SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 23
19. júní 2011 23
ekki röng og hún er ekki ný. En hún er samt galin,
vegna þess að slík umbylting verður ekki gerð
nema með því að breyta „stjórnarskrá“ ESB, sem
reyndar gengur undir felunafninu Lissabonsátt-
málinn. Sjálfsagt væri ekki útilokað að gera slíka
breytingu heimildarlaust og í gegnum bakdyrnar.
Annað eins hefur Brussel komist upp með. En það
tæki allt of langan tíma og ekki er útilokað að
Stjórnlagadómstóll Þýskalands, sem látið hefur
draga sig á asnaeyrum lengi, myndi loksins taka á
sig rögg. Og svo eru það Sannir Finnar og almenn-
ingur um alla Evrópu sem er að hrökkva upp með
andfælum og sér að raunveruleikinn er verri en
martröðin.
Eina færa leiðin
Eini kosturinn er sá að leiðtogar Evrópu yrðu einu
sinni á undan atburðarásinni. Þeir kyngdu því sem
þeir svo lengi hafa tuggið: Evran getur ekki verið
þjóðargjaldmiðill fjölmargra ríkja nema þau sættist
á að haga sér í samræmi við það, sem eitt ríki. Enn
sem komið er hefur Brussel horft á Grikkland, Ír-
land og Portúgal sem síamsþríbura. Þeim sem vilja
skilja þá að er bent á að það sé einfaldlega ekki
hægt. Þótt þeir eigi vissulega að vera í laustengdu
sambandi ríkja, séu þeir í raun í sambandsríki.
Þótt fæturnir séu sex og eins handleggirnir og höf-
uðin virðist þrjú, sé hjartað aðeins eitt. Tikkinu í
því sé stjórnað frá Brussel og Frankfurt. En sú
óþægilega læknisskoðun sem þjóðirnar hafa geng-
ið í gegnum að undanförnu sýnir að þessi anatóm-
íska greining stenst ekki. Síamsþríburarnir, jafn-
vel fjór- og fimmburarnir, eru enn með hjörtun á
sínum stað. Hin sanna lífsvon þeirra allra felst í því
að þau fái að slá á ný í þeim takti sem á við þeirra
eigin þjóðarlíkama en ekki annarra. Enginn segir
að skurðaðgerðin til að skilja þá að verði ekki erfið
og heldur ekki að hún sé með öllu hættulaus, en
allt er þó betra en óbreytt ástand. Það felur dauð-
ann í sér.
Notið blíðunnar í
Grasagarðinum í Laugardal
Morgunblaðið/Ómar
eitt hjarta?
G
eðsjúkdómar gera ekki endilega boð á undan sér – geta stungið sér niður án
fyrirvara. Þeir fara heldur ekki í manngreinarálit, spyrja hvorki um stétt,
stöðu né aldur. Fróðlegt er að lesa viðtal Ingu Rúnar Sigurðardóttur blaða-
manns við Braga Þór Hinriksson kvikmyndaleikstjóra í Sunnudagsmogg-
anum í dag en tvítugur fóstursonur hans, Bergþór Frímann Sverrisson, veiktist skyndi-
lega af geðsjúkdómi þegar hann var ásamt Braga Þór við tökur á bíómyndinni um Skoppu
og Skrítlu í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Átakanlegt er að lesa lýsingu Braga Þórs á
atburðarásinni frá því þau eiginkona hans, Jóhanna Frímann, gera sér grein fyrir því að
eitthvað alvarlegt amar að drengnum þangað til hann fær viðeigandi læknisaðstoð á Ís-
landi. Bergþór greindist með geðrof og hefur náð góðum bata með atbeina viðeigandi
lyfja. „Í augum mínum er þessi drengur algjör hetja og ég þreytist aldrei á að segja það,“
segir Bragi Þór í viðtalinu.
