SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 12

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 12
12 25. september 2011 Þriðjudagur Friðgeir Einarsson Horfumst í augu við raunveruleikann: Launamunur kynjanna er satanísk górilla sem ræðst á hvítvoðunga. Fimmtudagur Óttar M. Norðfjörð Frankfurter í Frank- furt. Check. Hvert leiðir þetta eig- inlega…? Eyrún Magnúsdóttir Í tilefni af brjósta- gjafaviku: Vonandi halda íslenskar kon- ur áfram að gefa brjóst á almanna- færi, brjóstagjöf á að sjást sem víðast. Ég gaf mínum gaur hiklaust brjóst hvar sem er og sprautaði meira að segja brjóstamjólk út á grautinn hans á kaffihúsi. Man ekki til þess að neinn hafi kippt sér upp við það … Gerður Kristný Runnarnir við Suðurgötuna eru orðnir Þjóðarbókhlöðurauðir og laufin á trjánum eru strætógul. Reykjavík er fallegasti staður á Ís- landi. Fésbók vikunnar flett Síminn sem lýst er hér til hliðar er með Android-stýrikerfi. Lítið fer fyrir Windows fyrir snjallsíma, þótt nokkrir framleiðendur séu að framleiða slíka síma. Skammt er í að Android verði í helmingi snjallsíma, en Symbian kem- ur næst Android hvað varðar út- breiðslu, skammt þar undan er síma- stýrikerfi Apple og RIM, sem er í Blackberry, er fjórða útbreiddasta stýrikerfið. Önnur kerfi koma þar á eftir með litla útbreiðslu, til að mynda Bada, sem leysa mun RIM af hólmi, og Microsoft Windows Phone, með um 2% útbreiðslu. Það á væntanlega eftir að breytast því þótt næsti snjall- sími Nokia, N9, verði með MeeGo- stýrikerfi þá skiptir Nokia yfir í Wind- ows Phone eftir það og fróðlegt verð- ur að sjá framhaldið. Síminn er ekki stór um sig, aðeins 9,2 v 5,3 cm á hæð og breidd, en það er þykkt í honum; hann er 1,8 cm að þykkt, ekki síst til að koma lyklaborð- inu fyrir. Hann er líka þungur, 136 g, en fer vel í hendi. Síminn sem ég prófaði var hvítur, en hægt er að fá hann svartan, bleikan og blá- grænan. Lykaborðið er nátt- úrlega ansi lítið, nema hvað, en það er þrælfínt þegar maður hefur vanist því og svörun er mjög góð. Það er svo gam- an hvernig lyklaborð og skjár vinna saman. Dæmi: Til að gera broddstafi heldur maður niðri viðkom- andi hnappi og þá birtast broddstafir á skjánum og eru valdir þar. Skjárinn er mjög góður, frábær reyndar, og einkar gott að horfa á vídeó á honum, til að mynda, þó hann sé lítill. Myndavélin er fín, tekur 5 M díla myndir og 720p HD vídeó og hugbúnaður með vélinni er ríkulegur. Hljómur í símanum í honum er góður fyrir tónlist (og vídeó) eins og búast má við af Sony. Það kemur á óvart hvað síminn er sprækur, keyrir vel ýmis smáforrit og hentugt að nota hann fyrir Facebook, músíkspilun, YouTube og AngryBirds og aðra smáleiki, svo dæmi séu tekin. Í honum er GHz-örgjörvi og öflugur grafík-örgjörvi líka, sem gerir gæfumuninn. Niðurstaðan: Fínn Android- sími á fínu verði. Ekki bara skjárinn Flestir snjallsímar byggjast á því að skjárinn sé notaður eingöngu þó margir sakni þess að hafa ekki lyklaborð, enda nær maður þannig meiri hraða og ná- kvæmni með fullri virðingu fyrir snertiskjánum. Í nýjum síma frá Sony Er- icsson, Xperia Mini Pro, er bæði lyklaborð og snertiskjár í nettum pakka. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hvað með Windows? Android leggur undir sig heiminn

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.