SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 43
19. júní 2011 43 Rússneska skáldið Mikhail Lermontov sagði að skáldskapurinn væri eins og rýtingur sem nýtist ekki lengur, boðaði fall keisarastjórnarinnar og einvaldann sem færi landið ótta og vonleysi, vopnaður stálhnífi. Þannig voru skáldin áður fyr vopnaðir spámenn, einnig á Íslandi. Ég dáist að þessum fyrirmyndum okkar sem höfum gleymt því að minna á hvað það land á skilið sem flytur inn læpuskaps ódyggðir eins og Bjarni Thorarensen varaði við í sígildu kvæði sínu, Ísland, og þessi íslenzki Lermontov segir að slíkt land ætti að hníga í sjá og hverfa þangað sem það er komið. Það er ekki úr vegi að hvetja rýtinginn enn og aftur og minna á þá vellyst og vesöld sem hruninu ollu, en þó er Ísland enn nafnkunna landið sem lífið oss veitti, því það átti engan þátt í þeim mannskemmdum kreppu og ódugnaðs sem við blasir. Það vorum við sjálf sem hleyptum völskunum í opið sár þess kveifarskapar sem kallaði á siðferðisbrest græðginnar. Og enn standa kerúbar vörð með sveipanda sverði þar sem bláfjötur Ægis hnígur að klettóttri strönd. Ljóðið birtist á vefsetri Matthíasar, http://matthiasj.squarespace.com/. Ísland Matthías Johannessen undir forstöðu Dorothée Kirch, og er í sýningarstjórn Ellen Blumenstein. Edda Kristín Sigurjónsdóttir, verk- efnastjóri hjá Kynningarmiðstöð íslenskr- ar myndlistar, KÍM, segir að markmið þátttöku í tvíæringnum vera að eiga hlut að máli í framvindu listasögunnar, „eiga í samskiptum á því tungumáli, í þessu til- felli myndlistinni, þar sem líf ein- staklingsins og samfélag mannanna er til stöðugrar umfjöllunar og endurskoðunar. Með þátttökunni eru einnig byggðar brýr sem tengja íslensku listasenuna við hina alþjóðlegu samtímalistasenu. Þannig opn- ast möguleikar fyrir íslenska listamenn á erlendri grundu og vakinn er áhugi er- lends fagfólks í myndlist og listáhuga- manna á íslensku listalífi“. Hún segir að þátttaka Íslands á Fen- eyjatvíæringnum sé háð samstöðu margra aðila, jafnt opinberra aðila og frá atvinnu- lífinu. „Kynningarmiðstöðin sér um framkvæmd íslenska skálans í Feneyjum fyrir hönd mennta- og menningar- málaráðuneytisins sem einnig greiðir stærsta hluta verkefnisins. Það er fagn- aðarefni hve margir einkaaðilar koma að íslenska skálanum í ár, en meðal þeirra sem hafa lagt fram fé til verkefnisins eru VÍB eignastýring Íslandsbanka, Vilhjálmur Þorsteinsson, Landsvirkjun, CCP og Veit- ingastaðurinn Jómfrúin. Það er einnig ánægjulegt að utanríkisráðuneytið, Reykjavíkurborg og Íslandsstofa styðji við verkefnið og von Kynningarmiðstöðv- arinnar að nú verði hægt að horfa til bjart- ari tíma með sterkt bakland.“ ’ Þannig opnast möguleikar fyrir ís- lenska listamenn á erlendri grundu og vakinn er áhugi erlends fagfólks í myndlist og listáhuga- manna á íslensku listalífi. Neonskúlptúrinn „Il tuo paese non esiste“ („Landið þitt er ekki til“ á Ítölsku) sem er á veggnum framan á íslenska skálanum. „Gerðu það sjálfur“, málverk sem Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Berlín málaði sem hluta af verki Libia Castro og Ólafs Ólafssonar í Feneyjum. Ljósmynd/Lilja Gunnarsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.