SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 45
27. mars 2011 45 Lesbók Ég er meistaranemi í þjóðfræði en í því námi er mikið af skemmtilegum bókum og áhugaverðu fræðilegu efni. Ég reyni þó eftir fremsta megni að hafa gott jafnvægi á lestri fræðilegs efnis og efnis sem léttir svolítið á heilanum. Svo skemmtilega vill til þessa dag- ana að á mínum borðum liggja bæði fræðibækur og fantasíur sem fjalla um galdra, álfa og aðrar yfirnáttúrulegar verur á einhvern hátt. Á skrifborðinu er ég með doðrantinn Religion and the Decline of Magic frá árinu 1971 en þar rekur sagn- fræðingurinn Keith Thomas fyrir okkur trúarlífi Englend- inga á síðmiðöldum og upp- hafi endurreisnar, trúarlíf sem hélt upp á Guð, nornir, drauga og álfa. Í fræðibóka bunkanum er líka The Secret Common- wealth, lítil og nett en engu minna áhugaverð en doðrant- urinn. Höfundurinn var prest- urinn Robert Kirk sem var fæddur um miðja 17. öldina, trúmaður mikill jafnt á Guð á himnum sem þær yfirnátt- úrulegu verur sem hann skrif- ar um. En Í The Secret Com- monwealth segir Kirk frá ýmsum yfirnáttúrulegum ver- um sem hann og sam- tímamenn hans trúðu á og umgengust af varkárni og óttablandinni virðingu. Það er því ómetanleg samsetning að lesa fyrst úttekt sagnfræðings- ins á yfirnáttúrulegu trúarlífi og nota svo bók Kirk eins og tímavél til að raunverulega sjá hvernig fólk hugsaði og talaði um þessa nágranna sína í yf- irnáttúrulegum heimi. Á nátt- borðinu ræður svo ríkjum Discworld fantasían Lords and Ladies eftir Terry Prac- hett; en Discworld sögurnar gerast í flötum heimi sem hvílir á baki fjögurra fíla sem standa á baki risaskjaldböku sem flýtur um himingeiminn. Í þessari bók takast nornirnar Granny Wetherwax og Nanny Ogg á við illviðráðanlega álfa á sjálfri Jónsmessunni, sem er göldrum slunginn tími þar sem allt getur gerst og enginn tími til að láta sig dreyma eins og fram kemur á bakhlið bók- arinnar. Saman mynda þessar þrjár bækur alveg stórkostlega heild fulla af göldrum, álfum, nornum, fróðleik og skemmt- un þar sem mörk raunveru- leika og ímyndunar verða óljós og allt er hægt. Hugar- heimur minn við lesturinn er á þeirri leið að ef ég mætti álfi á götu og ætti við hann sam- skipti þætti mér það eflaust hinn eðlilegasti og hversdags- legasti atburður. Hvort sem ég væri stödd á Englandi fyrir rúmlega 300 árum, á Diskn- um í fantasíuheimi Prachett eða á stéttinni fyrir framan Háskólann. Lesarinn Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðinemi Galdrar og álfar, fræði og fantasía Discworld-sögur Terry Prachett gerast í flötum heimi sem hvílir á baki fjög- urra fíla sem standa á baki risaskjaldböku sem flýtur um himingeiminn. Breskir bókaútgefendur eru áhyggjufullir enda hefur bóksala dregist saman síðustu ár og dregst enn saman; 344 milljón eintök seldust 2008, en 339 milljón eintök á síðasta ári. Verðmæti dróst saman að sama skapi. Sala á rafrænum bókum er rétt rúmt prósent af sölunni, sem er mun minna en menn höfðu vænst. Hún hefur þó auk- ist umtalsvert það sem af er þessu ári, en það skapar ný vandamál að því er kom fram á ráðstefnu bókaútgefenda í Lundúnum fyrir stuttu. Á und- anförnum árum hefur bóka- markaður þar orðið gjafa- markaður og mörgum þykja rafrænar bækur klénar gjafir. Kindle hefur yfirburði í Bretlandi. Samdráttur í Bretlandi LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar HLJÓÐHEIMAR 26.2. - 22.5. 2011 Salur 2 15.-27. mars: ROCK'N ROLL OG FJÖLSKYLDU-KVINTETTINN frá 2003 - innsetning og videóverk eftir Curver Thoroddsen VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14.00 um allar sýningar safnsins í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings. SAFNBÚÐ - HönnunarMars 24.-27. mars Kynning á hönnuðinum Rósu Helgadóttur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar ÞRYKKT, samsýning með sögulegu ívafi. 16 íslenskir grafíklistamenn. Byggðasafn Reykjanesbæjar: Völlurinn, sögusýning Bátasafn Gríms Karlssonar: 100 bátalíkön Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn HönnunarMars í safninu: Á gráu svæði Hrafnhildur Arnardóttir (23.3. - 29.5. 2011) GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ Ásmundarsalur: Brynhildur Þorgeirsdóttir HUGARLUNDUR Listamannaspjall sunnudaginn 27. mars kl. 15:00 Gryfja: Jón Henrysson ÞOLGÆÐI Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar Kvon - Stoppað í fat - Útskornir stokkar og kistlar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 IS(not) | (EI)land Samstarf 5 pólskra ljósmyndara og 5 íslenskra rithöfunda og Úr kössum og koffortum Gamlar ljósmyndir frá Hveragerði og nágrenni OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Sunnudaginn 27. mars kl. 15 Listamannsspjall – Sigtryggur B. Baldvinsson 19. mars – 1. maí 2011 Varanlegt augnablik Sigtryggur B. Baldvinsson og Þorri Hringsson Birgir Andrésson og vinir Eggert Pétursson, Egill Sæbjörnsson, Kristinn E. Hrafnsson, Magnús Reynir Jónsson og Ragna Róbertsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.