SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Qupperneq 8
8 8. maí 2011 Það er líklega óhætt að segja að allir lykilleikmenn spænska landsliðsins komi frá tveimur stærstu lið- um landsins, Real Madrid og Barcelona. Af tuttugu og þriggja manna hópnum sem Vicente del Bosque tók með á heimsmeistaramótið í Suður-Afríku síð- asta sumar voru hvorki fleiri né færri en þrettán leik- menn frá stórliðunum tveimur. Voru það sömu þrett- án leikmenn og tóku þátt í hinum fjórum þáttum risaslagsins á síðustu dögum. Þar af eiga Börsungar átta leikmenn. Markvörð- urinn Víctor Valdés var sá eini sem ekkert lék á mótinu en hinir sjö, þeir Gerard Piqué, Carlos Puyol, Xavi Hernández, Andrés Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez og David Villa gegndu allir stóru hlutverki í að Spánverjar stóðu uppi sem heims- meistarar í fyrsta skipti. Madrídingar áttu fimm fulltrúa í hópnum, þar á meðal fyrirliða og markvörð landsliðsins Iker Cas- illas. Auk hans voru þeir Sergio Ramos, Raúl Albiol, Álvaro Arbeloa og Xabi Alonso á meðal leikmanna Spánverja á mótinu í Suður-Afríku. Landsliðið háð stjörnu- leikmönnum Real Madrid og Barcelona Á meðan allt lék í lyndi. Spænsku landsliðsmennirnir fagna heimsmeistaratitlinum árið 2010. Reuters V ið eigum við vandamál að stríða,“ sagði Vicente del Bosque, landsliðs- þjálfari Evrópu- og heimsmeistara Spánverja í knattspyrnu, við spænska blaðamenn í síðustu viku stuttu eftir fyrri undanúrslitaleik Real Madrid og Barce- lona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn var sá þriðji á örfáum dögum á milli þessara erki- fjenda á Íberíuskaganum og var hann fjarri því að vera sú fótboltaveisla sem áhorfendur höfðu vonast eftir. Þess í stað verður hans minnst sem einhvers eldfimasta leiks síðari ára þar sem bæði lið sýndu sínar verstu hliðar. Ítrekað sló í brýnu á milli leikmanna þegar Madrídingar reiddust yfir leikrænum tilburðum Katalón- anna sem á móti æstu sig yfir föstum leik mót- herjanna. Engu var líkara en að borgarastríð væri brostið á að nýju á Spáni. Það er vandamálið sem del Bosque vísaði til. Spænska landsliðið hefur drottnað yfir al- þjóðlegri knattspyrnu undanfarin ár og hlýtur að teljast sigurstranglegt á lokamóti Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer á næsta ári í Póllandi og Úkraínu. Einn helsti styrkleiki liðs- ins auk knattspyrnuhæfileikanna hefur verið sterk liðsheild og góður andi innan hópsins. Nú óttast menn að þau hjaðningavíg sem leikirnir fjórir á milli Real og Barça leystust upp í hafi varanlega skaðað samband spænsku landsliðs- mannanna þrettán sem koma frá liðunum tveimur. Viðurnefni landsliðsins er la furia roja – rauði ofsinn. Hættan er að ofsinn hafi orðið of mikill í kringum leikina fjóra. Fyrstu brestirnir komu í raun fram í deild- arleik liðanna á Nývangi í vetur þegar heima- menn í Barcelona niðurlægðu gestina 5-0. Á lokamínútunum reyndi spænski bakvörðurinn Sergio Ramos að brjóta sókn Leo Messi á bak aft- ur með því að reyna nánast bókstaflega að brjóta smávaxna snillinginn í sundur með harkalegri tæklingu. Í æsingnum sem fylgdi í kjölfarið hrinti Ramos landsliðsfélaga sínum Carles Puyol og hnakkreifst við Xavi Hernández, sem hann stjakaði einnig við, á leið sinni af velli. Með þeirri hrinu fjögurra leikja sem hófst með deildarleik á Santiago Bernabéu í Madrid fór hins vegar allt úr böndunum. Eftir leikinn var mið- vörður Barcelona, Gerard Piqué sagður hafa ögrað landsliðsfélögum sínum fyrir utan bún- ingsklefana með því að Börsungar hefðu svo gott sem tryggt sér sigur í deildinni með 1-1 jafn- teflinu. Þá á hann að hafa hrópað: „Litlu Spán- verjar, næst ætlum við að vinna bikar kóngsins ykkar.