SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 10
10 8. maí 2011
É
g hef orðið vör við það að undanförnu að það er af-
skaplega stutt í kraumandi reiði og gargandi bræði okkar
Íslendinga, þegar við verðum vör við það, að talsmenn
nýju bankanna kynda undir þeirri fáránlegu afsökunar-
umræðu sem var stöðugt í gangi hér á uppgangstíma hinna föllnu
banka. Þar á ég við að þeir sem eru í forsvari fyrir nýju bankana eru
strax farnir að gæla við að koma hér á sérstöku hvatakerfi í launa-
kerfi bankastarfsmanna.
Þeir vilja sem sé á nýjan leik
árangurstengja störf banka-
starfsmanna, þannig að banka-
menn fái sérstaka umbun, þeg-
ar þeir landa „góðum dílum“,
auka veltu og þess háttar.
Þessir „góðu menn“, sem ég
held að séu alls ekkert svo góð-
ir, leyfa sér nú að nota gamla
sönginn um samkeppnishæfni.
Það er þvílík ósvífni að leyfa sér
að taka sér það orð í munn,
þegar um venjulega banka-
starfsemi er að ræða, að það er
varla orðum á það eyðandi. Slík
umræða misbýður okkur Ís-
lendingum, sem erum enn að
súpa seyðið af bankahruni og
munum halda áfram að súpa,
ég veit ekki hversu lengi.
Landsbankinn nýi hélt aðal-
fund sinn fyrir rúmri viku og
þá hóf formaður bankaráðs
Landsbankans, Gunnar Helgi Hálfdánarson, upp raust sína og
sagði að Landsbankinn undirbyggi nú að innleiða hvatakerfi fyrir
starfsmenn bankans, líkt og var við lýði í fjármálastofnunum
landsins fyrir bankahrun.
Í fréttum af aðalfundinum kom fram að tillaga bankaráðs um
nýja starfskjarastefnu hefði verið samþykkt á aðalfundinum.
Hvatakerfið yrði þó ekki tekið upp fyrr en Fjármálaeftirlitið hefði
sett reglur um kauprétti og kaupaukagreiðslur.
Bankaráðsformaðurinn sagði hvatakerfið nauðsynlegt til að
„tryggja samkeppnisfærni bankans“. Og Gunnar Helgi beit höf-
uðið af skömminni með því að segjast hafa skilning á því að inn-
leiðing hvatakerfis, líkt og var við lýði í fjármálastofnunum fyrir
efnahagshrun, kynni að skjóta fólki skelk í bringu en hann teldi
eigi að síður að rétt væri að stefna að því.
Hér talar vanhæfur bankaráðsformaður! Fullkomlega vanhæfur
og alls ekki í nokkru sambandi við eigendur þess banka sem hann
starfar hjá sem stjórnarformaður – íslensku þjóðina. Hann hefur
nákvæmlega engan skilning á því að svona áform skjóti fólki skelk
í bringu, því fólk er yfirhöfuð alls ekkert skelkað. Það er bara
bandbrjálað af reiði, réttlátri reiði og það er mjög skiljanlegt. Ég
þekki engan sem er skelkaður yfir þessum áformum, en mjög
marga sem eru öskureiðir.
Ég hef verið spurð: Halda þessir menn að við Íslendingar séum
upp til hópa heilalausir hálfvitar? Halda þeir að þeir komist upp
með það, að taka annan snúning á þjóðinni, svona korteri eftir
hrun? Halda menn að venjuleg bankastarfsemi sé einhver geimvís-
indi? Er það eitthvað sem ber að verðlauna sérstaklega, og þá á
þann veg að það kosti okkur sem borgum vextina, að geta lánað út
peninga á örlítið meiri vöxtum en innlán bera? Hvað er svona flók-
ið við það? Hafa ekki mörg hundruð fyrrverandi bankastarfsmenn
tapað atvinnu sinni? Misstu þeir ekki vinnuna við það að banka-
kerfið hrundi og það endurreista er svo miklu smærra í sniðum og
þarf því mun færri starfsmenn? Eru þeir frá Goldman Sachs, JP
Morgan, Deutsche Bank, Sumi Tomo Bank og öðrum fjár-
málastofnunum á heimsmælikvarða, að reyna að kaupa til sín ís-
lenska bankasnillinga? Um hvaða samkeppnisástæður er banka-
ráðsformaðurinn að tala?
