SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 21

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 21
25. september 2011 21 gleiður. Allt í einu var það sem maður gerði ekki nógu kvenlegt og smám saman var maður farinn að taka minna pláss. Tala aðeins lægra, halla undir flatt. Það er svo ágætt að vera meðvitaður um þetta þó að maður sé kannski ekki nógu duglegur að gera það dagsdaglega. Alexía: Þetta er bara svo gott fyrir alla, þeir sem hafa áhuga á þessu ættu að prófa þetta. Einmitt þegar við vorum að byrja á þessu var svo hollt fyrir mann að stúdera bara karlmenn, bæði í sjónvarpinu og sitj- andi á kafffihúsum og bara hvernig þeir eru. Eins og við höfum tekið eftir þá eru konur svo oft á tán- um með allt og alltaf að fylla í þagnirnar. Maður á auðvitað ekki að alhæfa en maður hefur samt tekið eftir því að karlmenn gefa sér tíma þegar þeir svara spurn- ingum. Eins og þegar maður horfir á Kastljósið þá taka þeir sér sinn tíma og svara hægt og ró- lega á meðan konur berjast fyrir hverri sekúndu, eins og þær séu að segja: hlustið á mig, hlustið á mig. María: Það er einmitt þessi status sem er svo frá- bært að fá leyfi til að taka út. Sem leikari þarf maður auðvitað að geta það. Þetta er bara svo extra áþreifanlegt þeg- ar þú ert komin í karlinn. Þú leyfir þér fullt. Það sem við erum að segja uppi á sviði, konur að leika karla – þá leyfist okkur að segja svo margt á meðan körlum myndi ekki leyfast að segja það sem við erum að segja. Alexía: Sumt sem minn karakter segir er svo svakalegt, þegar ég er komin heim þá bara roðna ég og blána og hugsa bara guð minn góður, sagði ég þetta? En manni leyfist bara allt þegar maður leik- ur þennan karldurg sem ég er. Maður er einhvern veginn alinn þannig upp af for- eldrum og samfélaginu að stelpur eigi að vera beinar í baki og vera sætar og fínar og þetta verður svo ótrúlega frelsandi til- finning að fá að brjótast út úr þessu. María: Já einmitt, að vera núna sá sem horfir en ekki að vera sá sem horft er á. Þetta eru auðvitað allt alhæfingar en þetta er stór munur líka. Það er horft á konur og hlustað á karla. Þetta er svona lykillinn að þessu. Þegar maður breytir sér í karl þá þarf maður bara að horfa. Maður finnur samt að þetta er pínu dónalegt. og maður finnur að stelpan verður pínu feimin. Sólveig: Það er magnað þetta augna- ráð. Þegar maður er uppi á sviði og byrjar að tala við eða horfa á einhverja eina stelpu eða einn strák þá finnur maður viðbrögðin. Strákarnir hlæja en þær ein- hvern veginn fara hjá sér. María: Mann langar svo til að bjarga heiminum. Auðvitað er magnað að hafa upplifað þetta sjálfur á eigin skinni. Mér líður eins og þegar ég var sjö ára og mátti allt. Ég er ekki komin í neitt hólf. Þetta er alls staðar úti í samfélaginu, þetta ein- hvern veginn lekur niður veggina. Svo langar mann svo líka að gera fólk með- vitað um það að ala ekki bara upp prins- essur og töffara. Sólveig: Já, það var svo dæmigert fyrir kynhlutverk okkar þegar við Alexía vor- um að skemmta í auglýsingahléinu á Grímunni. Við höfðum bara tvær mín- útur til umráða þar sem þetta var bein útsending þannig við höfðum æft atriðið vel, en ekki gert ráð fyrir að það myndi lengjast þegar hláturinn kom. Svo vorum við reknar út af áður en við náðum að klára og við tókum það eitthvað ótrúlega nærri okkur. Alexía var í gervi hins hrjúfa Nonna Bö, labbaði út af sviðinu með tárin í augunum og sagði: Þetta er bara móðgun við