SunnudagsMogginn - 08.05.2011, Page 22
22 8. maí 2011
S
chengensamningurinn, kenndur við bæ í
Lúxemborg, er umgjörð um vegabréfa-
lausa för innan ríkja Evrópusambandsins.
Ríki sambandsins verða að gerast aðilar
að því samkomulagi til að gerast þátttakendur, en
þátttaka er ekki óhjákvæmileg fyrir ríki innan
ESB. Að auki geta EES-ríki einnig gerst þátttak-
endur. Ekki hafa öll ríki viljað verða aðilar að
Schengen og reynt hefur verið að tefja inngöngu
annarra ríkja ESB sem vilja þó inn.
Kostir eyríkisins fara forgörðum í Schengen
Til að mynda Bretland hefur aldrei ljáð máls á því
að gerast aðili að Schengen. Hafa yfirvöld þar á bæ
beinlínis sagt að þau vilji ekki láta lokaorðið í
sinni landamæravörslu í hendur ríkja eins og
Grikklands og Ítalíu sem aldrei hafa verið fær um
að sjá sómasamlega um sín landamæri sjálf. Ekki
eru svo sem efni til að taka afstöðu til þess sjón-
armiðs, þótt það komi ekki endilega á óvart. En
Bretar hafa margoft sagt að fyrir eyríki, eins og
þeirra, sé beinlínis fáránlegt að gerast aðili að
Schengen, enda sé ávinningurinn af slíku sam-
starfi ekki augljós en annmarkarnir séu það á
hinn bóginn. Ísland ákvað að verða aðili að
Schengensamstarfinu. Það er þó mála sannast að
miklar efasemdir voru um þá ákvörðun innan þá-
verandi ríkisstjórnar. Þau ráðuneyti, sem tengd-
ust málinu mest, utanríkisráðuneyti og dóms-
málaráðuneyti, sóttu það fast. Megin-röksemd-
irnar voru þær að þar sem önnur Norðurlönd
ætluðu flest eða öll að gerast þátttakendur í
Schengen þá myndi hið vegabréfalausa samband
innan Norðurlanda brátt verða úr sögunni, nema
Ísland yrði jafnframt innanborðs. Og hið norræna
vegabréfasamband hefði mikið gildi, þó ekki síst
tilfinningalegt. Á daginn kom að hið norræna
vegabréfasamband var raunar ekki lengur það
sem sýndist. Enginn fær afhent sætiskort á al-
þjóðlegum brottfararflugvelli nema að sýna sitt
vegabréf. Einnig þar sem för er að nafninu til
frjáls, þarf að sýna vegabréf til að sanna að við-
komandi ferðalangur sé hluti ríkis sem er aðili að
hinu vegabréfalausa samstarfi og þurfi því ekki að
bera vegabréf.
Samstarf lögregluyfirvalda
Því var einnig haldið fram að með inngöngu í
Schengen fengi Ísland aðild að víðtæku samstarfi
lögregluyfirvalda, sem það fengi ekki að fullu ella.
Sjálfsagt var þessi ávinningur nokkur en senni-
lega einnig orðum aukinn. En segja má að náið
samstarf Schengenríkja sé ef til vill einkum nauð-
synlegt vegna hins stórbætta aðgengis að lönd-
unum sem óæskilegustu persónur fjölmargra ríkja
fengu með Schengen-aðildinni. Íslensk lögreglu-
yfirvöld horfðu lengi vel tortryggnum augum á
þátttöku landsins í Schengen, svo sem vænta
mátti. En hinn pólitíski þrýstingur var mikill og
smám saman mildaðist afstaða þeirra og þeir
vildu frekar berast með en berjast á móti. Feikna-
legum fjármunum var varið til breytinga á Leifs-
stöð vegna aðskilnaðar farþega á milli Schengen-
landa og annarra landa. Ein afleiðing þess varð að
Íslendingar sem komu heim, t.d. frá Bretlandi eða
Bandaríkjunum, urðu nú að sýna vegabréf við
komu til ættjarðarinnar, eftir að þjóðin var komin
inn í hið vegabréfalausa samband.
Flóttamannabylgja frá Norður-Afríku
Eftir að upplausn og óeirðir blossuðu upp í norð-
anverðri Afríku á þessu ári hefur reynt mjög á
Schengen-samstarfið. Flóttamenn komu í tug-
þúsundatali til Ítalíu sem bað um aðstoð Evrópu-
sambandsins, því landið réð ekki eitt við þær að-
stæður sem upp voru komnar. Í Brussel varð fátt
um svör á meðan búrókratastóðið þar velti
vandamálinu fram og til baka. Ítalir ákváðu að
gjalda Brussel rauðan belg fyrir gráan. Þeir gáfu
flóttamönnunum bráðabirgðaskráningu á Ítalíu
og henni fylgdi frjáls för innan Schengen. Í pakk-
ann laumuðu þeir lestarmiða sem gilti fyrir ferð
til landa fyrir norðan Ítalíu en ekki til baka. Þegar
Frakkar sáu hvaða leik grannar þeirra voru að
leika þá lokuðu þeir landamærum sínum í ofboði
á þennan hóp, þótt sú aðgerð væri skýrt brot á
ákvæðum Schengen-sáttmálans. En þar sem
Frakkland er eitt af stórríkjunum í ESB tilkynnti
Brussel að aðgerðir Frakka væru hugsanlega og ef
til vill og líklega og loks alls ekki brot á Schengen!
En sjálfir vita Frakkar betur. Þess vegna áttu þeir
Nicolas Sarkozy forseti og Silvio Berlusconi for-
sætisráðherra skyndifund í Róm og skrifuðu að
honum loknum saman bréf til Brussel. Þar kröfð-
ust leiðtogarnir tveir þess að Schengensáttmál-
anum yrði þegar breytt svo að einstök ríki mættu
víkja frá honum þegar óvenjulegar aðstæður
hefðu skapast, eins og sú sem fólst í flótta-
mannabylgjunni frá Norður-Afríku. Með því er-
indi var í raun viðurkennt að viðbrögð Frakka við
bragði Berlusconis hefðu stangast á við Scheng-
ensáttmálann, þótt Brussel hefði reynt að úr-
Reykjavíkurbréf 06.05.11
Skoða þarf kosti og galla Schengen