundinni hefur hún viljað það, því það endaði með því að ég tók langt viðtal við hana. Og það get ég svarið, að oft á leiðinni hugsaði ég: Hvern fjandann ertu komin út í? Það sem ég heillaðist af í stutta útvarpsviðtalinu var bara toppurinn af ísjakanum, svo bættist við hver hrika- legi atburðurinn af öðrum í lífinu sem þessi yndislega manneskja hefur lifað. En jákvæðnin, hún var þarna áfram, og ég stoppaði aftur og aftur: Hvað er að þér með öll þín smámál þegar þú situr á móti þessari hlæjandi konu, því ævisaga rúmar ekki hvað hún hefur lifað – og er enn að! Þannig að þetta urðu þúsund sögur! Þá kemur að því hvað er ævisaga, og hvað samantekt, að velja og hafna. Þannig að ég vélritaði allt upp og hugsaði: Ég klippi niður í það sem ég þoli, miða við að lesendur bókarinnar muni þola það líka, og skrifaði sögu þessarar stórmerki- legu konu, sem hún sannarlega er.“ – Samt er mikið af Vigdísi í frásögninni! „Við blönduðumst saman, við blönduðum geði og það blandaða geð kemur fram í textanum – hún heldur samt öllum sínum sérkennum.“ – Kannski miklu frekar? „Já, nei, það er raunverulega þetta sem gerðist hjá okkur, aldrei varð nokkur samruni, en það var blandað geð. Og aldrei var hún ósátt við nokkuð sem ég las, að hún hefði ekki getað sagt það. Þetta rann saman. En ég fór að hugsa margt í sam- bandi við ævisagnaritun og hef náttúrlega enga trú á henni síðan.“ – Af hverju? „Þú ert með þetta mikla efni, og sama hvað bókin er þykk eða hver hefur lifað þessari ævi, þá velur þú alltaf. Sama ef þú segir frá stríðinu, þá velur þú heimildirnar, að því leyti rennur ævisagan saman við skáldsagna- formið. Nema þú ræður ekki lífshlaupinu, á meðan þú getur dírígerað yfir öllu sem gerist í skáldsögunni – þar til skáldsagnapersónan fer að stjórna þér og hún getur verið miklu erfiðari en manneskjan sem þú skrifar um. Margir söknuðu þess að það væru miðlalýsingar í ævi- sögunni, en það væri þá bara önnur gerð af ævisögu, þó að ég kynntist því hvernig hún gat í gegnum síma uppi hjá mér fundið hlut sem hafði verið falinn á Húsavík ár- um saman. Maður finnur einhverja tengingu við það að hitta manneskju með þessa guðsgjöf, sem hún gat aldrei notað fyrir sjálfa sig. Og trúir ekki á eina orkubraut, heldur lærir og sér að þær eru miklu miklu fleiri. Ég lærði mikið af því að skrifa þessa bók, sem lýsir fá- tækt vel. Að fá svo kreppuna sem ennþá er, og hafa þetta viðmið frá glæfraárinu 2007 þegar bókin kom út, vekur hjá manni spurningar um hvað raunveruleg kreppa er – eða er ástandið eins og það var í Múlakampnum? Er fá- tæktin kannski öðruvísi eða viljum við ekki sjá, við sem höfum nóg að borða? Við erum svo upptekin af því að lifa paranójísku haturslífi að það er sorglegt.“ – Fátæktin sést ekki fyrir allri steinsteypunni? „Og sumir eiga fleiri en eina íbúð og eiga ekki fyrir mat,“ segir Vigdís. „Þetta er ótrúlegt ástand! Fátækt hef- ur alla tíð verið falin á Íslandi og fyrirlitin – og er það enn. En þegar svona margir flykkjast í hópinn, sem voru þar ekki áður, verður hún enn erfiðari. Það er svo marga að fela.“ – Hvenær kemur næsta bók? „Ég vona að ég klári hana í lok mánaðarins. Ég skrifaði hana á Ströndum, fór í september og hef verið nið- ursokkin síðan. Bókin er ekki löng, en þetta er ákveðið ferli sem ég fer í gegnum með ljóð Nínu Bjarkar Árnadótt- ur. Þau eru eins og leiðarhnoða inn í þennan heim sem ég leyfi mér að búa til í framtíðinni eða kannski í fortíðinni – þetta rennur allt saman. Og er í raun um stelpu sem málar ketti. Ég setti mig í hennar spor og málaði kettina, þannig að þetta er eins og bókverk, í gegnum ljóð annarrar manneskju, í gegnum myndir þeirrar persónu sem segir söguna, og þá tek ég fullan þátt sjálf. Þetta hefur því tekið tíma.“ – Heldurðu sýningu á málverkunum? „Ég veit það ekki, en ég nota eitthvað af þessum mynd- um, þær eru hérna um allt, enda er lífið um ketti.“ – Forsætisráðherrann er alltaf að smala köttum. „Já, það gengur nú ekkert. En hún ætti kannski að mála nokkra.“ – Listirnar renna allar í sama farveg? „Já, listirnar eða þessi kúla sem þetta verður. List veit ég ekkert um. Ég er með ofnæmi fyrir því orði. Og lista- maður. Ég hélt þeir væru bara þrír á öld. Nú eru það allir. Og það er kannski best – að það séu bara allir. Hjá mér renna saman þessar tvær leiðir til að segja sögu, að mála hana og segja hana, og það breytir engu um það hvernig þú strýkur ketti, hvort þú málar hann eða talar við hann, hann fer sínar leiðir eins og sagan. En þetta er ekkert flókið, heldur einföld saga um stelpu sem á sér draum og það er að vera frjáls manneskja.“ – Er það æskudraumur sem getur ekki ræst? „Ég held hann geti ræst. Alveg eins og ég held að það verði allt í lagi á endanum á Íslandi. Við þurfum bara að segja satt og horfast í augu við hvað við höfum gert sjálf vitlaust og hvað það er gaman að vera til.“ Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Vigdís Grímsdóttir Við þurfum bara að segja satt ’ List veit ég ekkert um. Ég er með ofnæmi fyrir því orði.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.