SunnudagsMogginn - 29.05.2011, Page 42
42 29. maí 2011
F
ræðimenn eru engan veginn
sammála um hvaða stefnu beri að
fylgja í málfarsefnum. Ég er
íhaldssamur á þessu sviði og lét
það því fara í taugarnar á mér þegar mál-
fræðingur ræddi nýlega um það í útvarp-
inu að ekkert væri athugavert við að segja:
„Vegna lagningu brautarinnar.“ Þetta
væri eðlileg málþróun; kvenkynsorð sem
enduðu á -ing hefðu tilhneigingu til að
taka u-endingu í eignarfalli eintölu rétt
eins og þau gerðu í þolfalli og þágufalli, og
við það væri ekkert að athuga. Þannig
skildi ég málfræðinginn að minnsta kosti.
Mér finnst engin ástæða til að fórna eign-
arfallsendingunni þarna. Þvert á móti vil
ég gera það að baráttumáli að halda í hana,
m.a. með því að fá kennara til að taka mál-
ið upp á sína arma undir yfirskriftinni
„björgum eignarfallinu“. Þá gæfist líka
gott tækifæri til að ræða um tungumálið og
beita hugtökum málfræðinnar. Umræðan
gæti byrjað svona:
Kennarinn: „Jæja, krakkar mínir. Er
ekki gata á Akureyri sem heitir Drottn-
ingubraut?“
Nemandi: „Nei, kennari, gatan heitir
Drottningarbraut.“
Síðan mundi kennarinn taka fleiri dæmi
og m.a. sýna fram á að orðið lagning
beygðist eins og drottning. Eignarfall ein-
tölu væri lagningar eins og drottningar. Í
leiðinni gæti kennarinn laumað því að
nemendum sínum að forsetningin vegna
stýrði eignarfalli – og þannig bætt fleiri
málfræðihugtökum inn í umræðuna.
Í framhaldi af þessu gæti kennarinn bent
á fleiri eignarföll og erfiðari dæmi, ekki síst
til að styrkja nemendur sína í að beita hug-
tökum. Hann skrifar á töfluna: SKIP-
STJÓRI _____________ (AKUREYRIN),
og segir um leið: „Setjið rétta beyging-
armynd orðsins Akureyrin á strikið.
Reynslan hefur kennt mér að einungis
örfáir nemendur gera þetta rétt og skrifa:
Skipstjóri AKUREYRARINNAR. Allir hinir
skrifa: Skipstjóri Akureyrinnar. Hér þarf
kennarinn að skýra mál sitt með þol-
inmæði – og grípa til hugtaka úr málfræði.
Í þetta sinn spyr hann: „Hvernig er eign-
arfall eintölu af orðinu Akureyri?“ Nem-
andinn svarar: „Akureyrar.“ Kennarinn:
„Hárrétt. En hvernig er orðið Akureyri í
nefnifalli eintölu með greini?“ Nemand-
inn: „Akureyrin auðvitað.“ Kennarinn:
„Rétt, en hvernig er þá orðið Akureyri í
eignarfalli eintölu með greini?“ Nemand-
inn: „Já, nú skil ég: Akureyrar-innar.“
En orðið beiðni beygist ekki eins og Ak-
ureyri. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur
ekki áttað sig á því; hann skrifar nefnilega í
stöðluðu bréfi: „Vegna beiðnar yðar …“
Eignarfallið er (til) beiðni/(vegna) beiðni
eins og t.d. má sjá ef farið er inn á vefsíðu
Stofnunar Árna Magnússonar þar sem
boðið er upp á beygingu orða (http://
bin.arnastofnun.is/).
Niðurstaða mín er semsagt sú að í stað
þess að sætta sig stöðugt við „eðlilega þró-
un“ málsins eigum við að nýta okkur til-
tekin óvissuatriði, já, „erfiðu“ atriðin, og
skýra þau með hugtökum málfræðinnar.
