SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 41

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 41
19. júní 2011 41 LÁRÉTT 1. Aumingi stingur ekki aftur krónu. (16) 7. Lögun á kinn hentar sem tónlist. (8) 8. Hvítur er fyrir öll eitur. (9) 9. Í fermetra ferst einn sem er hálfur Kani. (8) 10. Með sorg Mónika sameinast hljóðfæri. (9) 11. Örvera finnst í kaffiteríu á bakvið. (8) 12. Sjá Dabba snúa við fyrir ís frá trúaðri konu. (7) 15. Skítur kemur til baka í eftirdragi. (4) 16. Stutt er alltaf með skammt upp á kíló. (8) 18. Neitar fat að vera staður við sjó. (11) 21. Gyðja mín er vakandi. (7) 24. Heilagt tréð og áfengi gerir eldunina. (10) 26. Skuld var einhvers konar blaður. (8) 27. Skamm, skaði í hálfgerðu urri yfir stúlkum. (10) 30. Fimmhundruð og einn skó tek, Ari minn, handa plötusnúð. (11) 31. Samstilltir keyra þrátt fyrir allt. (7) 32. Vil fá einn töfragrip. (10) LÓÐRÉTT 1. Fjandi tapar frumefni fyrir víða og ruglaða og þann sem er að koma að. (9) 2. Stend við raðir hjá upplýstum. (9) 3. Frostskemmd trés gefur bikara. (8) 4. Eggjast okkar menn af líffærum kvenna. (12) 5. Gulnað skott er gott til átu. (7) 6. Ástleitni við sjárvarsíðu við þann sem að sögn kemst ekki burt. (10) 8. Það sem er til kaups hverfur mikið meira. (7) 13. Sviðinn við vatnsbólið. (8) 14. Sigurvíma er á mörkum þess að sýna bók- staf. (5) 17. Glöð með skegg? (8) 18. Afhendi að dyrum við lok veraldrar. (9) 19. Tuð dauðra yfir næstum því eins. (8) 20. Fylki kúrekans asnast til að birtast. (6) 22. Sigraði brjálaðar og horaðar. (9) 23. Stubbur geislar yfir því að vera auðmaður. (7) 25. Felubúningurinn sem þú finnur í fórum píla- grímanna. (6) 28. Fangað og gefið. (5) 29. Af mánudegi er óféti eitt eftir. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 19. júní rennur út 23. júní. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 26. júní. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafi krossgátunnar 12. júní er Óskar H. Ólafsson, Dalengi 2, Selfossi. Hann hlýtur í verðlaun bókina Péturspostillu eftir Pétur Gunnarsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Undanfarin ár hefur sigursælasti skákmaður Íslendinga undir tví- tugu verið Hjörvar Steinn Grét- arsson. Furðu treglega hefur gengið hjá piltinum að krækja sér í áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þar sem legið hefur í augum uppi að styrkleikinn hef- ur verið til staðar um alllangt skeið. Hjörvar réð bót á þessu á dögunum þegar hann tók þátt í stórmeistaraflokki innan móta- syrpu sem gengur undir nafninu „Fyrsti laugardagur“ og er hald- in í Búdapest allt árið um kring. Með honum í för voru þeir Daði Ómarsson, sem tefldi í flokki al- þjóðlegra meistara, og Eyjamað- urinn Nökkvi Sverrisson sem tefldi í flokki FIDE-meistara. Hjörvar var búinn að ná áfang- anum eftir sjö umferðir og með því að vinna tvær síðustu skák- irnar gegn sterkum stórmeist- urum gat hann náð áfanga að stórmeistaratitli. Hann var ná- lægt því að leggja Levente Vajda að velli með svörtu í næstsíðustu umferð og gerði svo jafntefli í lokaumferðinni. Lokanið- urstaðan varð 2. sæti í keppni tíu skákmanna þar sem meðalstigin voru 2.412 stig en Hjörvar hækk- aði um elo-20 stig fyr- irframmistöðuna. Sigurvegari í þessum flokki var heimamað- urinn Oliver Mikhof með 6½ vinning. Hjörvar byrjaði illa, tapaði í fyrstu umferð en fékk 4½ vinning úr næstu fimm skák- um. Hann var ekki alltaf að þræða troðnar slóðir eins og eft- irfarandi skák ber með sér en greip tækifærið þegar það gafst. Í fjórðu umferð lagði hann þýskan skákmann að velli eftir að hafa sloppið úr smá klandri í byrj- uninni. Daniel Sidentorpf – Hjörvar Steinn Grétarsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c3 Bg7 4. d4 cxd4 5. cxd4 d5 6. exd5 Rf6 7. Bb5+ Bd7 Algengara er 7. … Rbd7 8. d6!? exd6 9. De2+ De7 10. Bf4 og hvít- ur fær aðeins betra endatafl. 8. Bc4 b5 9. Bb3 0-0 10. 0-0 Bf5 11. De2 a6 12. Re5 Gott er einnig 12. Rc3 því eftir 12. … b4 13. Ra4 gengur 13. …. Rxd5 ekki vegna 14. Bxd5 Dxd5 15. Rb6 og vinnur skiptamun. 12. … Rxd5 13. Rc3 Be6 14. Df3 Rc7 15. d5 Gott var einnig 15. Bxe6 fxe6 16. Dg4 og svarta staðan er erfið. 15. … Bxe5 16. dxe6 fxe6 17. De4? Hér var sjálfsagt að eika 17. Bxe6+! Kh8 18. Hd1! o.s.frv. 17. … Dd4 18. De2? Enn var best að leika 18. Bxe6+. Nú er svartur sloppinn. 18. … Rc6 19. Re4 Bg7 20. Hd1 De5 21. f4 Hvítur vill greinilega að „spila“ kringum e6-peðið en fær á sig sendingu úr óvæntri átt. 21. … Rd4! 22. De3 Hxf4! Hvítur á ekki yfir þessu, 23. Dxf4 strandar vitaskuld á 23. … Re2+. 23. Rc3 Hff8 24. Dxe5 Bxe5 25. Bg5 Rxb3 26. axb3 Bd6 27. Hd3 Had8 28. Re4? Bxh2+! Gerir út um taflið. 29. Kxh2 Hxd3 30. Bxe7 Hf7 31. Bg5 Hd4 32. Rc3 Hf5 33. Be3 Hb4 34. Rd1 Rd5 – og hvítur gafst upp. Daði Ómarsson lenti í 10. sæti af 12 keppendum í sínum fokki með 4 v. af 11 mögulegum en Nökkvi Sverrisson bætti sig verulega, hafnaði í 5. sæti með 6 vinninga og hækkaði um 30 elo- stig. Magnús Carlsen efstur í Rúmeníu Norðmaðurinn Magnús Carlsen hefur ekki teflt síðan á Wijk aan Zee-mótinu í janúar en er nú sestur að tafli á sterku 6-manna móti í Medias Rúmeníu. Eftir fyrri helming þess er hann efstur með 3½ vinning á undan Karjak- in sem er með 3 vinninga og Na- kamura sem er í 3. sæti með 2½ vinning. Ivantsjúk er í 4.-6. sæti með 2 vinninga. Hjörvar Steinn tók áfanga í Búdapest Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.