SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 38
38 27. mars 2011
Elizabeth Taylor á
hátindi ferils síns.
Kyntákn kveður
K
oma 34 víetnamskra flóttamanna hingað til lands haustið
1979 var tímamótamál á Íslandi. Aldrei hafði jafnstór hópur
fólks frá fjarlægu landi komið til búsetu hérlendis og urðu
skoðanir um málið því skiptar. Með nokkurri einföldun má
segja að tvo öndverð meginviðhorf hafi verið uppi í þessu máli. Margir
töldu að Íslendingum bæri í samfélagi þjóðanna skylda til að aðstoða
flóttafólk og aðra sem í nauðum væru staddir. Aðrir voru hins vegar á
þeirri skoðun að goðgá væri að fólk með austrænt yfirbragð fengi hér
skjól – og var í því sambandi jafnvel vísað til meintra yfirburða hins
norræna kynstofns.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi Íslendingum í júní
1979 ósk um að hópur Víetnama fengi hér skjól. Ríkisstjórnin sam-
þykkti það og fól Rauða krossi Íslands framkvæmdina. Fóru fulltrúar
samtakanna austur á bóginn í ágústlok og völdu í hóp til Íslandsfarar.
Var fólkið þá komið til eyjunnar Pulah Tenga í Malasíu en þangað hafði
það velkst á ótraustum fleyjum frá heimalandi sínu á flótta frá heima-Flóttamennirnir frá Víetnam og koma þeirra vakti mikla athygli á Íslandi.
Morgunblaðið/Emilía Björg
Myndasafnið September 1979
Flóttafólkið
kemur
Frægð og furður
Elizabeth Taylor, ein af skærustu stjörnum hvíta tjaldsins,
féll frá í vikunni. Hennar er minnst fyrir merka leiksigra og
óðagot í ástalífinu en umfram allt guðdómlega fegurð.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
verðlaunahlutverkin í Butterfield 8 (1960) og
Who’s Afraid of Virginia Woolf (1966) og í stór-
myndinni um Kleópötru (1963). Margir muna
líka eftir Taylor í hlutverki Möggu kisulóru í Cat
on a Hot Tin Roof (1958). Síðasta myndin sem
Taylor lék í var sjónvarpsmyndin These Old
Broads árið 2001.
Ofvaxin brjóst og stuttir fætur
Taylor átti ekki sömu velgengni að fagna í
einkalífinu, alltént hélst henni heldur illa á
eiginmönnum. Gekk átta sinnum í heilagt
hjónaband. Einum manni giftist hún tvisv-
ar, velska leikaranum Richard Burton,
sem bjó yfir einni ómþýðustu rödd sem
almættið hefur galdrað upp á löngum
ferli. Ást þeirra var ósvikin en sambandið
alla tíð stormasamt. Burton var frægur
fyrir tilsvör sín og einhverju sinni, þegar
fátt var með þeim hjónum, svaraði hann
spurningu blaðamanns um fegurð spúsu sinnar
F
yrstu fregnir sem bárust mér til eyrna á
miðvikudaginn voru á þá leið að Elísabet
drottning væri látin. Það var misskiln-
ingur. Og þó? Elizabeth Taylor var sann-
arlega drottning – hún var drottning kvik-
myndanna. Var upp á sitt besta á gullöld hvíta
tjaldsins um og upp úr miðri síðustu öld, þegar
kvikmyndaleikarar voru ekki af þessum heimi.
Þetta fólk safnast nú óðum til feðra sinna, af kyn-
slóð Taylors eru Marilyn Monroe og James Dean
vitaskuld löngu farin en líka Grace Kelly, Ava
Gardner, Marlon Brando og Paul Newman. Að
ekki sé talað um gæðaleikarann Montgomery
Clift, sem sagan hefur kosið að stinga undir stól.
Elizabeth Taylor hóf feril sinn sem barna- og
unglingastjarna í Hollywood en öfugt við margar
slíkar stjörnur reyndist henni auðvelt að stíga
skrefið áfram þegar gelgjan var að baki. Um tví-
tugt var hún orðin ein eftirsóttasta leikkona
draumaverksmiðjunnar – staða sem hún hélt í
um þrjá áratugi. Minnisstæðust eru óskars-
Taylor fjórtán
ára gömul í
kvikmyndinni
Courage of
Lassie.