Nei, Gunnar Helgi og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins. Þið skuluð ekki láta ykkur dreyma um að reyna að kokka
saman eða sitt í hvoru lagi nýtt kaupréttar- og kaupaukakerfi. Þið
verðið einfaldlega kveðnir í kútinn með slík áform og það verður
íslenska þjóðin sem sér um þann kveðskap.
Gamli söng-
urinn að
hefjast á ný
’
Þið skuluð ekki
reyna að kokka
saman eða sitt í
hvoru lagi nýtt kaup-
réttar- og kaup-
aukakerfi. Þið verðið
einfaldlega kveðnir í
kútinn með slík áform
Gunnar Helgi
Hálfdánarson
Gunnar Þ.
Andersen
7.00 Starfsfólk Radisson hót-
elsins er svo elskulegt að hengja
International Herald Tribune á
hurðarhúninn hjá mér á hverj-
um morgni svo að ég byrja á að
fletta blaðinu og les nokkrar
greinar áður en ég kveiki á tölv-
unni. Skoða póstinn, svara því
nauðsynlegasta og framsendi
póst á félaga mína í íslenska
hópnum. Eitt rúnnstykki og
kaffi í morgunmat ásamt ávöxt-
um. Verður að nægja fram yfir
hádegi og kannski rúmlega það.
9.00 Gert klárt fyrir ferð með
starfsfólki RÚV á Esprit-
leikvanginn þar sem ætlunin er
að fara í tökur vegna innslags
um tæknimálin í kringum Euro-
vision-keppnina. Kynni Lovísu
Árnadóttur frá RÚV fyrir Silje
Marie Lien blaðafulltrúa norska
hópsins, en Stella Mwangi
fulltrúi Noregs verður með æf-
ingu í dag og Lovísa ráðgerir að
taka við hana viðtal að henni
lokinni.
9.20 Leggjum af stað með allt
okkar hafurtask í Esprit Arena.
Þar sem við höfum gefið þýska
aðstoðarfólkinu okkar Denise
Manz og Andres Tennstedt sem
og rútubílstjóranum frí í dag,
förum við með sporvagni nr. 78
sem stoppar rétt hjá hótelinu og
ekur beina leið á leikvanginn.
Finnum okkur borð til að vinna
við í blaðamannahöllinni og
merkjum það með íslenska fán-
anum.
10.00 Fer af stað ásamt
Ragnari Santos upptökustjóra,
Jóni Páli Pálssyni tökumanni og
Lindu Þórðardóttur aðstoðar-
liðsstjóra til að hitta Svein Erik
Schmidt aðstoðarhljóðstjóra
Eurovision-keppninnar. Hann
sýnir okkur vinnuaðstöðuna
baksviðs og fyrir utan höllina,
sem er lokuð öllum nema
tæknistjórum og starfsfólki
þeirra. Svein Erik er einstaklega
hjálplegur og útskýrir tækja-
búnaðinn og hvernig tækniferl-
arnir ganga fyrir sig. Hann leiðir
okkur um tækniþorpið eins og
svæðið þar sem allir upptöku-
og útsendingabílarnir eru stað-
settir er kallað. Dágóður tími fer
í að skoða útsendingabílana,
línumiðstöðina, hljóðverin,
stjórnstöðina fyrir grafíkina og
ljósin og aðra aðstöðu baksviðs.
Að þessu loknu lítum við á æf-
ingu norska hópsins á sviðinu
áður en við förum aftur í blaða-
mannahöllina.
12.00 Á óformlegan fund
með Jon Ola Sand, sem er yf-
irmaður keppninnar, en við
kynntumst í Kaupmannahöfn
2001 þegar ég var liðsstjóri ís-
lenska hópsins í fyrsta sinn. Þá
var hann liðsstjóri norska hóps-
ins í fyrsta skipti. Sagði hann
mér að verið væri að vinna í
þeim breytingum sem við ósk-
uðum eftir að gerðar yrðu á lita-
samsetningu í ljósagrafík og
myndvinnslu fyrir aðra sviðsæf-
ingu okkar sem verður á morg-
un.
