SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Síða 15
8. maí 2011 15
„Þetta er búið að kosta ofboðs-
lega mikla peninga. Það eru farnar
átta milljónir að því er okkur telst
til í lögfræðikostnað og ferðir,“
segir Dagbjört og útskýrir að þau
hafi reynt að draga úr kostnaði
eins og þau geti. Kærasti hennar
og bróðir vinna hjá Icelandair og fá
því einhvern afslátt af flugferðum.
Svo hafa þau reynt að spara með
því að leigja íbúð úti í stað þess að
fara á hótel.
„Þetta er voðalega dýrt og ég
veit ekki hvernig við ætlum að fara
að þessu. Ég gekk í öll fyrirtæki á
Suðurnesjum,“ segir hún en það
bar ekki mikinn árangur.
Hún er þakklát fjölskyldu sinni
og líka fólkinu á Barnalandi sem
hefur stutt hana. „Ég er búin að
kynnast mörgu rosalega góðu fólki
í kringum þetta,“ segir hún og
minnist sérstaklega á Olgu Helga-
dóttur sem skipulagði styrktar-
tónleika fyrir hana á Nasa árið
2008.
Líftryggingin fór í málarekstur
„Svo er pabbi búinn að nota allt
sitt sparifé í þetta. Líftryggingin frá
mömmu fór öll í þetta. Reikning-
urinn minn er líka í slæmum mál-
um. Ég kom heim með ekkert
nema tvær ferðatöskur eftir að
hafa verið úti í þrjú ár. Ég átti ekki
neitt,“ segir hún.
Ljóst er að kostnaðurinn í kring-
um ferðalagið og réttarhöldin núna
í maí verður umtalsverður. Dag-
björt þiggur allan stuðning en hún
er með styrktarreikninginn:
0542-14-605040
kt. 160982-4709.
Dýr barátta
förum fyrir rétt 17., 20. og 24. maí. Ég
var að fá algjöra staðfestingu á því að
þessu yrði ekki frestað. Hann rak lög-
fræðinginn sinn fyrir nokkrum dögum
og réð sér nýjan. Við vorum hrædd um
að það myndi nægja til þess að hann
myndi ná að fresta þessu eina ferðina
enn.“
En myndi Dagbjört vera sátt við sam-
eiginlegt forræði eða óskar hún þess að fá
ein forræði?
„Við erum búin að reyna að hann sé
með forræði. Hann var með tímabundið
forræði á meðan við vorum að fara fyrir
rétt. Þá fékk ég ekkert að sjá barnið í
heilt ár. Við reyndum sameiginlegt for-
ræði, erum búin að reyna það í ár og það
hefur ekki heldur gengið upp. Það eina
sem er eftir er að ég sé með fullt forræði
því persónulega myndi mér aldrei detta
það í hug að fara niður á sama plan og
hann. Hann heldur að hann sé að hefna
sín á mér en hegðun hans bitnar mest á
dóttur okkar.“
Við það að gefast upp
Dagbjört segir síðustu ár hafa verið erfið.
„Það hafa komið tímar sem ég er við það
að gefast upp af því að það er svo erfitt að
horfa á Caitlin. Ég fæ að tala við hana
þrisvar í viku og hún er reið út í mig,“
segir Dagbjört, sem talar við hana í
gegnum síma og Skype en það er auðvit-
að ekki eins og að vera á staðnum.
„Caitlin lendir á milli. Hún er eins og
reipi sem verið er að toga á milli. Ég við-
urkenni alveg minn þátt í því, ég er að
toga í hinn endann en ég er að reyna að
gera það eins varlega og ég get. En það er
annaðhvort að gera það eða ég fæ ekki að
hitta hana fyrr en hún er orðin full-
orðin.“
Það var mikið áfall fyrir Dagbjörtu að
málinu skyldi ekki hafa lokið með úr-
skurðinum í Norður-Dakóta.