Þannig þjálfast nemendur í að beita hug-
tökum og taka þátt í skemmtilegri rök-
ræðu.
En kennarinn þarf ævinlega að leitast
við að gera þetta að spennandi leik. Hann
gæti til dæmis skrifað á töfluna: kýr – q – q
– kýr og notað q-táknið til að minna á
hvernig orðið kýr er beygt í eintölu. Hug-
myndin að þessum leik gæti verið komin
frá Ísleifi Gíslasyni (187-1960) kaupmanni
á Sauðárkróki, þeim snjalla hagyrðingi
sem eitt sinn sagði:
Keypti bæði q og s, karlinn held ég ríkur
c, sótti h til Haganess, hákarlsbeitur lét í t.
Er hægt að hugsa sér betri efnivið í um-
ræðu um tunguna og orðaforðann? (Minna
má á að s = ess = hross; en hvað merkir
orðið há?) Heilbrigð umræða, helst
skemmtileg, um móðurmálið hvetur unga
sem aldna til að læra meira, lesa meira,
skrifa meira, tala betra mál.
Ég fór að hugsa um það um daginn þar
sem ég fylgdist með munnlegu prófi í ís-
lensku í virtri menntatstofnun, hvað það
hlyti að vera dýrmætt að geta komið vel
fyrir sig orði. Þarna voru nemendur sem
töluðu „mannamál“, ræddu eðlilega og
skipulega um tiltekna bókmenntatexta
sem þeir þurftu að gera skil (m.a. með því
að beita hugtökum úr málfræði og stíl-
fræði). Á slíkt var unun að hlýða. Svo
komu þarna nemendur sem ég veit að eru
vel að sér í tilteknum greinum; eiga með
öðrum orðum auðvelt með að læra. En
þeir reyndust eiga afar erfitt með að koma
orðum að því sem þeir vildu sagt hafa. Þeir
hikuðu, hikstuðu á orðum og setningum
en sögðu ókei, heyrðu, hérna, bara,
„þúst“ og þarna. Mig grunar að við, sem
höfum fengist við kennslu, höfum ekki
alltaf gefið okkur tíma til að þjálfa nem-
endur okkar í að tala skipulega um hug-
stæð efni.
’
Niðurstaða mín er
semsagt sú að í stað
þess að sætta sig
stöðugt við „eðlilega þró-
un“ málsins eigum við að
nýta okkur tiltekin óvissu-
atriði, já, „erfiðu“ atriðin,
og skýra þau með hug-
tökum málfræðinnar.
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
„Drottningubraut“
El
ín
Es
th
er
Málið
Belju?
Til...?
K
omið er út hjá Bjarti smá-
sagnasafnið Bavíani eftir
danska skáldið og rithöfund-
inn Naju Marie Aidt. Bókin
fékk bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs árið 2008 og nýlega hlaut Naja
Marie heiðursverðlaun Gyldendal fyrir
höfundarverk sitt hingað til. Áður hefur
hún gefið út átta ljóðasöfn og þrjú smá-
sagnasögn auk kvikmyndahandrits og
leikrita.
Þýðandi Bavíana, Ingunn Ásdís-
ardóttir, segir í viðtali að sér hafi fundist
erfitt að mörgu leyti að þýða sögurnar þar
sem stíll þeirra sé svo einfaldur og blátt
áfram, sögurnar séu naktar. Aðspurð segir
Naja Marie frásagnarstílinn hafa skipt sig
miklu máli þegar hún samdi sögurnar. „Ég
er fyrst og fremst ljóðskáld og leitast eftir
að gefa lesandanum sama frelsi í prósa og
ég geri í ljóðum. Ég vil að lesandinn hafi
frelsi til að túlka að vild og ég legg mig
fram við að ofgera ekki lýsingum á að-
stæðum og persónum í sögunum,“ segir
hún.
Naja Marie segir viðfangsefni sagn-
anna oft sársaukafullt og erfitt og hún hafi
ávallt reynt að gæta hlutleysis í frásögn
sinni. Hún hafi myndað ákveðna fjarlægð
frá persónum sínum á sama tíma og hún
stóð þeim nærri. Margar persónur bók-
arinnar hagi sér illa og auðvelt hefði verið
fyrir hana að dæma þær en það hafi hún
alls ekki viljað gera, hún hafi þurft að
elska allar þær persónur sem hún skapaði
svo hún gæti skrifað um þær. Hún sé ein-
faldlega sögumaður og hennar hlutverk að
deila sögunum, ekki mynda sér skoðanir.
„Þetta gat verið mjög erfitt stund-
um,“ segir Naja Marie og bætir við að
henni hafi fundist erfiðast að skrifa sög-
urnar Torben og Maria og Mýbit. Fyrri
sagan er um mæðgin og beitir óham-
ingjusöm móðirin son sinn líkamlegu of-
beldi en sú seinni er um mann sem fær
saklaust mýbit sem endar með spítalavist
og dregur hann næstum til dauða.
Seinni söguna skrifaði hún á einni
nóttu og tóku skrifin mikið á hana. „Þetta
var hræðilegt. Ég fór að sofa undir morgun
og mér leið eins og ég væri að deyja“ segir
Naja Marie. Hún segir alla sögurnar vera
uppspuna nema þá síðustu, Mýbit. Þrátt
fyrir að vera mjög klassísk smásaga þar
sem smáræði verður að stórmáli sem svo
endar með nokkurs konar sprengingu sé
hún í raun og veru byggð á sannri sögu.
Sögurnar spretta upp úr tungumálinu
Naja Marie segir að á vissan hátt sé það
eins með ljóð og smásögur, hún þurfi að
koma því til skila sem hún vilji í knöppum
texta og hún nálgist persónur sínar í báð-
um tilfellum á svipaðan hátt. „Mér líður
alltaf eins og ég stígi inn í líf persóna
minna á ákveðnum tímapunkti, fylgi þeim
eftir um stund og stígi svo út úr lífi þeirra
aftur. Ég ímynda mér því að þær eigi sér líf
áður en þær enda í sögunum mínum og
einnig að líf þeirra haldi áfram eftir að
sögunni lýkur,“ segir hún.
Naja Marie segist halda að hún yfirfæri
að einhverju leyti aðferðina sem hún notar
við ljóðagerð yfir á prósa. Hún leggi til að
mynda mikla áherslu á málfar, orðaval og
takt í textanum. „Ég get dundað mér við
það í margar vikur að færa til eina
kommu. Þetta er mjög nördalegt,“ segir
Naja Marie og hlær.
Hún segir að sér finnist sögurnar oft
spretta upp úr tungumálinu og þótt hún
ákveði hvaða frásagnarform hún ætli að
nota hafi hún nær aldrei fyrirfram
ákveðnar hugmyndir um hvað hún ætlar
að skrifa. „Ég er kannski með eina setn-
ingu, sé eitthvað eða mig dreymir eitthvað
og svo fylgi ég því eftir,“ segir hún.
Líkaminn mætir heiminum
Naja Marie segist nota annan stíl þegar
hún skrifar prósa en þegar hún skrifar ljóð
og þegar hún byrjaði að skrifa Bavíana hafi
hún þurft að finna upp nýja aðferð við að
skrifa. „Ég var tvö ár að skrifa fyrstu sög-
una í bókinni. Þegar ég ákvað að skrifa
smásagnasafnið hafði ég ekki skrifað smá-
Getur verið
hræðilega
erfitt að vera
sögumaður
Danska skáldið og rithöfundinn Naja Marie Aidt
segist fyrst og fremst vera ljóðskáld, en fékk þó
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir
smásagnasafnið Bavíana.
Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is
Lesbók