SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 6

SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 6
6 29. maí 2011 og AC Milan frá Ítalíu árið 1994. Talað var um besta varnarlið í heimi gegn besta sókn- arliði heims. Milan undir stjórn Fabios Capellos, núver- andi landsliðsþjálfara Englands, gat skellt í lás þegar svo bar undir en skoraði yfirleitt ekki meira en þurfti til að sigra. Johan Cruyff þjálfaði Barcelona og skartaði tveimur marksæknustu mönnum þess tíma, Búlg- aranum Hristo Stoichkov og Romario hinum brasilíska. Allt kapp var lagt á sóknarleikinn á þeim bænum, eins og vera ber. Spekingar veltu vöngum hver í kapp við annan hvort Milan næði að verjast og hvort Barca næði að brjóta múrinn. Á 90 mínútum í Aþenu fengust svör við þessum spurn- ingum, og þó ekki. Varnarjaxlarnir frá Milan komu nefnilega á óvart; sóttu nær látlaust allan tímann, framherjar Barcelona komu varla við boltann og fóru heim með skottið á milli lappanna. Milan vann 4:0. Það er því ekki nóg að vera sigurstranglegri og talinn sterkari á pappírunum. Lið Manchester United og Barcelona eru bæði þekkt fyrir leiftrandi sóknarleik. Segja má að leikmenn Barcelona séu reyndar einungis þekktir fyrir slíka spila- mennsku því þeim finnst ekki gaman að verjast – ekki nema þá þannig að vera sjálfir með boltann, því andstæðingurinn skorar ekki á meðan. Vissulega eru öflugir varn- armenn innanborðs í sveit Peps Guardiola en óhætt er að segja að hin eiginlega varn- arlína United sé ógnvekjandi og sterkari á pappírnum. Margir telja lið Barcelona sigurstrang- legra í kvöld, jafnvelt þótt Ferguson og hans menn séu allt að því á heimavelli á Wem- bley-leikvanginum í London. Barcelona hef- ur enda sýnt í vetur slík tilþrif að leitun er að öðru eins. Og telja má líklegt að mættust liðin í tíu leikjum myndu spænsku snilling- arnir fagna sigri mun oftar. En þegar aðeins er um að ræða einn leik getur allt gerst. Það segir sagan. Ógleymanlegur er úrslitaleikur Barcelona Leiftrandi sókn eða leiftrandi vörn Eiður Smári Guðjohnsen var í herbúðum Barcelona þegar félagið fagnaði síðast sigri í Meistaradeildinni. Félagið lagði þá Man. Utd í úrslitaleik í Rómarborg vorið 2007. Reuters Þ eir eru sennilega eins ólíkir og hugsast getur, þjálfarar liðanna sem mætast í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar í knatt- spyrnu í kvöld. Sitthvað eiga þeir þó sameiginlegt því báðir eru afburðasnjallir í faginu og sigursælir. Sir Alex Ferguson hjá Manchester United verð- ur sjötugur í haust en Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er nýorðinn fertugur. Ferguson er ein- stakur félagsþjálfari og á þeim aldarfjórðungi sem hann hefur stýrt United hefur liðið unnið um 30 titla. Barcelona hefur unnið níu titla á þremur leik- tíðum síðan Guardiola tók við stjórn liðsins, m.a. orðið spænskur meistari öll árin. Aldrei er að vita nema Guardiola verði jafn sigursæll og Sir Alex, því svarar framtíðin ein. Hann hefur að minnsta kosti tímann fyrir sér, en þó er ómögulegt að spá því hve lengi hann verður í starfi; Katalóníubúinn gerir helst ekki nema eins árs samning í senn og hefur sagst myndu vilja semja til sex mánaða í hvert skipti ef það væri í boði! Nýlega gaf Guardiola í skyn að hugsanlega væri tími hans hjá Barcelona orðinn nógu langur og síðast í gær gaf hollenska goðsögnin Johan Cruyff, sem þekkir vel til hjá spænska stóveldinu, þeim sögusögnum byr undir báða vængi: „Guardiola hefur unnið af miklum krafti síð- ustu ár og það kæmi mér ekki á óvart þótt hann hætti eftir úrslitaleikinn, burtséð frá því hver úr- slitin verða,“ var haft eftir Cruyff í Gazzetta dello Sport á Ítalíu. „Ef hann hætti yrði það eingöngu vegna þess hve erfitt er að þola þá miklu pressu sem starfinu fylgir í langan tíma. Þess vegna gæti ég trúað að hann tæki sér árs frí frá þjálfun.“ Ferguson er hins vegar ekki á förum. Annað- hvort veit hann ekki hvað pressa er eða þrífst á henni. Hann verður örugglega að fram í rauðan dauðann, enda lét hann hafa það eftir sér þegar hann hugðist hætta fyrir tæpum áratug en snerist hugur, að eiginkonan myndi örugglega ekki þola að hann yrði of mikið heima. Ferguson er sérfræðingur í sálfræðihernaði og hefur ósjaldan fagnað sigri á þeim vettvangi. Hann hefur yndi af því að munnhöggvast við þjálfara andstæðinganna – að minnsta kosti opinberlega, en sögur herma reyndar að flestir séu þeir af- bragðsvinir gamla mannsins – og ekki leiðist hon- um heldur að segja dómurum, forkólfum knatt- spyrnusambanda og fjölmiðlum til syndanna. Virðist stundum þrífast á því, ekki síður en áður- nefndri pressu og streitunni sem starfinu fylgir. Guardiola er rólegri og menn hrökkva við ef hann æsir sig eða talar í niðrandi tón um and- stæðing. Þess vegna þótti það fréttnæmt um dag- inn þegar kollega þeirra Fergusons, Portúgalinn José Mourinho hjá Real, náði að æsa Katalónann fyrir seinni undanúrslitaleik spænsku risanna tveggja í Meistaradeildinni. Á blaðamannafundi sagði hinn dagfarsprúði Guardiola að „helvítis maðurinn“ gæti örugglega sigrað í Meistaradeild- inni ef keppt væri í því að vera fjörugur í fjöl- miðlum en hann stefndi að því að sigra í hinni eiginlegu Meistaradeild. Síðan starði Guardiola í eina sjónvarpsvélina og sagði ískalt: „Sjáumst á vellinum annað kvöld klukkan 7.45.“ Og fagnaði sigri kvöldið eftir. Pep Guardola hefur náð frábærum árangri með lið Barcelona. Reuters Nemur ungur, temur gamall? Erfitt að spá um hvor fagnar, ungstirnið eða gamli refurinn Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sir Alex Ferguson hefur verið í ótrúlegri sigurför með lið Manchester United í langan tíma. Reuters Minjagripir af ýmsu tagi eru vinsælir hjá knattspyrnu- áhugamönnum. Eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd frá æfingu, hefur Wayne Rooney látið sérmerkja skó fyrir úrslitaleikinn gegn Barca. Einhverjir væru líklega til í að eignast þessa dýrgripi... Reuters WR 28.05.2011

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.