SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 44
44 27. mars 2011 Graham Moore – The Sherlockian bbbmn Áhugamenn um spæjarann mikla Sherlock Hol- mes hafa með sér félagsskap sem hittist reglulega til að minnast Holmes og skapara hans, Arthurs Conans Doyles. Á þeim samkomum halda menn fyrirlestra um sitthvað tengt Holmes og ræða meðal annars um týndar minnisbækur Doyles, sem eru hið helga gral Holmes-fræða. Graham Moore nýtir sér þetta leyndarmál í haganlega glæpasögu þar sem fremsti Holmes-fræðingur heims er myrtur, að því er virðist, fyrir það að hafa komist yfir bækurnar. Hefst nú mikill eltingarleikur og æv- intýralegur. Fróðleg bók þeim sem þekkja til Holmes, en söguþráð- urinn fullævintýralegur. Jasper Fforde – One of Our Thursdays is Missing bbbbn Það er erfitt að lýsa bókum Jasper Fforde, reynd- ar nánast ómögulegt vegna þess að þær lúta ekki venjulegum lögmálum. Víst fylgja þær sögu- þræði, en þegar maður reynir að rekja þann söguþráð fyrir fólki setur það fljótlega upp vor- kunnarsvip og snýr talinu að öðru. Reynum samt: Helsta söguhetja Ffordes, Thursday Next, starfsmaður ráðs þess sem fylgist með því að allt sé með kyrrum kjörum í skáldsagnaheiminum, hefur náð slíkri frægð að skrifuð hefur verið um hana bók og því til skáldsagnapersónan Thursday Next. Sú, þ.e. skáldsagnapersónan, starfar meðal annars við það að grennslast fyr- ir um óhöpp í skáldsagnaheiminum og svo fer að henni er falið að kanna hvað orðið hefur af hinni raunverulegu Thursday News, sem týnst hefur í einhverri bókinni. Inn í allt saman blandast síðan landamæradeilur milli djarfra skáldsagna og skvísubóka, átök um líkinganámu og svo má telja. Ótrúlega skemmtilegur grautur fyrir þá sem gaman hafa af bóklestri og velt hafa því fyrir sér hvað verður um persónurnar þegar bókinni er lokað. John Grisham – Theodore Boone bbmnn Það kemur varla á óvart að unglingabók eftir John Grisham sé nánast eins og fullorðinsbók eftir hann; eini munurinn að lögfræðingurinn hugumstóri er unglingur. Theodore Boone, sem er sonur lögfræðinga, hefur komið sér upp að- stöðu í kompu á skrifstofu foreldra sinnar og veitir þar ókeypis lögfræðiráðgjöf jafnöldrum sínum. Vandamálin sem hann leysir eru flest í samræmi við aldur umbjóðendanna, vandræði með gæludýr og ámóta, en svo fær hann morð- mál upp í hendurnar og leysir það, nema hvað. Þokkaleg afþreying sem gerist í fullkomnum amerískum smábæ. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur New York Times 1. Water For Elephants – Sara Gruen 2. The Jungle – Clive Cussler & Jack Du Brul 3. Sing You Home – Jodi Picoult 4. Love You More – Lisa Gar- dner. 1 5. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 6. The Girl With The Dragon Tattoo – Stieg Larsson 7. The Girl Who Played With Fire – Stieg Larsson 8. Tick Tock – James Patterson & Michael Ledwidge 9. A Discovery of Witches – Deborah Harkness 10. The Lincoln Lawyer – Michael Connelly Waterstone’s 1. Dr Seuss on the Loose – Dr Seuss 2. Tales from Winnie-the-Pooh – A.A. Milne o.fl. 3. The Teacher’s Tales of Terror – Chris Priestley & Philip Reeve 4. S.W.I.T.C.H.: Bug Battle – Ali Sparkes o.fl. 5. Solar – Ian McEwan 6. Started Early, Took My Dog – Kate Atkinson 7. One Day – David Nicholls 8. Theodore Boone – John Grisham 9. Jamie’s Monster Bake Sale – Jamie Oliver 10. Room – Emma Donoghue Amazon.com 1. Heaven is for Real – Todd Burpo 2. Now Eat This! Diet – Rocco DiSpirito 3. The 17 Day Diet – Mike Moreno 4. Love Wins – Rob Bell 5. Moonwalking with Einstein – Joshua Foer 6. Unbroken – Laura Hillen- brand 7. Now Eat This! – Rocco DiSpirito 8. The Social Animal – David Brooks 9. The Immortal Life of Henri- etta Lacks – Rebecca Skloot 10. Cutting for Stone – Abraham Verghese Bóksölulisti Lesbókbækur M ikið hefur verið rætt um banda- ríska rithöfundinn Téu Obreht vestan hafs og orðstír hennar borist austur um haf. Það er fyrsta bók hennar, The Tigers Wife, sem vekur svo mikla athygli banda- rískra bókaspekúlanta og les- enda, en bókin, sem kom út í þarsíðustu viku, situr nú í ellefta sæti metsölulista New York Times, er ofarlega á ýmsum