SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 22
22 27. mars 2011 Spennuþrungið andrúmsloft við þinghúsið í Riga. Þ að var ógn í loftinu, eitthvað sem maður hafði aldrei skynjað áður. Lyktin frá eldunum var einhvers konar tákn um nýja tíma, gömlu Sovétríkin voru að brenna upp og nýir tímar í vændum. Fólk var út um allt, tilbúið að láta lífið fyrir frelsið og sjálfstæðið. Fyrir okkur Íslendingana, Jón Baldvin Hannibalsson og fylgdarlið hans, ásamt mönnum frá flestum fjölmiðlum á Íslandi, sem vissu varla hvað sneri fram og aftur á byssum, var þetta skrítið um- hverfi. Við vorum eins konar óttalaus hópur í umhverfi sem enginn hafði kynnst áður. Vissum að við vorum að skrásetja stóran atburð í mannkynssög- unni. Það lá í loftinu að Borís Púgó, innanrík- isráðherra Sovétríkjanna, myndi gera at- lögu að fólkinu á götunum. Svarthúfusér- sveit hans hafði þegar drepið fjórtán manns í Vilníus, skotið fólk og keyrt yfir það á skriðdrekum. Þess má geta að Púgó var sumarið eftir einn af höfuðpaurunum í uppreisninni gegn Gorbatsjev. Þegar ljóst var að hún hefði mistekist skaut hann konu sína og síðan sjálfan sig. Það var eins og að ganga inn á leiksvið í Vesalingunum eftir Victor Hugo, reyk- urinn og lyktin gerðu umhverfið svo óraunverulegt. Fólk sat við eldana í kuldaúlpum, hlustaði á útvarp og beið eftir fréttum af því hvort einhverjar þjóð- ir myndu viðurkenna sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna. Fólkið beið milli vonar og ótta – hvort á það yrði ráðist og hvort reynt yrði að brjóta sjálfstæðisbaráttuna á bak aftur. Það setti eflaust strik í reikn- inginn að stríð var hafið við Persaflóa og augu heimsins beindust að því. Fólkið við eldana var vingjarnlegt og maður gat gengið að öllum og myndað án þess að verða fyrir aðkasti. Það var eins og allir vissu að við værum frá Íslandi sem allir horfðu nú til sem bandamanns í sjálf- stæðisbaráttunni. Maður var stoltur að finna að fólkið treysti á að litla Ísland legðist á sveif með því gegn Sovétveldinu. Ekki var á vísan að róa með önnur lönd eins og staðan var, Gorbatsjev var með miklar umbætur í farvatninu og stærri ríki vildu ekki rugga bátnum. Við Pétur Gunnarsson, þá blaðamaður á Morgunblaðinu, komum beint til Riga úr Heklugosi, sem hófst daginn áður. Það tók langan tíma að komast inn í landið og skrítið að koma frá frjálsu landi og upplifa skrifræði sem manni fannst byggjast á tortryggni og forsjárhyggju. Allt var skoðað í krók og kring og gefa varð upp alla peninga sem maður var með á sér. Sviplaus andlit Sovétríkjanna fylgdust með hverri hreyfingu. Fáir töluðu ensku á götunum og erfitt að gera sig skiljanlegan. Eldri maður, sem sat við varðeld, gaf sig á tal við mig og spurði hvort ég áttaði mig á því að yrði gerð árás yrði skotið á okkur fréttamenn- ina. „Þeir vilja ekki að myndir og fréttir komist út.“ Ég svaraði honum í einfeldni að ég gerði mér grein fyrir því en óttaðist það ekkert sérstaklega. Maðurinn brosti, gaf mér súpu og sagði að við yrðum verndaðir eins og hægt væri. Honum líkaði svarið þegar við kvöddumst við bálköstinn. Ég gekk í burtu og velti fyrir mér hvort hann vissi eitthvað meira en ég. Grunaði hann að árás yrði gerð á fólkið? Menn voru nokk- uð vissir um að svo færi en vonuðu að það gerðist ekki. Þorfinnur Guðnason, kvik- myndatökumaður sjónvarpsins, og Jón Ólafsson fréttamaður, sem talar rúss- nesku, gengu um æðrulausir og kvik- mynduðu allt sem fyrir augu bar. „Ef skotið verður á okkur þá skjóta þeir örugglega Þorfinn og Jón fyrst. Það ber meira á þeim en manni með litla mynda- vél,“ hugsaði ég með mér. Þeir voru líka svo frakkir og hikuðu aldrei, gengu alltaf beint til verks. Leyniskytturnar voru örugglega búnar að koma auga á þá. Notaði ekki flass Ég gekk um götur alla nóttina og fram í dögun og myndaði allt sem fyrir augu bar í þeirri birtu sem var til staðar – reyndi að fanga andrúmsloftið án þess að nota flass sem hefði skemmt raunveruleika- stemninguna á götunum, götum sem voru fullar af alls konar tálmum, vörubílum og steypuklumpum. Á rölti heim að hót- elinu, Ridzene, sem var beint á móti inn- anríkisráðuneytinu, og framhjá styttu af rithöfundinum Janis Rainis í garðinum rétt hjá, óraði mig ekki fyrir því að það ætti eftir að draga til tíðinda daginn eftir. Rétt við hótelið var ljós Volga-bifreið og tveir menn, annar rölti hjá en hinn sat á bekk og las dagblað. Þeir þóttust ekki taka eftir mér þegar ég gekk framhjá þeim. Þessi bíll átti eftir að elta okkur til hinna landanna og vera stöðugt í nálægð við hótelin okkar. Ég hafi tekið niður bíl- númerið og þekkti því bílinn. Myrtur skömmu síðar Það var eimur af brennandi trjábolum í Riga þegar við gerðum okkur klára í að færa okkur yfir til Vilníus. Við biðum í anddyrinu á hótelinu, það var uppi reki- stefna út af tösku Jóns Baldvins sem hafði verið fjarlægð úr herbergi hans og fannst síðar í anddyrinu. Það var taskan sem tafði brottför af hótelinu. Meðan við biðum gaf ég mig á tal við Fólk fylgist áhyggjufullt með fréttum í Riga og bíður milli vonar og ótta.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.