SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Blaðsíða 12
12 29. maí 2011
Mánudagur
Sindri Freysson Djöfull
er ég feginn að vera
ekki gæinn sem þarf
að þrífa öskuna af
Hörpu!
Eiríkur Ingvarsson
Það er þá fært til bók-
ar, ég er óvenjulegur
maður samkvæmt
Steingrími J. Hans eig-
in orð til almennings „Það hefur
orðið mikill eignabruni, ekki samt
hjá venjulegu fólki.“ ...
Þriðjudagur
Auður Jónsdóttir Hér
er allt á hvolfi: mann-
hæðarhár uppvasks-
stafli og álíka stór
þvottabingur en ... níu
vikna gamall sonur
minn brosir ómótstæðilega fallegu
brosi og Vetrarsól fékk súp-
erdúpergóðan dóm í Der Spiegel
svo hver nennir að velta sér upp úr
smá drasli?
Fimmtudagur
Guðný Þórarinsdóttir
Fersk og sæl eftir vel-
heppnaða veiðiferð.
Reyndar var það svo
selur sem var veiddur
á endanum.
Fésbók
vikunnar flett
Vélin fer ekki ýkja vel í vasa, hálfgerður hlunkur, enda er
hún ekki eiginleg vasavél, frekar vél sem maður er með
í bakpokanum eða hliðartösku eða hangandi um háls-
inn. Gleymum því ekki menn þurftu að koma fyrir 28
mm linsu með víðu sjónarhorni og
eins að húsið á henni virðist
mjög traust. Hægt að fá
vélina bleika, bláa og
svarta. Skjárinn á bakinu
er 3", bjartur og skýr, en
ekki snertiskjár
Stafrænar mynda-
vélar eru líka staf-
rænar vídeóvélar
og orðnar býsna
góðar sem slíkar.
Þessi tekur vídeó með upplausn-
inni 1920x1080, þó ekki nema 24 ramma á
sekúndu, með stereó hljóm. Ljósnæmi vélarinar
er gott og hefur verið aukið með endurbótum á hug-
búnaði. Stöðugleikabúnaður auðveldar til muna að
taka myndir í lítilli birtu.
Margir einblína á myndflögustærðina (mynd-
flagan er 12,1 milljón díla), en það er annað sem
skiptir meira máli, til að mynda linsan. Linsan í
vélinni er þrælfín með 14x aðdrætti í linsunni
(ekki stafrænum aðdrætti, enda er
það bara plat). Þegar
við bætist að ljós-
næmi vélarinnar
er mjög gott er
hún gríðarlega
fjölhæf ferða-
og heimavél.
GPS-
tæknin ger-
ir kleift að
skrá hvenær hver mynd er tekin, en það
er líka hægt að nota hana til að skrá
ferðalag og síðan flétta saman við Go-
ogle Earth, en það eyddi hratt útaf raf-
hlöðunni. Sum vefsetur, til að mynda
Flickr, bjóða líka upp á að lesa upplýs-
ingar úr myndinni og flokka sjálfkrafa.
Stærðin skiptir minna máli
Undanfarin ár hafa myndavélaframleiðendur helst keppt í myndflögustærð,
en smám saman hefur meiri skynsemi komist í umræðuna, meira er lagt í
hugbúnað og linsur og svo bæta menn við nýjungum eins og GPS-tækni.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Einu sinni voru allir farsímar á Íslandi
frá Nokia. Kannski eru þetta smá ýkj-
ur, en Nokia var í það minnsta ráðandi
á íslenskum markaði og alltaf með
flottustu símana. Síðan missti fyr-
irtækið af lestinni, þó enn séu margir
að nota Nokia síma. Þeir eru líka fínir
sem símar eins og sannast á Nokia
X3-02, sem er forvitnilegur blend-
ingur af hefðbundnum takkasíma og
síma með snertiskjá.
Nokia X3-02 fer vel í hendi, hann er
þunnur og nettur en skjárinn þó nokk-
uð stór. Skipan takka er aðeins öðru-
vísi en á flestum Nokia-símum, en
maður venst því strax. Skjárinn er
snertiskjár og nýtist vel sem slíkur,
en óneitanlega er stýrikerfið komið
ansi vel til ára sinna og stenst snjall-
símastýrikerfum ekki snúning
Það er kostur við símann að hann
er með innbyggt þráðlaust net, en
flestir aðrir tengimöguleikar eru líka
til staðar. Rafhlöðuending er fram-
úrskarandi eins og vant er í Nokia-
símum, en myndavélin er ekki góð.
Fínn sími á fínu verði.
Nokia X3-02
Forvitnilegur
blendingur