SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 18
18 29. maí 2011
É
g renndi blint í sjóinn og það var
einstök tilfinning að finna flak-
ið. Núna langar mig bara að sjá
meira og gera meira en maður
verður víst að sætta sig við að þetta gerist
ekki í einum hvelli eins og í bíómynd-
unum. Þetta er vinna sem byggir á þol-
inmæði,“ segir Arnar Þór Egilsson, kafari
í sérsveit Ríkislögreglustjóra, sem skipu-
lagði leitina að póstskipinu Phönix út af
Löngufjörum á Snæfellsnesi og fann það
ásamt félögum sínum, Eggerti Magn-
ússyni og Eiríki Ó. Jónssyni, fyrir tveimur
árum.
„Við sáum fljótt kýraugu, krana og
fleira þegar við fundum flakið. Það fellur
ekki á suma hluti þarna niðri,“ heldur
Arnar áfram. „Það var hins vegar ekki
fyrr en í leiðangri sem farinn var nú í vor
að við fórum að sjá persónulega hluti, til
dæmis postulín. Fornleifafræðingarnir,
sem vinna með okkur, höfðu koparhand-
fang, krana og tvö kýraugu með sér upp
og verða þeir munir rannsakaðir gaum-
gæfilega.“
Arnar segir ákaflega merkilegt að skoða
130 ára gamalt flak, við blasi allskonar
hlutir, sem vont sé að átta sig á nú, enda
þótt þeir hafi eflaust verið hversdagslegir
á sinni tíð.
Eitthvað frá grunni
Fjölskylda Arnars átti lengi jörð í Mikla-
holtshreppi, nálægt strandstað, og þekkir
hann því vel til á þessum slóðum. Hann
hefur alla tíð verið mikill grúskari og fyrir
fimm árum rakst hann á bók um hrepp-
inn, þar sem getið er um strandið. Þá fóru
hjólin að snúast.
„Marga kafara dreymir um að finna sitt
eigið flak og ég hugsaði með mér að þarna
væri mitt tækifæri komið,“ segir Arnar
brosandi. „Kafarar eru alltaf að þróa sína
tækni og mig hefur lengi langað að nýta
mína þekkingu og reynslu til að prófa
eitthvað frá grunni. Verkefnið verður að
vera raunhæft og útfrá heimildum um
strandið fannst mér Phönix uppfylla þau
skilyrði.“
Hvernig fer gufuskip á 130 árum í sjón-
um? var fyrsta spurningin sem Arnar
þurfti að velta fyrir sér. „Ég vissi að gufu-
ketill og skrúfa eyðast ekki auðveldlega
upp og mat það því snemma svo að eftir
miklu væri að slægjast.“
Hann sökkti sér í gögn til að átta sig
betur á staðsetningu flaksins. Miðað er við
ýmis kennileiti í heimildum en Arnar
þurfti að meta hvar þessi kennileiti væru
nú. Slíkt getur hæglega breyst á 130 árum.
Reyndust hjónin Trausti Skúlason og
Guðríður Kristjánsdóttir á Syðra-
Skógarnesi honum mjög hjálpleg í því
sambandi. Leitarsvæðið var stórt og mikið
af skerjum.
Eitt að standa í fjörunni,
annað að kafa niður
Yfirmenn Arnars voru svo almennilegir að
sameina fyrsta leitarleiðangurinn æfingu
kafara sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Það
var árið 2008 og fannst ekkert í þeirri leit.
„Hún gaf okkur eigi að síður tilfinningu
fyrir svæðinu og hvatti okkur til dáða.
Reynslan sem við öfluðum okkur nýttist
vel við að skipuleggja næstu leiðangra og
afmarka leitarsvæðið. Það er eitt að
standa í fjörunni, annað að kafa niður.“
Næsti leiðangur var farinn í apríl 2009.
Þá köfuðu Eggert og Eiríkur, ásamt
Arnari, og höfðu þeir sónartæki með-
ferðis. Eftir dagsleit kom eitthvað fram á
sónartækinu og við nánari athugun kom í
ljós að það var líkast til skipsskrúfa. „Við
gátum ekki verið alveg vissir en við-
brögðin voru eigi að síður fölskvalaus. Ég
náði myndbandi af Eiríki þegar hann kom
úr kafi og hann átti mjög erfitt með að
hemja gleði sína,“ segir Arnar hlæjandi.
Arnar og félagar vildu vitaskuld fara
eftir kúnstarinnar reglum og tóku fyrir
vikið ekkert með sér. Merktu staðinn hins
vegar vandlega og settu sig í samband við
Fornleifavernd ríkisins. Þar á bæ sýndu
Ekki verður annað séð en að postulínið varðveitist vel á hafsbotni. Þessu handfangi virðist ekki hafa orðið meint af volkinu.
Phönix rís
úr djúpinu
1881 strandaði danska póstskipið Phönix út af
Löngufjörum á Snæfellsnesi. Skipverjar komust í
land en litlu var hægt að bjarga af farminum.
Fyrir tveimur árum fann Arnar Þór Egilsson kaf-
ari flakið ásamt tveimur félögum sínum og nú er
hafin vísindaleg rannsókn á því undir forystu
Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Arnar Þór Egilsson leggur á ráðin ásamt Eggerti Magnússyni og Eiríki Ó. Jónssyni.
Arnar Þór Egilsson kafari er maðurinn á bak við fundinn á flaki póstskipsins Phönix.