„Ég hrundi bara. Við áttum ekki von á
að þetta væri hægt. Við héldum að núna
væri búið að úrskurða og þá væri þetta
bara þannig. Það datt engum í hug að
honum tækist þetta. Ég var alveg sátt við
niðurstöðuna og var að vonast til þess að
einn daginn gætum við látið þetta virka
og átti ekki von á öðru. Maður er stund-
um voðalega barnalegur. Ég átti ekki von
á því að nokkur manneskja myndi vilja
láta barnið ganga í gegnum eitthvað
meira.“
Missti móður sína
Móðir Dagbjartar, Valgerður Steinunn
Sigurvinsdóttir, sá Caitlin þegar hún
fæddist í Þýskalandi og þegar hún var
skírð þriggja mánaða gömul í Njarðvík-
urkirkju en Dagbjört er búsett í Keflavík.
„Mamma var með krabbamein og komst
aldrei með okkur út því hún var í með-
ferð hér. Svo verður hún ofboðslega veik.
Ég hringdi í þau út til að reyna að fá þau
til að leyfa mömmu að sjá hana í gegnum
Skype en það gekk ekki. Þau vildu ekki
leyfa henni að heyra í henni og mamma
sá hana aldrei aftur,“ segir Dagbjört en
móður hennar lést í apríl 2008. „Við
vissum alveg að hann kæmi ekki með
hana en héldum að hann tæki allavega
upp símann og leyfði henni að sjá hana í
gegnum tölvuna. Það hefði ekki átt að
vera neitt mikið mál fyrir hann.“
Hvernig tilfinning er það að hafa barn-
ið sitt í öðru landi?
„Það er voða erfitt að lýsa þessu. Suma
daga nær maður sér á strik. Þetta hefur
verið svo ofboðslega langur tími að þetta
verður bara lífið. Svona er þetta bara. Ef
ég myndi ekki hugsa um þetta þannig
væri ég dottin niður í þunglyndi og
myndi ekki gera neitt gagn. Þetta tekur
tíma. Ég hugsa þetta alltaf þannig að
sama hvernig málið fer verður hún átján
ára einn daginn. Hún er ekki dáin. Ég
kem til með að hitta hana. Lífið er ekki
búið,“ segir hún en þetta er ekki auðvelt.
„Svo reynir maður bara að gera sitt
besta til að standa í lappirnar, það er ekki
alltaf auðvelt. Suma dagana kemst ég
varla fram úr rúminu. En ég á líka strák.
Hann þarf að komast í skólann, læra
heima, borða, bursta tennurnar og fara
að sofa.“
Dagbjört er hins vegar ekki í vinnu
sem stendur en hún er í endurhæfingu en
hún greindist með áfallastreituröskun
haustið 2007. „Þá fór ég samt að vinna,
hugsaði um soninn þess á milli og
mömmu líka. Svo fer mamma en ég
reyndi að komast þetta áfram á hnef-
anum og loks hrundi ég,“ segir Dagbjört
en þetta var um áramótin 2008-9 og á
sama tíma var hún að sjálfsögðu að sinna
forræðismálinu.
Stefnir á nám í hundaþjálfun
„Ég náði mér nokkuð vel á strik eftir að
úrskurðurinn kom. Þetta var búið og ég
er bara orðin frekar hress. Svo kemur
stefnan og ég bara brotna saman. Þetta
var alltaf áfall ofan á áfall ofan á annað
áfall. En ég ætla að vinna mig upp úr
þessu.“
Dagbjört á þrjá hunda og hefur mikinn
áhuga á öllu sem viðkemur hundum,
sérstaklega fimi og þjálfun. „Ég ætla að
taka hundaþjálfarann þegar þetta er bú-
ið. Ég skuldbind mig ekki í neitt nám eða
annað meðan ég stend í þessu. Ég þarf að
vera frjáls til að hlaupa út hvenær sem
þarf. Það er voða erfitt að gera nokkuð
annað en bara þetta, en sem betur fer á
ég góða að. Nú sér loks fyrir endann á
þessu.“
Stundirnar sem
Dagbjört hefur eytt
með Caitlin síðustu
tvö ár hafa verið
dýrmætar. Hún hefur
ekki síst gaman
af því að fylgjast með
systkinunum saman
en Sindri Páll er tæpum
fimm árum eldri en
systir sín.
’
Caitlin lendir á milli.
Hún er eins og reipi
sem verið er að toga á
milli. Ég viðurkenni alveg
minn þátt í því, ég er að
toga í hinn endann en ég er
að reyna að gera það eins
varlega og ég get.