okkur sem listamenn! Hún strunsaði með hökutoppinn inn í herbergi og ég var líka alveg ótrúlega leið yfir þessu. Svo bara allt í einu dóum við úr úr hlátri. Það er svo stutt í konuna í okkur og glæsilega konan hún Alexía braust þarna út úr töffaranum Nonna Bö. Strákar komast í sjónvarpið Hefur eitthvað vandræðalegt komið upp á þegar þið eruð í karakter? Alexía: Já, það er ekkert langt síðan ég var að undirbúa mig fyrir sýninguna þegar ég stóð við eldhúsgluggann heima hjá mér og var að vaska upp. Ég rak reglulega út úr mér tunguna eins og spólgraður leðurjakkatöffari og áttaði mig allt í einu á því að ég var þarna fyrir opnum tjöldum og ókunnugt fólk gekk fram hjá. Sólveig (hlær): Virðulega þing- mannsfrúin í uppvaskinu. María: Ég er aðallega að eiga við það að ég leik sko Sjimma Sjæn í Fíusól og hann er með alveg rosalega klemmda rödd. Nú er ég með nýjan karakter, hann Hemma Gunn, og er einhvern veg- inn enn að finna röddina hans og ég á það svolítið til að missa hann í rödd Sjimma Sjæn þó að það sé allt að lagast núna. Hemmi Gunn ætlar að enda smák- lemmdur og norðlenskur. Alexía: Það hefur líka nokkuð oft komið fyrir að Dóra Maack, sem Sólveig leikur, finnst hann sjálfur svo fyndinn að hann springur úr hlátri uppi á sviði. Sólveig: Já, mér finnst Dóri stundum svo fyndinn. Svo var reyndar einu sinni sem við Alexía tókum þátt í leikriti sem sýnt var í Sundhöllinni á Menn-ingarnótt að ég hugsaði: Æi Sólveig, þú ert nú alveg vel af guði gerð og hefðir alveg orðið fínn lögfræðingur í stað þess að leika karl- mann hér ofan í sundlaug. En þá var ég í sundbol innan undir búningnum mínum með typpi og skegg og ofan í lauginni. Svo var karakterinn hennar Alexíu með einræðu og hún var ótrúlega reið og í leðurjakka og stóð upp í vatninu og þá datt hökutoppurinn af henni og byrjaði að sigla í burtu. Ég horfði bara á hana og hugsaði: Hvað er maður að pæla að standa í þessu leiklistarströgli? Hvað er ég að gera við líf mitt? Þá skráði ég mig í framhaldsnám í alþjóðasamskiptum. (Mikið hlegið við borðið.) Hvað tekur svo við hjá Pörupiltum? Alexía: Við höldum áfram að skemmta í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt Viggó og Víólettu. Svo erum við að undirbúa Beðið eftir Godot sem verður í Borgarleikhús- inu eftir áramót. María: Já, og næst er það sjónvarpið, er það ekki stelpur? Sólveig: Jú, ég held það bara. Það eru náttúrlega svo margir strákar í uppi- standi og gríni, en það væri gaman að skrifa sjónvarpsþætti í kringum þessa karaktera. Ég hugsaði einmitt þegar ég var að keyra og sá svona stóra auglýsingu með sjónvarpsþáttum Gillz og Steinda JR, já það vantar fleiri stelpuraddir í sjónvarpið. En þá er svo- lítið fyndið að hugsa út í það að við er- um hérna að láta okkar raddir heyrast í gegn- um karla- gervin. Alexía þurrkar sína eigin daglegu förðun af til að koma Nonna Bö að. Hárið tilbúið og þá er að undirbúa skeggið. Alexía segir að Nonni Bö komi fram með hökutoppinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Æi Sólveig, þú ert nú alveg vel af guði gerð og hefðir alveg orðið fínn lögfræð- ingur í stað þess að leika karlmann hér ofan í sundlaug. En þá var ég í sundbol innan undir bún- ingnum mínum með typpi og skegg og ofan í lauginni.“ Alexía áður en hún fer í hlutverk Nonna Bö Nonni Bö er fram- kallaður og ótrúlegt að undir þessum fötum, hárgreiðslu og skeggi sé hin glæsi- lega Alexía.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.