SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 4
4 25. september 2011 Holl mjólk hraustir krakkar Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 28. september, býður Mjólkursamsalan öllum 70.000 grunn- og leikskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólk er góð! Burhanuddin Rabbani var myrtur á heimili sínu á þriðjudaginn þegar hann fékk í heimsókn tvo menn sem þóttust vera að semja fyrir hönd talib- ana. Forseti Afganistan, Hamid Karzai, hafði verið vongóður fyrir fundinn og gefið yfirlýsingar um friðartilraunir þeirra. En þessir menn komu ekki til Rabbani með frið í huga. Annar þeirra var með sprengju í túrbaninum og hann drap sig og fyrr- verandi forseta landsins. Rabbani leiddi tilraunir stjórnvalda til að ná friðarsamkomulagi við talibana og er morð hans áfall fyrir þær tilraunir. Miklar vonir voru bundnar við friðarráðið sem Karzai stofnaði til árið 2010. En Karzai lét þau orð falla að ráðið væri mesta von Afganistans. En talibanar hafa gefið út yf- irlýsingu um að þeir hafi ekki staðið að tilræðinu, þannig að hugsanlega verður viðræðunum haldið áfram. Nokkrir frægir foringjar í röðum stjórnarliða hafa verið drepnir á árinu. Hershöfðinginn Daud Daud og bróðir Hamids Karzai, Ahmed Wali Karzai, féllu hvor í sinni sjálfsmorðssprengjuárás og nú Rabbani. Foringi Friðarráðsins Fullnaðarsigur á Talibönum er ekki talinn raunhæfur og því hafa menn reynt að ná friðarsamningum við þá. Í vikunni var foringi Tajika í Afganistan og fyrrv. forseti landsins, Burhanuddin Rabb- ani, myrtur. Tajikar hafa frá upphafi verið aðalandstæðingar talibana. Þegar talibanar komu fyrst fram á sjónarsviðið í Afganistan árið 1994 var hálfgerð lögleysa í land- inu. Kommúnistarnir höfðu verið sigraðir en bandalagið sem varð ofan á var laustengt og laut engri stjórn. Spilltir héraðshöfðingjarnir réðu því sem þeir vildu ráða á sínum svæðum og óstjórn og glæpamennska varð víða ráðandi. Hin harða af- staða talibana gagnvart glæpamönnum og hvernig þeir komu lögum á í sínum héruðum var mjög vinsæl, þótt síðar myndi harka þeirra við að fram- fylgja mjög ómannúðlegum lögum leiða til nokk- urra óvinsælda. Á nokkrum árum náðu þeir öllum völdum í landinu nema í norðurhluta Afganistans. Þar hafði aldrei verið nein lögleysa enda héruðin undir styrkri stjórn Massouds og Rabbani. Ahmad Shah Massoud var gríðarlega vinsæll leiðtogi mujahideen-skæruliðanna í stríðinu við komm- únistana. Þegar talibanarnir brutust til valda urðu Massoud og Rabbani fljótt eina ógnin við stjórn þeirra. Massoud var svo sterkur leiðtogi að Osama bin Laden lét launmorðingja drepa hann tveimur dögum áður en flugvélarnar flugu á tvíburaturn- anna, eða 9.9. 2001. Tveimur blaðamönnum sem sögðust vera frá Belgíu, en voru líklega frá Túnis, var veitt viðtal við Massoud. Opinberlega er talið að morðingjarnir hafi haft sprengju í kamerunni en félagi minn, Mohammad Fahim Dashty, sem særðist í árásinni hefur sagt mér að hann telji að sprengjan hafi verið í belti eins blaðamannsins. Við fráfall Massouds var Rabbani einn eftir. Eftir árásina á tvíburaturnana ákváðu Bandaríkjamenn að ráðast inn í Afganistan og brjóta talibanana á bak aftur enda vernduðu þeir Osama bin Laden. Mjög virtur Í innrás Bandaríkjanna í Afganistan í október árið 2001 spiluðu Tajikar lykilhlutverk. Við fall talib- ananna var Rabbani gerður að fyrsta forseta hins nýja ríkis. Hann gegndi þeirri stöðu tímabundið á meðan verið var að leita að manni í embættið sem ætti möguleika á að ná víðtækri viðurkenningu og Hamid Karzai varð loks fyrir valinu og hefur gegnt embættinu síðan 22. desember árið 2001. Rabbani náði aldrei jafn víðtækum vinsældum og Massoud hafði haft. En hann naut mikillar virðingar og hún var bara að aukast þegar hann var myrtur. Eftir að hann lét af embætti forseta vann hann mörg störf fyrir ríkisstjórn Karzai. Hann var í senn andlegur og veraldlegur leiðtogi Tajika og í hér- uðum þeirra hefur stjórn mála verið án vandræða. Þar sem virðing hans nær út um allt land var hann notaður í metnaðarfullri áætlun Karzai um að fá talibanana til liðs við ríkisstjórnina og koma þannig á friði í landinu. Það er kannski til marks um að honum hafi orðið eitthvað ágengt að menn ákváðu að myrða hann. En ekkert er í raun vitað um ástæður morðsins enda hafa talibanar þver- tekið fyrir að þeir eigi hlut að þessu illvirki. Þann- ig að hugsanlega munu friðarviðræðurnar við þá halda áfram. Stríðið í Afganistan hefur staðið í yfir þrjátíu ár og eru margir landsmenn farnir að þrá frið. Nokkrar kynslóðir Afgana hafa farið á mis við menntun. Foringi Tajika drepinn Var fulltrúi friðar og reyndi að semja við talibana Vikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Árið 2001 var Rabbani forseti Afganistans. Tajikar hafa alltaf verið einráð- ir í norðausturhluta Afganist- ans þótt áhrif þeirra hafi náð mun víðar. Miðsvæðis í hér- uðum Tajika er risastór dalur sem nefnist Pansjir-dalurinn. Kommúnistar náðu honum aldrei á sitt vald og ekki kom- ust talibanar heldur inn í hann. Svæði Tajika er grænt að lit. Áhrifasvæði Tajika

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.