SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Side 17
19. júní 2011 17
B
ragi Þór er fjölskyldumaður en
hann er giftur Jóhönnu Frímann.
Þau eiga þrjú börn, Bergþór Frí-
mann Sverrisson, 20 ára, en hann
er fóstursonur Braga, Ernu Ísabellu, 13 ára,
og Hinrik Huldar, sem er þriggja ára.
Bergþór lenti í því að veikjast skyndilega af
geðsjúkdómi þegar hann var ásamt Braga
Þór við tökur á Skoppu og Skrítlu-bíómynd-
inni í Flórída í Bandaríkjunum fyrir tveimur
árum. „Þetta er geðrof, en greining getur
tekið mörg ár,“ segir hann og útskýrir að
geðklofi sé ekki rétta orðið. „Þetta var tíma-
bundið geðrofsástand sem var spornað við
og það hefur endurtekið sig einu sinni síðan
þá.“
Hann segir fólk ekki vita mikið um þennan
sjúkdóm og segist sjálfur hafa þurft að horf-
ast í augu við eigin fordóma.
„Þegar þetta kemur fyrir mann kemur í
ljós hvað maður hefur sjálfur haft mikla for-
dóma. Maður skilur þetta ekki. Það kom mér
ofboðslega á óvart hvað ég vissi lítið um
þetta. Pabbi hans fékk þetta og ég vissi af því
en ekkert meira en það,“ segir Bragi Þór,
sem kom inn í líf Bergþórs þegar hann var
fimm ára.
Hann segir bæði í gríni og alvöru að Englar
alheimsins hafi nánast verið það eina sem
hann vissi um geðklofa og geðsjúkdóma.
„Maður hafði heyrt að þetta væri ættgengt
en þegar þetta gerist getur enginn sett þig í
stellingar fyrir það. Það er ofboðslega sjokk-
erandi að sjá þetta gerast,“ segir hann en
áfallið kom á síðasta tökudegi úti í Pensacola.
Héldu að það væri ólyfjan í drykknum
„Við fórum með hann á sjúkrahús í nágrenn-
inu. Við héldum fyrst að einhver hefði lætt
lyfjum í drykkinn hans. Það var margt fólk á
hótelinu og þar á meðal nokkrir partíglaðir
strákar. Við létum taka blóðprufu til að vita
hvort það væri eitthvað í blóðinu en svo var
ekki. Læknirinn sem var á vakt, sem var
reyndar ekki geðlæknir, sagði okkur að það
sem honum sýndist vera að gerast væri að
þetta væri fyrsta geðrofskastið. Ég kveikti þá
strax á því að það væri möguleiki,“ segir
hann en Bergþór fékk lyf en fyrir höndum
var langt ferðalag til Íslands. Hann útskýrir
að ástand stráksins hafi lýst sér þennig að
hann hafi fengið miklar ranghugmyndir um
allt og alla.
„Við flugum frá Pensacola til Atlanta, Atl-
anta til New York, og New York til Íslands.
Allt starfsfólk myndarinnar lagðist á eitt við
að hjálpa til. Við töluðum við hann til að láta
hann vita að þetta væri ekki eðlilegt ástand,
á fimm mínútna fresti í tvo sólarhringa. Við
sáum að við náðum aðeins sambandi við
hann inni á milli. Við sögðum við hann:
„Þetta er ekki eðlilegt, þú ert á leiðinni heim
og við erum að fara til læknis.“ Við gerðum
þetta alveg þangað til við vorum komin uppá
Landspítala. Við hugsuðum ekki um neitt
annað en að koma drengnum heilum heim
og undir læknishendur,“ segir Bragi Þór,
sem vissi ekki á þessum tímapunkti hvort
þetta væru rétt viðbrögð eður ei en fylgdi
eigin hugboði.
Bergþór fór inn á BUGL (barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans). „Þar fengum
við ómetanlega hjálp frá starfsfólkinu sem
okkur er mjög minnisstæð,“ rifjar hann upp.
Þetta fór vel og Bergþór náði góðum bata.
„Hann fór á lyf og kom til baka. Hann er bú-
inn að standa sig ofboðslega vel í skólanum.
Hann fékk annað kast um síðustu jól, fór aft-
ur á lyf og náði öllum prófunum núna í vor. Í
augum mínum er þessi drengur algjör hetja
og ég þreytist aldrei á að segja það,“ segir
hann stoltur.
„Þetta er strákur í blóma lífsins. Það sem
maður vill að gerist er að hann geti haldið
áfram að lifa eðlilegu lífi.“
Bragi Þór segir vinahóp Bergþórs hafa ver-
ið mikla stoð og styttu í veikindunum.
„Þetta var mikið sjokk fyrir hópinn en þau
fóru öll með okkur í gegnum þetta, heim-
sóttu hann á BUGL og tóku þátt í hópfundum
þar sem veikindin voru útskýrð fyrir þeim.
Það hefur verið alveg ómetanlegt.“
Skrifa handritið saman
Feðgarnir eru búnir að ákveða að gera stutt-
mynd um þessa lífsreynslu.
„Hann kallar þetta að vera heilabrotinn.
Við erum að skrifa hana saman, hún er að
mestu byggð á því hvernig hann upplifði
þetta. Þetta verður dramatísk stuttmynd
sem lýsir strák sem fær geðrof. Þó Bergþór sé
búinn að ná bata, sé á lyfjum, þá er minn-
ingin um lífsreynsluna svo sterk. Hann
hlustar á læknana, tekur lyfin og treystir
okkur og læknunum. Hann viðurkennir og
skilur að þetta er sjúkdómur en upplifunin er
svo raunveruleg. Það er fókus myndarinnar.
Við ætlum að kafa ofan í þennan punkt með
myndinni sem okkur langar að gera,“ segir
hann en þeir ætla að gera hana næsta vetur.
Bergþór stefnir sjálfur á að leika aðal-
hlutverkið. „Hann langar að leika þetta og ég
held að hann geti það. Þegar hann var yngri
var hann að leika í auglýsingunum hjá mér.
Hann þarf bara að dusta rykið af hæfileik-
unum,“ segir Bragi Þór léttur.
Hjónin Jóhanna og Bragi Þór á góðri stundu.
Feðgarnir í Pensacola í Flórída.
Jóhanna Frímann, eiginkona Braga Þórs, ásamt börnunum
Bergþóri og Ernu Ísabellu.
Bergþór stóri bróðir og Hinrik Huldar litli bróðir.
Bergþór úti á Flórída við tökur á kvikmyndinni Skoppa og Skrítla í bíó, skömmu áður en hann veiktist.
„Hann kallar þetta
að vera heilabrotinn“