sölulistum Amazon og á stutt- lista Orange-verðlaunanna, ensku kvennabókmenntaverð- launanna. Ekki er bara að The Tiger’s Wife hafi vakið athygli lesenda vestan hafs heldur þykir mönn- um líka Téa Obreht mikið efni og má nefna að hún var á lista tímaritsins New Yorker yfir þá tuttugu höfunda yngri en fer- tugir sem efnilegastir voru og Bókmenntastofnun Bandaríkj- anna, The National Book Foundation, valdi hana einnig sem eina af þeim fimm rithöf- undum yngri en 35 ára sem menn ættu helst að gefa gaum og svo má telja. (Til gamans má geta þess að af þeim fimm rit- höfundum sem stofnunin taldi efnilegasta voru fimm konur.) Fædd í landi sem ekki er til lengur Téa Obreht fæddist í Belgrad í Júgóslavíu 1985 og var gefið nafnið Téa Bajraktarevic. Hún fluttist með fjölskyldu sinni til Kýpur þegar hún var sjö ára, en þá logaði allt í illdeilum og stríðsátökum í Júgóslavíu og ríkjabandalagið að leysast upp. Obreht segist hafa skrifað frá barnsaldri. Þannig hafi hún ver- ið búin að ákveða að verða rit- höfundur og farin að skrifa stutta leikþætti og vinjettur átta ára gömul þegar fjölskyldan bjó á Kýpur. Frá Kýpur lá leiðin til Egypta- lands og síðan til Bandaríkjanna 1997 og þar hefur Obreht búið síðan. Hún stundaði nám við Háskóla Suður-Kaliforníu í Los Angeles og lauk mastersgráðu frá Cornell-háskóla. Obreht hefur lýst því þegar hún kom í tíma í skapandi skrif- um í Háskóla Suður-Kaliforníu og las fyrir bekkinn smásögu sem hún hafði skrifað um dauf- dumba konu sem starfar með tígrisdýri í fjölleikahúsi og flýr síðan með tígrisdýrinu. Að sögn Obreht var sagan slæm, reyndar skelfileg að öllu leyti, en hún henti henni þó ekki, heldur nýtti hún hugmyndina í bókina The Tiger’s Wife og tileinkaði hana afa sínum Štefan Obreht, sem lést 2006, en hún notar ein- mitt eftirnafn hans sem lista- mannsnafn. Gott að læra með því að kenna Listnámið í Cornell hjálpaði henni við að gera úr hugmynd- inni bók, enda segir hún að það að þurfa að lesa verk annarra á gagnrýninn hátt sé góð lexía í því hvernig eigi að setja saman sögur og hvað maður eigi ekki að gera. Ekki sé minna um vert að kennsla sé hluti af náminu og fátt gagnlegra við nám en kennsla. Hún hófst svo handa við skrif á bókinni vorið 2007, en segist hafa áttað sig á er hún settist við að hún hefði í raun verið að hugsa um hana árum saman. Sögumaður The Tiger’s Wife er ungur læknir, Natalia, og hef- ur frásögnina þar sem hún er á leið til þorps með bóluefni fyrir börn. Landið sem hún býr í er ekki tilgreint, en dylst ekki að hún er að lýsa landi á Balk- anskaga, greinilega einu af ríkj- unum sem mynduðu Júgóslavíu í kjölfar þess að landið sundr- aðist í ótal hluta og skyndilega var ekki lengur hægt að heim- sækja ættingja eða vini í öðrum landshlutum; kunnuglegar slóðir urðu að framandi landi. Ekki löngu eftir að hún er lögð upp í ferðina berst Nataliu sú frétt að afi hennar hafi látist úr sjúkdómi á dularfullu ferða- lagi og amma hennar og móðir eðlilega mjög undrandi; þær vissu ekki að hann væri veikur, en Natalia vissi það, hélt því leyndu fyrir orð afa síns. Það leyndarmál var þó ekki það eina sem þau deildu, því hann sagði henni sögur og þær sögur mót- uðu líf hennar, eins og hún rek- ur söguna, þá aðallega tvær sög- ur, annars vegar af ódauðlega manninum og af eiginkonu tígr- isdýrsins. Afinn er líka læknir, en Obreht lét þau orð falla í við- tali að sagan væri um lækna og reynslu þeirra af dauðanum í blóðugum átökum Balkanskaga síðustu áratugi. Fljótlega áttar Natalia sig á að ferðin dularfulla sem afinn var í þegar hann lést var farin til að finna ódauðlega manninn og þegar hún heldur af stað til að grafast fyrir um sannleikann áttar hún sig ekki bara á upp- runa sínum heldur verður hún margs fróðari um sögu heima- lands síns. Téa Obreht er talin með efnilegustu rithöfundum Bandaríkjanna. Töfraraunsæi og tígriskonan Mikið er látið með bandaríska rithöfundinn Téu Obreht vestan hafs um þessar mundir og fyrsta skáldsaga hennar er lofuð fyrir töfraraunsæislega frásögn af örlögum í ólgu- sjó vopnaðra átaka á Balkanskaga. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.