SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 26
26 19. júní 2011 S uðurríkjaskáldsagan svonefnda, uppfull með kynlega kvisti, óhugnað, undarlegar, allt að því yfirnáttúrulegar uppákomur og yfirvegaða kaldhæðni í mannlífs- og þjóðfélagsgreiningum sínum, var á tímabili mikilvægt framlag til banda- rískra bókmennta, þökk sé höfundum á borð við William Faulkner, Flannery O’Connor, Carson McCullers, Eudora Welty, Thomas Wolfe og Truman Ca- pote. Viðfangsefni þeirra allra var fram- ar öðru hægfara hnignun menningar og þjóðlífs í suðurríkjum Bandaríkjanna í kjölfar ósigursins í Þrælastríðinu, ekki síst úrkynjun gamla og gróna suð- urríkjaaðalsins, og í víðara samhengi það sem Tennessee Williams, annar gegn suðurríkjapiltur, kallaði „hugboðið um ógnina að baki nútímamannlífi“. Minna hefur farið fyrir þessari tegund skáldsagnaritunar í Bandaríkjunum undanfarna áratugi, a.m.k. meðal þeirra höfunda sem bókmenntaheimurinn læt- ur mest með. Hins vegar gætir áhrifa hennar meðal nokkurra höfunda sem rita það sem kalla mætti skáldsögur um ofbeldi fremur en glæpasögur, t.a.m. Stephen King (The Green Mile), Cormac McCarthy og James Dickey, auk þess sem skástu blóðsugubókmenntir síðari ára (Anne Rice) eru gegnsýrðar ekta suðurríkjahrolli. Enginn þessara höf- unda hefur þó notið viðlíka hylli gagn- rýnenda fyrir bækur sínar, bæði þeirra sem sérhæfa sig í „glæpasögum“ og sér- fræðinga í fagurbókmenntum, eins og James Lee Burke. Joyce Carol Oates, sem sjálf er afkastamikill rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi fyrir bandarísk stórblöð, hefur lýst því yfir að Burke sé í sérflokki meðal þeirra sem fjalli um sakamál, fyrir þá blöndu ljóðrænnar frá- sagnargáfu og mergjaðra lýsinga á hömlulausu ofbeldi sem finna megi í bókum hans. Þessi vinnubrögð hafa reynst Burke vel; til að mynda telja margir að skáldsaga hans The Tin Roof Blowdown (2007) sé áhrifamesta skáld- verk sem skrifað hefur verið um ófremdarástandið í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina lagði borgina í rúst. Að auki hefur hann hlotið helstu bók- menntaverðlaun, t.d. Edgar-verðlaun sakamálahöfunda og Pulitzer fyrir bæk- ur sínar. Meingallaður mannvinur Burke hóf rithöfundarferil sinn um miðjan sjöunda áratuginn og hefur nú gefið út rúmlega 30 skáldsögur og smá- sagnasöfn. Þekktastar bóka hans eru rit- röðin sem kennd er við Dave Robicheux, (borið fram „robisjó“), lögreglumann af Cajun-ættum í smábænum New Iberia í suðurhluta Louisiana, en átjánda bókin í þessari röð kom út fyrir ári. Fáar skáld- sagnapersónur eru jafn mótsagna- kenndar, og um leið jafn heilsteyptar í mótsögnum sínum, og Robicheux þessi. Hann er mörgum kostum búinn, til dæmis gæddur ríkri réttlætiskennd og siðferðisvitund, vel lesinn og máli far- inn. En hann hefur fleiri djöfla að draga en flestir dauðlegir menn. Faðir hans, olíuverkamaður á borpalli úti fyrir ströndum Louisiana, ferst í sprengingu þegar hann er ungur drengur, í fram- haldinu verður móðir hans leiksoppur fjölmargra karlmanna og á endanum fórnarlamb eins þeirra. Kornungur hleypst Robicheaux á brott, gengur í herinn og er sendur til Víetnams. Þaðan sleppur hann með martraðir og áfeng- issýki fyrir lífstíð. Um skeið vinnur hann sem rannsóknarlögreglumaður í New Orleans, þar sem hann gengur í fóstbræðralag við annan eftirminnilegan gallagrip, Cletus Purcel, en hrökklast þaðan eftir uppljóstranir sem reynast yfirboðurum hans óþægilegar. Þá er það sem honum býðst starf sem sveitalögga í New Iberia, þar sem Robicheaux- bækurnar gerast að mestu. Þetta er baksvið þeirra atburða sem velt er upp í bókunum, og raunar und- irrót margra þeirra. Gamlar syndir Ro- bicheux dúkka upp og flækja mál, gaml- ir fordómar hans sömuleiðis, að ónefndri meðfæddri andstyggð hans á þeim sem misbeita valdi sínu í krafti fjölskyldutengsla, pólitískra áhrifa eða auðæfa. Í ofanálag setja þunglyndi Ro- bicheux og óstjórnleg reiðiköst mark sitt á atburðarásina, og gera hann beinlínis hættulegan sjálfum sér og öðrum. Ein- ungis langlundargeð lögreglustjórans í New Iberia, hinnar samkynhneigðu Hel- en Soileau, vinátta þeirra Clete Purcels og umburðarlyndi eiginkvenna hans, halda Robicheux á réttum kili andlega. En ofbeldi kallar á meira ofbeldi, fyrsta eiginkona hans, Anne, er myrt af maf- íutengdu gengi og þriðja eiginkona hans, Molly og fósturdóttir þeirra, Alafair, eru í stöðugri lífshættu vegna þeirra mála sem Robicheaux tekur að sér, oft í óþökk samstarfsmanna sinna og þeirra sem halda um valdatauma í Louisiana. En eins og margar hetjur Íslend- Illvirki í paradís Í sögum bandaríska rithöfundarins James Lees Burkes tvinnast saman örlög tukthúslima, glæpaforingja, vændiskvenna, eiturlyfjasala og spilltra lögreglu- og stjórnmálamanna sem allir lifa lífinu á eins konar tilvistarlegu átakasvæði. Aðalsteinn Ingólfsson adalart@mmedia.is Bandaríski rithöfundurinn James Lee Burke.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.