SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 27.03.2011, Blaðsíða 36
36 27. mars 2011 N ei, hver þremillinn!“ Þannig eru fyrstu við- brögð Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins, er hann heyrir erindi blaðamanns, sem spyr hann út í hóg- væran hárvöxtinn fyrir ofan efri vör í tilefni af mottumars. „Það hlaut að enda þannig,“ bætir hann við og yppir öxlum – gott ef glittir ekki í bros undir mottunni. – Hvað hefurðu safnað lengi? „Bara síðan 1. mars.“ – Og hvernig viðbrögð færðu? „Afskaplega lítil,“ svarar Stefán og hlær dátt. „Út af því að fólk sér ekki mottuna nema það komi mjög nálægt. Hún er bæði frekar lítil og aumingjaleg – og það ber lítið á henni. Ég hef ekki farið sömu leið og nokkrir aðrir, sem hafa litað hana, þannig að hún er í sama músarlitnum og annað.“ – En heima fyrir? „Ja, konan er bara nokkuð ánægð með þetta. Áhuginn hefur ekki minnk- að, eigum við ekki að orða það þann- ig.“ – Fylgja þessu söfnunarátaki engin trúverðugleikavandamál? Enn hlær Stefán. Og er ekki byrjaður að svara. „Nei, nei, ég held nú ekki,“ segir hann svo. „Ég held að trúverðugleiki manna fari nú ekki eftir því hvernig þeir líta út, en þetta er nú svolítið óvenjulegt hjá mörgum.“ – Eru meira og minna allir með mottu á lögreglustöðinni? „Það eru ótrúlega margir sem taka þátt í þessu með einum eða öðrum hætti, en ég veit ekki hvað veldur. Kannski það að fyrir rúmu ári misstum við einn góðan félaga okkar úr krabba- meini. Það var leið til að takast á við það, að taka þátt í þessu ágæta átaki. Og það er sama hugsun á bak við það núna, bæði sýna menn samstöðu með félögum sínum sem hafa og eru að berjast við þennan sjúkdóm, og svo með þessum góða málstað. Þetta hefur dekkri hliðar, þótt menn brosi út í annað líka.“ – Heldurðu að átakið veki menn til umhugsunar? „Já, já, það er engin spurning. Þetta gerir ótalmargt, átakið opnar um- ræðuna, menn eru óhræddir við að tala um þessa hluti, óhræddir við að fræða hver annan, og það er bara af hinu góða. Því fyrr sem svona mein upp- götvast, því betra er að takast á við það. Þetta er frábært framtak hjá Krabbameinsfélaginu, það er enginn vafi.“ – Hvað ætlið þið að gera við hóp- myndina? „Ég hef ekki hugmynd um það, bara setja hana á vefinn og dreifa henni. Við ætlum ekki að fara í Kringluna að árita hana, ef þú ert að fiska eftir því.“ Halda sig á mottunni Lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu er ábúðarfullur með efrivararskegg. Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildarinnar, Stefán Eiríksson lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildarinnar taka allir virkan þátt í átaki Krabbameinsfélagsins. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu er á meðal efstu liða í átak- inu mottumars sem lýkur um helgina, en safnað er áheitum á síðu Krabbameins- félagsins, mottumars- .is. Heilsað var upp á skeggprúða lagaverði undir lok vikunnar. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Júlíus Sigurjónsson julius@mbl.is ’ Bæði sýna menn samstöðu með fé- lögum sínum sem hafa og eru að berjast við þennan sjúkdóm, og svo með þessum góða málstað. Þetta hefur dekkri hliðar, þótt menn brosi út í annað líka.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.