Það þarf hugrekki til að ræða af slíku hispursleysi opinberlega um veikindi af þessu tagi
því enda þótt fordómar í garð geðsjúkra hafi minnkað til muna á Íslandi á umliðnum árum
eru þeir enn fyrir hendi. Byggja þeir einkum á þekkingar- og skilningsleysi. Þessum for-
dómum þarf að eyða í eitt skipti fyrir öll og er saga Bergþórs Frímanns Sverrissonar lóð á
vogarskálarnar. Sjálfur notar hann merkilegt orð um veikindi sín, kveðst vera heilabrot-
inn. Þess má geta að feðgarnir vinna nú að stuttmynd um reynslu Bergþórs og upplifun
hans á veikindunum sem fróðlegt verður að berja augum þegar þar að kemur.
Vanlíðan og sjálfseyðing
Átröskun er önnur birtingarmynd geðraskana en um þau erfiðu veikindi fjallar Róbert B.
Róbertsson blaðamaður í Vikuspegli í blaðinu í dag. Tilefnið er stofnun Vökuróar, samtaka
átröskunarsjúklinga hér á landi. Alma Geirdal, formaður samtakanna, dregur líðan þessa
fólks vel saman í samtali við Róbert: „Sjúkdómnum fylgir gríðarlega mikið niðurrif, bæði
andlegt og líkamlegt,“ segir Alma. „Þetta er svakaleg vanlíðan og sjálfseyðing og sjúk-
dómurinn stjórnar manni algjörlega. Sjúkdómurinn tekur frá manni alla skynsemi og
löngun til að lifa af því að maður er að raska því sem er eðlilegast í lífi manns. Maturinn er
ekki vandamálið, það er vanlíðanin, en maturinn er fíknin, stjórntækið. Hvorki ofáts- né
lotugræðgisjúklingar hafa stjórn á sér þegar kemur að mat og lystarstolssjúklingar stýra
algjörlega næringarinntöku.“
Átröskun er mein sem vinna þarf gegn af fullum þunga.
Hofi sé lof
Menningarhúsið Hof á Akureyri fagnar eins árs starfsafmæli um þessar mundir. Fram
kemur í grein Skapta Hallgrímssonar blaðamanns, sem vaktað hefur húsið í máli og
myndum, að mönnum þyki almennt vel hafa tekist til og Hof virkað sem sá segull sem
vonast var til. Ástæða er til að óska Akureyringum og landsmönnum öllum til hamingju
með eins árs afmæli Hofs – megi það lengi ylja fólki og ögra.
Heilabrotinn
„Það er fásinna að flytja inn vist-
kerfi.“
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands.
„Það er stundum eins og fólk hafi
litlar áhyggjur af mögulegum afleið-
ingum slysa eða sjúkdóma, en sé með
miklu meiri áhyggjur af því hversu
há sjálfsábyrgðin er á kaskótrygg-
ingu bílsins.“
Ásgrímur Helgi Einarsson, deildarstjóri
söluþjónustu hjá VÍS.
„Ég hef ekki oft upplifað það
sem þjálfari landsliðsins að það
spili jafnvel og það
gerði að þessu
sinni í ljósi þess
hversu sterkur
andstæðing-
urinn var.“
Guðmundur
Þórður Guð-
mundsson,
landsliðs-
þjálfari í
hand-
bolta, eftir burstið á Austurríkismönnum í Laug-
ardalshöll.
„Hamingjan vex mjög inn úr eyr-
unum og er tré með kirsuberjum.“
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir rithöfundur.
„Var einhver að tala um pólitík í
tengslum við „landsdóms-
málið“?“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver-
andi utanríkisráðherra.
„Við erum betri en við
höfum sýnt hingað til.“
Kolbeinn Sigþórsson, miðherji ís-
lenska U21-árs landsliðsins, á EM í
Danmörku.
„Ég baðst fyrirgefningar
á því að ég skyldi
bregðast væntingum
þeirra kvenna sem
til mín leituðu í þessu
máli.“
Karl Sigurbjörnsson, biskup
Íslands, vegna ásakana á
hendur forvera sínum, Ólafi
Skúlasyni.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal