SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 22

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 22
22 25. september 2011 S kólar eru í senn íhaldssamir og skapandi. Þeir tengja yngstu borgararana saman í eina fylkingu í kringum samþykkta þekkingu. Námskráin er áttavitinn, kennslubækurnar kortin sem varða leiðina. Mörg munum við úr ungdæminu, hve mikill léttir var að því að fá afgerandi og óumdeilda vitneskju um tiltekin atriði og jafnvel úthlutaða góða einkunn þegar við sýndum að við höfðum meðtekið sann- indin og kunnum þau utan bókar. Og það er raunar sjálfsagt að nota til fulls þann tíma sem gefst til að kenna fólki það sem það vill ekki læra á meðan það hefur ekki burði til að and- æfa. Síðar í lífinu saknar margur í laumi hinnar af- gerandi vitneskju, þegar svo er komið að flest er dregið í efa og endalausir kostir í boði um hvað sé satt eða logið, hvað séu sannreyndar sögur og hvað sé uppspuni og ímyndun eða hrærigrautur skáldskapar og sanninda í misjöfnum og óreglu- legum hlutföllum. „Hættu að ljúga, Amalía, ég trúi þér,“ sagði hún amma mín stundum við fólk, ef henni þótti ríkt tilefni til. Mér þótti þetta gott hjá ömmu, þótt ég væri ekki þá og varla enn viss um merkinguna. En hin óvænta yfirlýsing „svín- virkaði“, eins og það heitir núna. Var haldreipi þjóðar aðeins lipurlega skrifaðar lygisögur? Um hríð gengust fræðimenn mjög upp í því að hafa sem flest úr fornum fróðleik í flimtingum. Sögurnar sígildu voru þannig taldar í besta falli skáldskapur, a.m.k. að drýgstum hluta. Það voru auðvitað firn mikil að fátæk þjóð á útnesi byggi- legs heims skyldi ekki víla fyrir sér að skrökva á skinn til þess eins að hafa ofan fyrir sér. Það var útlátasamur umbúnaður. Fyrst slíkt gerðist, hvernig umgangast þá afkomendur þeirra í tutt- ugusta lið rétt og rangt í netskrifum, sem verða ekki lengur finnanleg þegar rafmagnið þverr, eða á pappír, sem er svo lélegur að hann gengur úr sér á fáeinum áratugum? Erlendis ber ekki jafnmikið á því að allt sé dregið í efa um löngu liðna tíð, jafn- vel þúsundum ára eldri en manneskjurnar og sögusvið þeirra sem komust í bækur og annála á Íslandi. Þar virðist vísindalegt orðspor ekki velta á slíku, öðru nær. Enda eiga þeir sem ytra leggja rækt við horfna sögu og menningu mun léttari leik en slíkir menn uppi á Íslandi, þar sem höfð- ingjasetur og sögufrægar byggingar löguðu sig undraskjótt að landinu aftur og sjást kannski að- eins sem upphleyptar þústir og garðar í sverð- inum og verða svo að litlum sandfleti, þegar forn- leifafræðingar hafa farið höndum um. Ekki voru gerðar styttur eða myndir af merkasta fólki og jafnvel stórríku eins og Snorra Sturlusyni eða stöndugu konunum hans. Víða erlendis geta bæj- arstjórnarmenn ekki komið fyrir skolpröri eða rafmagnskapli í skurði fyrir fornminjum. Þær eru bókstaflega undir hverju strái. Í Róm er hver hill- an af annarri í stórum söfnum þakin bústum af mönnum sem voru ofarlega í umræðunni fyrir þúsundum ára. Þar þykir það því ekki sérstakt merki gáfna og vísinda að draga allt í efa af nokkru oflæti eins og stundum hefur borið á hér á landi. Að vísu var óneitanlega nauðsynlegt að slá nokkuð á fortakslausa trú á að engu gæti skeikað hjá skriffinnum handrita eða þeim sem sögðu fyrir. En ytra er sjaldnast ágreiningur um að sögufrægar persónur hafi verið til og um megindrætti sögu þeirra, heldur að auki nokkuð óumdeilt hvernig þær litu út. Sumir stórhöfðingjar og valdsmenn létu slá mynt með vangamynd af sjálfum sér á annarri hlið og þegar slík mynt fannst stemmdi útlitið við bústurnar sem fyrir voru. Íslendingar verða á hinn bóginn að láta sér nægja að útlit Snorra sé talið hafa verið það sem norskir mynd- listarmenn ákváðu, og sama gildir um þá