SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 31
19. júní 2011 31
Þ
að er vel við hæfi að myndir úr myndaalbúmi
sunddrottningarinnar Ragnheiðar Ragnarsdóttur
innihaldi nokkrar myndir sem tengjast vatni en
þær eru ófáar sundlaugarnar sem hún hefur farið í.
„Ég er að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið sem fer
fram í Kína í sumar,“ segir Ragnheiður aðspurð hvernig lífið
gangi þessa dagana. Ragnheiður synti á sínum besta tíma á
heimsmeistaramótinu í Dubai í desember og ætlar sér enn
betur í sumar. „Það er ár í Ólympíuleikana svo ég er ekkert
að slaka á núna. Planið er að ná lágmörkum í sumar.“ Ól-
ympíuleikarnir fara fram í London á næsta ári og setur Ragn-
heiður markið á A-lágmark til að ná inn á leikana. Hún er að
íhuga að fara út í haust til að æfa í ár fyrir leikana. Hún er að
skoða nokkur félög í nokkrum löndum og segir að margt sé
að huga að í sambandi við að flytja út. „Þjálfari, æfingaað-
staða og svo að sjálfsögðu kostn-
aðurinn. Það er mjög dýrt að ætla
að vera úti í heilt ár þannig að ég
er að leita mér að styrkjum og
stuðningi við það. Ég held hins
vegar að það gæti verið mjög
gott að komast í gott æfingaum-
hverfi hjá toppþjálfara, þá stend-
ur ekkert í vegi fyrir því að
ætla í úrslit á leikunum,“
segir þessi frábæra en
jafnframt önnum kafna
sundkona.
ingarun@mbl.is
Á ferðalagi á Snæfellsnesi.
Ragnheiður að stinga sér út í Garda-vatnið á Ítalíu. „Ég ætlaði að taka góða æfingu og
synda yfir og til baka en bikiníið hélt ekki svo ég fór bara í sólbað.“
„Ég með litla frænda mínum Degi Orra. Hann er í miklu uppáhaldi.“
„Ég setti 25 sent í þessa vél í Vegas og það byrjaði að gjósa 25 köllum.
Ég fékk 100 dollara í klinki,“ segir sundkonan heppna.
„Einn af uppáhaldsstöðunum
mínum á landinu er Bláa lónið.
Þetta var á afmælinu mínu í
fyrra. Ég fer mjög reglulega í
lónið og slaka á. Það er best.“
„Ekkert
að slaka á“
Myndaalbúmið
Að þessu sinni er það sund-
drottningin Ragnheiður Ragn-
arsdóttir, sem opnar myndaal-
búmið sitt.
Ragnheiður og hund-
urinn Rosita, sem hún
féll fyrir og fékk að
knúsa á þarsíðustu
Smáþjóðaleikum.
„Þriggja ára af-
mælið mitt. Pabbi
er þarna með kök-
una og flottustu
gleraugu í heimi!“
Í sundi á Sauðárkróki sem smástelpa.
Í hádegismat á Hótel Búðum á Snæfellsnesi
eftir langa göngu með vinum.
„Á opnunarhátíðinni á Ólympíuleikunum í Beijing í Kína árið 2008. Með flottari stundum sem
ég hef upplifað. Gleymi þessu aldrei,“ segir Ragnheiður.