SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Page 20
20 19. júní 2011
É
g hef haft áhuga á ljósmyndun
frá því í barnaskóla og eign-
aðist á einhverjum tíma agn-
arsmáa og ófullkomna
myndavél sem ég fann í ljósmynda-
vöruverslun efst á Skólavörðustíg. Not-
aði hana m.a. til að taka myndir af
skólafélögunum. Því miður eru þær
myndir flestar glataðar,“ segir Jóhann
Páll Valdimarsson sem fleiri tengja við
bókaútgáfu en ljósmyndun.
„Um sextán ára aldurinn eignaðist ég
þokkalega myndavél og tæki til fram-
köllunar og stækkunar á svarthvítum
myndum sem ég notaði óspart. Svo hef
ég smám saman fikrað mig áfram og
keypt fullkomnari myndavélar eftir því
sem þekking mín hefur aukist og ljós-
myndaáhuginn vaxið.
Það voru tíðindi í bókaútgáfu þegar
Setberg gaf út mjög vandaða og mikla
bók um ljósmyndun á íslensku eftir
John Hedgecoe 1982. Þetta var vita-
skuld fyrir tíma stafrænnar ljósmynd-
unar. Þessa bók las ég ótal oft spjald-
anna á milli og hún var hrein gullnáma
um öll grundvallaratriði ljósmyndunar.
Hún varð grunnurinn að faglegri
myndatöku minni. Síðan hef ég lesið
aragrúa bóka um efnið, ekki síst eftir
stafrænu byltinguna. En það gilda öll
sömu grundvallaratriðin hvort heldur
notuð er filmu- eða stafræn vél. Það er
mikilvægt að kunna skil á grunnatrið-
unum í ljósmyndun og framköllun þó
unnið sé í stafrænu umhverfi. Það er
fátt hættulegra en að skella sér beint í
Photoshop og ýta þar á alla mögulega
hnappa ef grunnþekkinguna vantar.“
Hvað myndarðu helst?
„Ég mynda svo sem allt milli himins
og jarðar. Það fer mest eftir því hvar ég
er staddur í veröldinni á hvað ég legg
áherslu. Á Íslandi er það fyrst og fremst
höfundar og landslag og svo eru barna-
börnin í miklu uppáhaldi.
Ég veit ekki hvað veldur því en ég er
mjög upptekinn af fallvaltleika tilver-
unnar í ljósmyndun. Þegar ég eignaðist
góða filmuvél og framkallaði sjálfur
myndaði ég til dæmis talsvert á ösku-
haugunum í Gufunesi. Man vel eftir
myndum af hestum að éta úrganginn á
snæviþöktum haugunum. Yfirgefnar
síldarverksmiðjur og fallin mannanna
verk draga mig til sín. Svo er ég mikið
gefinn fyrir drama og nota skýjafarið
óspart til að ná því fram.
Erlendis sækist ég eftir að mynda ut-
angarðsfólk og þá sem hafa orðið undir
í lífsbaráttunni og kjör þeirra. En
landslag og dýr skipa alltaf stóran sess
líka.
Sennilega er eftirminnilegasta ljós-
myndarispan frá síðasta ári þegar ég
heimsótti gettó með milljónum íbúa í
Höfðaborg í Suður-Afríku. Það var
mikil reynsla og erfið ljósmyndun. Var
þarna einn eftirmiðdag og myndaði
eins og ég mögulega gat enda var ég ör-
magna eftir ferðina. Lykillinn að því að
fá að mynda utangarðsfólk er að ná
vinsamlegu sambandi við það svo það
forðist ekki vélina. Myndir mega held-
ur ekki verða of uppstilltar. Ég vil ná
fólki eðlilegu.
Iðulega þegar ég er í formlegum
myndatökum eins og af höfundum þá
tek ég í gríð og erg áður en viðkomandi
nær að slaka á og ég veit allan tímann
að þetta eru ekki réttu myndirnar. Svo
segi ég eftir dálítinn tíma að mynda-
tökunni sé lokið og þá slappar mynd-
efnið af en þá tek ég vélina fram aftur
og segist ætla skjóta nokkrum myndum
til viðbótar til gamans. Þá fyrst er ég
virkilega að reyna að ná réttu mynd-
inni og fyrirsætan orðin slök.“
Fer þetta vel saman við starf for-
leggjarans?
Táningsstúlka og barn í gettói Höfðaborgar. Brjálaður bavíani rænir túrista í Suður-Afríku. Útigangsmaður á Jamaíka hvílir lúin bein.
Stúlkurnar
rifu hár sitt
í fögnuði
Nú um helgina verður opnuð sýning á ljósmynd-
um Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgáfustjóra
JPV-útgáfu, í Safni íslenskrar menningararf-
leifðar á Gimli. Fallvaltleiki tilverunnar er Jó-
hanni Páli hugleikinn þegar hann mundar vélina.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Borgarfjörður í allri sinni vetrardýrð.
Hestur í Amish-byggðum Ameríku.