12.42 Hef samband við Hel-
en Brodin blaðafulltrúa sænska
hópsins til að staðfesta viðtal
sem ég var búinn að bóka fyrir
Lovísu við sænska söngvarann
Erik Saade. Kveð Felix Bergsson
sem fer heim á hótel þar sem
Sjonni’s Friends munu æfa lagið
og fara í gegnum söngsyrpu sem
ætlunin er að flytja á blaða-
mannafundi eftir sviðsæfinguna
á morgun.
12.49 Ólafur Páll Gunn-
arsson hringir og spyr hvort ég
sé til í að veita stutt útvarps-
viðtal eftir 50 sekúndur, sem er
auðsótt mál. Að viðtalinu loknu
hitti ég nokkra blaðamenn.
14.00 Peter Fenner og Jo-
nathan Kernan mæta í blaða-
mannahöllina, en þeir eru
breskir Eurovision-sérfræð-
ingar sem hafa aðstoðað íslenska
hópinn á ýmsan hátt í áratug.
Við förum yfir málin en síðan
sest Peter niður með Hrafnhildi
Halldórsdóttur sem verður
kynnir í ár og þau fara yfir þær
hugmyndir sem hún er búin að
setja niður á blað varðandi
kynningar. Peter hefur skrásett
hjá sér allskyns staðreyndir um
keppnina í gegnum tíðina og er
ótrúlega vel að sér í fræðunum.
15.30 Peter fer út í höllina
til að fylgjast þar með æfingum
og Hrafnhildur stingur upp á að
við notum tækifærið til að fá
okkur matarbita í veitingatjald-
inu. Grænmetisvefja og salat er
hádegsiverðurinn og orkustigið
hækkar umtalsvert. Að þessu
loknu förum við Jón Páll upp á
svalir Esprit-hallarinnar til að
taka yfirlitsmyndir af tækni-
þorpinu fyrir væntanlegt sjón-
varpsinnslag.
17.00 Fer með Lovísu og
Jóni Páli með sporvagninum til
að hitta sænska söngvarann á
Dorint Hotel Köningsallee þar
sem sænska sendinefndin býr.
Að viðtalinu loknu höldum við í
leigubíl heim á hótel til að losa
okkur við myndavélar og annan
búnað áður en við förum á veit-
ingastaðinn Vapiano sem er
stutt frá hótelinu. Þar eru ágæt-
ar pitsur og pastaréttir í boði á
viðráðanlegu verði. Fæ mér
grænmetispitsu sem smakkast
vel. Rætt um dagskrá morgun-
dagsins sem verður stíf þar sem
við þurfum að mæta snemma í
höllina til að undirbúa aðra
sviðsæfingu og halda blaða-
mannafund á eftir henni. Dag-
urinn fer í þetta og svo eiga
Sjonni’s Friends að troða upp í
Euroklúbbnum um kvöldið og
einnig í veislu hjá grísku sendi-
nefndinni.
21.00 Dagskrá morgun-
dagsins liggur fyrir og það þarf
að dreifa henni á alla í hópnum
og Linda sér um það, en við
ræðum um það hvernig málum
verði háttað eftir undanúrslitin
á þriðjudaginn. Stefnt er að inn-
skoti í seinni fréttir, sama
hvernig fer. Mikilvægt er að
skipuleggja með hvaða hætti
það fer fram. Panta þarf gervi-
hnattalínu, finna hentugan stað
utan við höllina fyrir viðtalið,
ganga frá leyfum og öðrum
formsatriðum og skipuleggja
hvernig viðmælendur komast
þangað sem útsendingin fer
fram ef af henni verður.
22.00-24.00 Tölvu-
póstum svarað og farið yfir at-
burði dagsins, rætt við vakt-
stjóra í gestamóttöku hótelsins
og farið í háttinn rétt eftir mið-
nætti.
Dagur í lífi Jónatans Garðarssonar liðsstjóra Evróvisjón-hópsins
Jónatan í blaðamannahöllinni en verkefni liðsstjórans eru mörg og fjölbreytileg.
Ljósmynd/Jón Páll Pálsson
Orkustigið hækkar
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is