SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 4
4 29. maí 2011
Tveir hafa tilkynnt framboð sitt til að leiða Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, Agustin Carstens, seðlabankastjóri
í Mexikó, og Christine Lagarde.
Í stjórn sjóðsins sitja 24 menn og eru þeir fulltrúar
187 aðildarríkja hans.
Evrópa á sjö stjórnarmenn, sem fara með 31,5% at-
kvæða, og styðja þeir Lagarde. Í Evrópu ríkir sú skoð-
un að hin miklu vandræði í álfunni kalli á evrópskan yf-
irmann sjóðsins. Gagnrýnendur spyrja hvort yfirmaður
hans hefði þá átt að vera frá Argentínu þegar efna-
hagsástandið þar kom til kasta sjóðsins.
Bandaríkjamenn, sem fara með 16,8% atkvæða,
hafa ekki gefið afstöðu sína upp og segjast ekki munu
gera það fyrr en umsóknarfresturinn rennur út 10.
júní. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna
sagði þó að „óopinberlega“ myndi hún fagna því að
kona hreppti stólinn. Hefðin hefur verið sú að Banda-
ríkin hafa stutt umsækjanda Evrópu hjá sjóðnum og
Evrópa stutt umsækjanda Bandaríkjanna hjá Alþjóða-
bankanum.
Fulltrúar nýmarkaðsríkjanna Brasilíu, Rússlands,
Indlands, Kína og Suður-Afríku hafna því að Evrópa
eigi tilkall til embættisins. Þau eru með 15,05% at-
kvæða og gætu því tæplega ráðið ferðinni jafnvel þótt
þau sameinuðust um umsækjanda. Þessi ríki vilja
breyta valdahlutföllum í sjóðnum þannig að þau end-
urspegli efnahagslíf heimsins á okkar tímum.
Bandaríkjamenn bíða með stuðningsyfirlýsingu
Agustin Carstens, seðlabankastjóri Mexikós, er ann-
ar þeirra, sem sótt hafa um að veita Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum forstöðu.
Reuters
C
hristine Lagarde, fjármálaráðherra
Frakklands, sem í umfjöllun AFP í vik-
unni var lýst svo að hún væri „silfurhærð
og með silfurtungu“, tilkynnti í vikunni
að hún gæfi kost á sér til forustu í Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum. Lagarde nýtur víðtæks stuðnings í Evr-
ópu og fékk á miðvikudag stuðningsyfirlýsingu frá
Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóra Evrópu-
sambandsins, en hin svokölluðu nýmarkaðsríki
gagnrýna tilraun Evrópu til að einoka embættið.
Lagarde yrði fyrsta kon-
an til að leiða sjóðinn.
Verði hún fyrir valinu tek-
ur hún við af landa sínum,
Dominique Strauss-Kahn,
sem sagði af sér eftir að
hann var handtekinn í New
York vegna ásakana um
kynferðislega árás á her-
bergisþernu í hótelher-
bergi.
Lagarde er 55 ára gömul.
Hún er grænmetisæta og
neytir ekki áfengis. Hún er
fyrrverandi sunddrottning og var í franska lands-
liðinu í samræmdu sundi þegar hún var táningur.
Hún nam lög og stjórnmálafræði. Hún fór í starfs-
nám hjá bandaríska þingmanninum William Co-
hen. Síðar varð Lagarde yfirmaður Baker &
McKenszie, einnar af stærstu lögmannsstofum
Bandaríkjanna, og fyrir hennar tilstuðlan opnaði
stofan útibú í Brussel með áherslu á lög og reglu-
verk Evrópusambandsins.
Lagarde varð fjármálaráðherra 2007 og fyrst
kvenna til að gegna því embætti í Frakklandi. Fyrr í
þessum mánuði náði hún þeim áfanga að hafa setið
lengur en nokkur annar í ráðherrastólnum. Áður
hafði hún verið viðskiptaráðherra og landbún-
aðarráðherra.
