SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 24
E itt stykki menn- ingarhús er mikið mál fyrir bæjar- félag eins og Ak- ureyri. Vitað var að Hof yrði dýrt í byggingu og rekst- urinn kostar drjúgan skild- ing, en óvissan var nokkur um hvernig til tækist í list- rænu tilliti og hver viðbrögð fólks við þessu merkilega húsi yrðu. Í fljótu bragði virðast allir nokkuð sáttir, og opnun hússins hafi ekki dregið mátt úr liststarfsemi annar staðar í bænum eins og ýmsir óttuðust. Jafnvel þvert á móti. „Vel á annað hundrað þúsund manns heimsóttu Hof í vetur og aðsókn á flesta viðburði var mjög góð; viðtökurnar hafa satt að segja farið fram úr okkar björtustu vonum og spám, ekki síst hve húsið hefur verið vel nýtt undir ýmsar veislur og móttökur, ráðstefnur og fundi. Hér fer margt annað fram en stórir tónleikar,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hofs. „Við finnum að húsið hefur haft jákvæð áhrif á samfélagið í heild, ekki bara menningarlífið heldur á verslun, þjónustu og aðra atvinnuuppbyggingu í bænum, og ekki veitir af. Fjöldi fólks hefur komið í bæinn, bæði vegna ráðstefna og þess háttar og líka í kringum tónleikahald.“ Hún hefur eftir hótelhöldurum á KEA að reyndar hafi heldur dregið úr ráð- stefnum þar en á móti komi að gestum á hótelinu hafi fjölgað. „Kakan hefur því stækkað hraðar en við þorðum að vona.“ Sumir óttuðust að menningarhúsið hefði slæm áhrif á Listagilið en Valdís Við- ars, forstöðumaður menningarmiðstöðv- arinnar þar og framkvæmdstjóri Lista- sumars, segir Hof bæði hafa hjálpað til og dregið úr. Á því séu eðlilegar skýringar, til dæmis hafi Tónlistarskólinn notað Ketilhúsið mikið áður en sé nú fluttur í Hof. Tónlist og sviðslistir hafi hreiðrað um sig þar en sjónlistir muni að sama skapi eflast í Gilinu. Sérhæfingin aukist. „Tilkoma Hofs hefur hjálpað til að því leyti að fólk hér í Gilinu, sem var dálítið sundrað, hefur unnið saman af meiri krafti en áður. Strax í haust var ákveðið að móta skýra framtíðarsýn fyrir Listagil- ið og skýrsla til bæjaryfirvalda þar um er tilbúin.“ Valdís segir því mikla bjartsýni ríkjandi í Listagilinu. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu (menningar-, markaðs- og ferðamálaskrifstofu Akureyrarbæjar), segir Hof hafa virkað sem sá segull sem vonast var til. Hinar ýmsu sýningar hafi verið mjög vel sóttar, eins og Ingibjörg benti á, og hann nefnir sérstaklega tvær stórar ráðstefnur. „Það vegur nokkuð upp á móti þeim mikla kostnaði sem bær- inn verður fyrir, sem er um það bil 320 milljónir á ári.“ Húsaleiga (sem bærinn greiðir í raun sjálfum sér í gegnum Fast- eignafélag Akureyrarbæjar) er 270 millj- ónir og bærinn leggur menningarfélaginu Hofi til 55 milljónir. Hvort sem menningarhúsið hefði kom- ið til eða ekki hefði bærinn þurft að greiða húsaleigu fyrir tónlistarskólann, svo dæmi sé tekið, en Þórgnýr segir húsið vissulega stóran bita að kyngja. „Það þurftu allir að herða ólina og nokkur ár tekur að aðlagast því að fá svona stórt verkefni inn í bæjarreksturinn, en það sama á við um aðra fjárfestingu eins og þegar nýr skóli er tekinn í notkun. Því má Ásgeir Jónsson söngvari Bara- flokksins brýnir raustina. Kristján Jóhannsson söng Hamraborgina á vígsluhátíð Hofs 28. ágúst. Hingað eiga allir erindi Fyrsti starfsvetur menningarhússins Hofs á Ak- ureyri er liðinn. Þar hefur verið líf í tuskunum og aðsókn betri en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.