SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Síða 23

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Síða 23
12. júní 2011 23 Ó hætt er að taka undir þau orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, í Sunnudagsmogganum í dag, að ríkisstjórnin hafi ýtt undir þá tilvistarkreppu sem þjóðin er í með aðgerðum sínum – eða aðgerðaleysi. Hann bendir á að brýnasta verkefni stjórnvalda sé að greiða fyrir atvinnusköpun og taka með trúverðugum hætti á skuldum heimila og fyrirtækja. „Við höfum í hendi okkar stórkostlegt tækifæri til að koma Íslandi á tiltölulega skömmum tíma úr þess- ari sjálfheldu. En lykillinn að því liggur ekki í því að umbylta öllu sem hér hefur verið gert, heldur læra af reynslunni, gera meira af því sem gefið hefur góða raun og vera áfram opin fyrir nýjum sóknarfærum.“ En ríkisstjórnin er með hugann við annað. „Hér er alið á því að stjórnarskráin hafi brugðist, síðan rokið yfir í að kosninga- fyrirkomulagið sé ónýtt, að gjaldmiðillinn gagnist alls ekki, að ganga þurfi í ESB til að komast af, kollvarpa skipulagi fiskveiða, stöðva orkunýtingaráform og draga úr iðnaðarframleiðslu. Þegar þessi umræða nær til fólks byrja efasemdirnar að grafa um sig. Menn vita ekkert hvert á að stefna eða hvar á að byrja.“ Allt bendir til þess, að ríkisstjórnin viti það ekki heldur. Íslensk tónskáld í öndvegi Aðalhljómsveitarstjórum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur oft verið legið á hálsi fyrir að sýna íslenskri tónlist tómlæti. Ísraelsmaðurinn Ilan Volkov, sem tekinn er við sprotanum, ætlar augljóslega ekki að falla í þá gryfju. Það kemur skýrt fram í viðtali við hann í Sunnudagsmogganum í dag. Þegar hann var síðast í viðtali á þess- um vettvangi í september á síðasta ári var hann ekki sérlega vel að sér í þeim fræð- um en nú er öldin önnur. „Síðan í september hef ég legið yfir íslenskri tónlist, bæði á netinu og með aðstoð Árna Heimis [Ingólfssonar, tónlistarstjóra SÍ] sem sent hefur mér fjölmörg handrit og geislaplötur. Ég er kominn með prýðilega yfirsýn og fullt af hugmyndum. Það mun þó taka tíma að hrinda þeim í framkvæmd,“ segir Volkov. „Í mínum huga skiptast íslensk tónskáld í þrjá flokka: Í fyrsta lagi eru það frumkvöðlarnir, Magnús Blöndal, Atli Heimir, Þorkell og þeir sem komu fram á eftir Jóni Leifs,“ segir Volkov og talar um þessa menn eins og gamla skólabræður sína. „Í öðru lagi eru það atkvæðamestu tónskáldin í dag, Áskell Másson, Haukur Tómasson og fleiri sem komið hafa ár sinni vel fyrir borð og fengið verk sín flutt af Sinfóníuhljómsveitinni. Loks eru það ungu tónskáldin sem ég hef mikinn áhuga á að vinna með, svo sem Hugi Guðmundsson, Einar Torfi Einarsson, Anna Þorvaldsdóttir og fleiri. Þessi þrír hópar munu allir fá sitt vægi í minni tíð hér en sérstakt áhugamál mitt verður að draga unga fólkið fram í dagsljósið.“ Þetta eru merk tíðindi, ekki bara fyrir íslensk tónskáld heldur fyrir alla tónelska Íslendinga. Það er löngu tímabært að Sinfóníuhljómsveit Íslands komi sér upp aðal- hljómsveitarstjóra sem talar með þessum hætti. Hvert á að stefna? „Það er mín skoðun að þetta laga- frumvarp eigi sér fáa líka í flokki óvandaðra lagafrumvarpa á sviði ís- lenskrar fiskveiðistjórnar.“ Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur í fisk- veiðistjórnunarkerfinu við Lagastofnun Háskóla Ís- lands, um minna frumvarp sjávarútvegsráðherra. „Ég legg til að stjórnlagaráð [ ] setji inn í stjórnarskrána að það sé bann- að að sitja á Alþingi nema eiga ekki börn.“ Péur Blöndal flissandi í ræðustóli Alþingis eftir miðnætti. Fundað er stíft og haft var á orði að það væri ekki fjölskylduvænn vinnustaður. „Þetta getur ekki verið satt.“ Séra Vigfús Þór Árnason um tillögur velferð- arráðs Reykjavíkur um að kirkjunni verði bann- að að auglýsa félagsstarf sitt í skólum. „Þetta er pólitísk atlaga. Fyrstu pólitísku réttarhöldin í Íslandssögunni verða stað- reynd.“ Geir H. Haarde, fv. forsætisráðherra, sem kom fyrir landsdóm í vikunni. „Kirkjan hefur að okkar mati brugðist [ ] með því að taka ekki við þessum einstaklingum og fjalla um mál þeirra af sanngirni og virðingu og með faglegum og vönduðum hætti.“ Róber Spanó, formaður rannsóknarnefndar kirkju- þings, um viðbrögð við ásökunum um kynferð- isbrot Ólafs Skúlasonar biskups. „Rökin minntu mig einna helst á Erich von Däniken, sem ég las fyrir 40 árum, og sannanir hans fyrir því að guðirnir hefðu verið geimfarar.“ Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, um útskýringar geðlæknis á ADHD, athyglisbresti með of- virkni. „Sorglega fávís.“ Ellen Calom, fram- kvæmdastjóri ADHD- samtakanna, um málflutning Gunn- ars Smára. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Niðurstaða ESA Hin fréttin var um „niðurstöðu ESA“ varðandi innstæðutryggingar. Niðurstaðan sú varð í full- komnu samræmi við opinberar hótanir forseta ESA-nefndarinnar, sem fylgdi hótunum sínum eftir með því að gefa til kynna að hann hefði EFTA-dómstólinn í vasanum, eftir því sem skilja mátti af orðum hans. Íslensk yfirvöld brugðust fullkomlega gæslu síns málstaðar með því að láta þessa ótrúlegu framgöngu liggja kyrra þá og einnig þegar þau þóttust þó loks vera tekin að gæta hagsmuna landsins. Ekki hefur heldur verið upplýst hvernig íslenski fulltrúinn í ESA-nefndinni, sem Össur Skarphéðinsson skipaði til verks, hefur gengið fram og hvort hann hafi mótmælt hinni fráleitu framgöngu forseta nefndarinnar. En rétt eins og skuldabréfaútgáfan var ekki eins mikil frétt og einhver kynni að hafa ætlað í ljósi þriggja mánaða gamalla ummæla í Reykjavík- urbréfi, þá er ESA-fréttin það enn síður í ljósi orða forseta nefndarinnar. Einhver var að furða sig á því að ekkert tillit hefði verið tekið til sjónarmiða Íslands, en for- leikurinn hefði mátt undirbúa þá sömu ræki- lega, svo það myndi ekki flögra að þeim að það yrði gert. Ísjakar og fuglalíf við Grænland. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.