„Madame oui“
Lagarde þykir hafa sýnt að töggur séu í henni. Hún
hafi staðið sig vel í viðræðum 20 helstu iðnríkja
heims og láti ekki skjóta sér skelk í bringu.
Frammistaða hennar í fjármálakreppunni varð til
þess að breska blaðið Financial Times útnefndi hana
fjármálaráðherra ársins, þrátt fyrir gagnrýni þess á
frönsk stjórnvöld fyrir að vera höll undir ríkisaf-
skipti.
Lagarde segir að hún sé „sannur Evrópubúi“.
Lagarde hefur einnig verið áberandi í evrukrepp-
unni og gengið ákveðin til verks til að bjarga evr-
unni. Í Der Spiegel er tekið til þess að Angela Mer-
kel, kanslari Þýskalands, hafi að margra mati ekki
verið nógu ákveðin í stuðningi við evrusvæðið og til
dæmis verið treg til að samþykkja hjálp til Grikkja
og fyrir vikið fengið viðurnefnið „madame non“.
Bætir blaðið við að samkvæmt
því ætti Lagarde að fá við-
urnefnið „madame oui“. Hún
hafi varið milljarðaaðstoð við
skuldum hlaðin ríki, mælst til
þess að lengt yrði í lánum til
Grikkja, hvatt til þess að evrópski
björgunarsjóðurinn keypti rík-
isskuldabréf og kallað eftir sam-
evrópskri stjórn efnahagsmála.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki
gefið upp afstöðu sína til fram-
boðs Lagarde, en vita er að hún
nýtur víða stuðnings í banda-
rísku efnahagslífi. Nægur stuðningur ætti að vera
fyrir hendi til að knýja fram ráðningu hennar.
Ýmsir horfa þó til þess að enn stendur yfir rann-
sókn á þætti hennar í deilu kaupsýslumannsins
Bernard Tapie og bankans Crédit Lyonnais. Tapie
taldi að hann hefði verið svikinn þegar hann keypti
hlut í bankanum og fór í mál. Töldu ýmsir að hann
ætti litla möguleika. Lagarde ákvað hins vegar að
málið yrði sett í gerðardóm og Tapie fékk 285 millj-
ónir evra í skaðabætur. Henni er gefið að sök að
hafa notað embætti sitt til að hjálpa Tapie. 10. júní
er gert ráð fyrir að dómarar tilkynni hvort þeir sjái
ástæðu til að verða við kröfu saksóknara um að
rannsókn verði hafin á málinu. Sama dag rennur
umsóknarfresturinn um starfið hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum út. Margir eru þeirrar hyggju að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn megi ekki við frekari
áföllum eftir mál Strauss-Kahns og ekki megi til-
nefna frambjóðanda, sem hneyksli verði fjötur um
fót. Lagarde segist hins vegar vera með hreinan
skjöld og hyggst halda framboði sínu til að leiða Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn til streitu hvað sem málinu
líður.
Hin silfurhærða
silfurtunga
Christine Lagarde vill leiða
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, fylgist með á fundi
G8-ríkjanna í París á þriðjudag. Lagarde tilkynnti á miðvikudag að hún
sæktist eftir forustu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Reuters
Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi yf-
irmaður AGS, Timothy Geithner, fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna, og Christine
Lagarde á fundi í höfuðstöðvum AGS í apríl.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Þegar Christine Lagarde varð
fjármálaráðherra Frakklands
2007 höfðu sjö menn gegnt
embættinu a sjö árum. Hún
þykir hafa veitt stjórn Nicolas
Sarkozys forseta kjölfestu.
Kenneth Rogoff, fyrrverandi
yfirhagfræðingur Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, sagði að Lag-
arde væri svo vinsæl á fjár-
málafundum að það væri
„nánast farið með hana eins
og rokkstjörnu“.
Farið með
hana eins og
rokkstjörnu
flugfelag.is
Netið
Þú færð alltaf
hagstæðasta verðið
á www.flugfelag.is