“ Næsti leikur liðanna var úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar en hún er kennd við konung landsins. Piqué er hins vegar Katalóni sem hefur gjarnan hulið sig fána héraðsins þegar mikið liggur við. Í úrslitaleiknum sem Madrídingar unnu í framlengingu rauk blóðþrýstingur Börsunga upp þegar Álvaro Arbeloa virtist stíga viljandi á David Villa. Þegar liðin stilltu sér upp í Madríd fyrir fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrri viku lá við að frysi á milli spænsku lands- liðsmannanna, svo köldu andaði á milli þeirra. Arbeloa og Villa horfðust ekki einu sinni í augu þegar þeir tókust í hendur. Það sem á eftir fylgdi var báðum liðum og spænskri knatt- spyrnu til skammar. Heimamenn í Real notuðu hvert tækifæri til þess að skilja skóför sín eftir á fótum andstæð- inga sinna sem endaði með því að Brassinn Pepe var rekinn út af. Þeir hvítklæddu voru hins veg- ar viti sínu fjær af bræði yfir látalátum sókn- armanna Barcelona sem hentu sér í jörðina við minnsta tilefni og lágu eftir eins og þeir hefðu verið skotnir á færi. Voru þeir sérstaklega ósátt- ir við spænsku leikmenn Barça, þá Pedro og Sergio Busquets sem þóttu hafa unnið sérstakan leiksigur í tilburðum sínum. Auk allra beinu átakanna á milli spænsku leikmannanna hlýtur það andrúmsloft tortryggni og haturs sem ein- kenndi rimmur liðanna innan og utan vallar með ásökunum um samsæri, ofbeldi og leik- araskap að hafa áhrif á samskipti keppinaut- anna í landsliðinu. Eftir það sem á undan er gengið er erfitt að sjá fyrir sér hvernig gróið getur um heilt á milli leikmanna andstæðra fylkinga í bráð. Lands- liðið kemur næst saman í byrjun júní fyrir vin- áttuleik við Bandaríkin en del Bosque er ómyrkur í máli um skrípaleikinn á milli leik- manna sinna. „Þeir leikmenn sem standa ekki undir trausti okkar eða koma með það slæma andrúmsloft sem er ríkjandi með sér í landsliðið verða að taka afleiðingum gjörða sinna. Þeir verða einir ábyrgir fyrir því hvort þeir ávinna sér eða tapa þeim forréttindum að tilheyra spænska landsliðinu.“ Allt fer í bál og brand á milli leikmanna Real Madrid og Barcelona í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Spænsku lands- liðsmennirnir Raúl Albiol, Gerard Piqué og David Villa eru í miðri þvögunni en Sergio Ramos reynir að halda aftur af Carles Puyol. Reuters Rauði ofsinn Landslið Spán- verja í vanda Vikuspegill Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Spánverjar eru efstir í undanriðli sínum fyrir lokakeppni Evr- ópukeppninnar sem fram fer í Póllandi og Úkraínu á næsta ári. Hefur liðið unnið alla fimm leiki sína en með því í riðli eru Tékkar, Skotar, Lithá- ar og Liechten- steinbúar. Eru þeir sex stigum á undan Tékkum og eiga þrjá leiki eftir; gegn Liech- tenstein og Skotum heima og Tékkum úti. Eru Spánverjar því sem næst búnir að tryggja sér sæti á lokamótinu. Á leiðinni á EM 2012 flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.