félaga, Ingólf og Hjörleif og Karlsefni, en fæstir hinna mörgu kappa og kvenskörunga eiga einu sinni „tilgátumynd“ af sér, hvað þá annað. Meira að segja Skúli fógeti, sem er þó nánast samtímamað- ur, ef miðað er við aldur þeirra sögufrægu úr Róm eða Aþenu, fær útlit sitt af styttu, en styttan ekki af honum, sem er meginreglan annars staðar. Af þessum ástæðum áttu þeir, sem töldu það varða fræðimannslegan heiður sinn með sama hætti og einkunnaspjald eða doktorsgráða gerðu að draga sem flest í efa, næsta auðveldan leik í landinu því. Auðvitað kom fyrir að vísindin gerðu mönnum grikk, rétt eins og þegar steinkista Páls biskups reyndist vera öll eins og upp hafði verið gefið, enda úr óforgengilegra efni en öðrum var tiltækt, dauðum eða lifandi. Staðreyndir byggjast iðulega aðeins á samkomulagi En þess utan er það „samkomulag“ á hverjum tíma sem ræður þýðingu hluta, hvað sé mikilvægt og skipti máli og hvað sé rétt og hvað rangt og hvað muni lifa lengur en annað og hvað deyja. Ljóðskáld, myndlistarmenn, rithöfundar eða stjórnmálamenn geta verið hluti af slíku sam- komulagi og samkomulagið er ekki endilega á milli svo margra. Stundum aðeins þeirra sem ráða mestu um slíkar niðurstöður þá stundina. Og slíkt samkomulag getur haldið mun lengur en efni standa í raun til, enda er ekki andskotalaust að leysa það upp, jafnvel þótt þeir sem stóðu að því séu ekki lengur til staðar og grundvöllur þess hafi jafnvel verið annarlegur. Stundum er „samkomu- lagið“ almennt og bundið tilfinningum, hefðum og venjum. Þannig „vitum við“, jafnt trúaðir sem hinir, að jólin ganga í garð klukkan sex hinn 24. desember. Ríkisútvarpið sér um það hér á landi að hringja þau inn með raunverulegar kirkjuklukkur í fjarlægum bakgrunni. Þessa staðreynd vildu fæstir missa. Aðrar og vansælli þjóðir eru ekki all- ar með hana á hreinu enn sem komið er. Það eru líka algild sannindi að 30 ára og 40 ára afmæli séu merkari afmæli en t.d. 31 og 41, þótt viðkomandi hafi í báðum síðari tilvikum náð að snúa á dauð- ann ári lengur en í hinum fyrri. Um þessi sannindi er almenn sátt og engin ástæða til að hafa þau öðruvísi. Þannig ættum við í þessu landi að hafa nokkurt tilstand vegna þess að nú eru (eftir því sem best er vitað) þúsund ár frá því að borinn var eldur að Bergþórshvoli og þar fór svo illa. Þetta er auðvitað ekki gleðilegur atburður eins og fæðing Jóns forseta 1811 eða stofnun Háskóla Íslands réttri öld síðar. En atburðirnir á Bergþórshvoli árið 1011 hafa komið miklu róti á allar kynslóðir Íslendinga allar götur síðan. Og þúsund ár eru jú þúsund ár, þótt þau séu „dagur, ei meir“, eins og hefur verið undirstrikað. Rétt mál er einnig samkomulag Tungumálið okkar er einnig í meginatriðum sam- komulagsmál. Auðvitað geta málvísindamenn og slíkir leiðbeint um og jafnvel úrskurðað um, hvað sé hluti tungumálsins og hver sé merking orðanna á tilteknum tíma. Orðabækur, sem fróðustu menn setja saman, eru svo öllum til halds og trausts. En samt er það svo, að orðabækurnar elta málið en málið miklu síður orðabækurnar. Orðabækur um lifandi mál, sem koma út reglubundið í endur- skoðaðri útgáfu, auka nýjum orðum við í hvert sinn og láta önnur út, þótt þeim gömlu sé ekki hent, heldur haldið til haga í gagnabönkum fræði- manna. Og orð, sem fá áfram að fljóta með í nýjum útgáfum orðabókanna, hafa ekki endilega sömu merkingu og í fyrri útgáfum. Það hefur nefnilega „orðið samkomulag“ um annað. Það samkomulag var gert án atkvæðagreiðslu og aðeins á milli manna, sem eiga aðild að tungumálinu. „Alþingi götunnar“ og „Hæstiréttur múgsins“, sem með réttu njóta að jafnaði lítillar virðingar, eiga á hinn Reykjavíkurbréf 23.09.11 Frjálslega farið í sakirnar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.