SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 28
28 25. september 2011 málverkið eiginlega komið að þolmörkum en ann- að að vakna sem var alveg nýtt og áður óþekkt eins og myndvefnaður og textílkúnst sem verið var að leggja grunn að þarna í New York í kringum 1960, og byggðist á allt öðrum forsendum en klassísku verkin í Evrópu. Ég heillaðist af þessu.“ Þú fórst ekki í nám í vefnaði fyrr en þú komst heim aftur. „Ég hafði ekki möguleika á því. Eftir sjö ár í Am- eríku var ég búin að fá nóg af dvölinni þar. Ég kom heim og tók þá stefnu sem foreldrar mínir höfðu viljað að ég gerði í upphafi og sótti um inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann. Ég hafði ekki mikla teiknireynslu en ég hafði þann bakgrunn sem heimsóknirnar í listasöfnin í New York gáfu mér. Ég settist á skólabekk og lauk forskólanum sem þá tók tvö ár. Kurt Zier var skólastjóri á þessum tíma og ég sagði honum að mig langaði til að læra mynd- vefnað sem var ekki kenndur við skólann. Hólm- fríður Bjartmarsdóttir frá Sandi gaf sig þá fram og sagði: „Ég líka!“ Svo áttum við tvö dýrleg ár þar sem við fengum að ráða okkur meira og minna sjálfar. Kurt sagði: „Ég lít inn til ykkar stundum.“ Við smíðuðum okkar prógramm, lágum í bókum og fórum í módelteikningu og ýmsa kúrsa meðal ann- ars í vefnaðarkennaradeildinni. Það var kannski ekki meiningin að það væri valsað milli deilda en við fengum að vera frjálsar og þetta var dásamlegur tími. Seinna komst ég einn vetur til Edinborgar og var þar hjá einum besta myndvefnaðarkennara í Evrópu. Ég hefði ekki getað valið betri stað.“ Þú sagðir að þú hefðir eignast barn. Hafðirðu það með þér til Edinborgar? „Börnin voru orðin tvö og fylgdu mér þegar ég flutti heim frá Ameríku. Hjónabandið gekk ekki upp þrátt fyrir tvær tilraunir og þá töldum við full- reynt. Börnin voru þá komin á skólaaldur og eftir að ég fór sjálf í skóla fylltu þau flokk lyklabarna og Vesturbærinn ól þau upp fyrir mig. En þau voru hjá föður sínum á meðan ég var í Edinborg.“ Hafðirðu samviskubit og sektarkennd vegna þess? lími á veggina og sem mér fundust næst því að geta túlkað hugmyndir hans um lífsandann sem í öllu býr og hann var reyndar snillingur í að tjá í skrifum sínum.“ Er ekki handverksmanneskja Hvar liggur upphafið á áhuga þínum á vefnaði, er það í æskunni eða umhverfinu? „Ég hef velt þessu fyrir mér. Tók snemma eftir því að báðir foreldrar mínir voru óttalegir klaufar í höndunum. Sjálf var ég handlagin og farin að sauma einfalda kjóla á mömmu þegar ég var aðeins þrettán ára. Þetta gerði það að verkum að foreldrar mínir héldu að ég hlyti að leggja fyrir mig hand- verk. Mér fannst það svolítið púkalegt af þeim að halda það því ég stóð mig prýðilega í skóla. Listnám var einhvern veginn ekki í sjónmáli og ég er ekki handverksmanneskja. Ekki svona manneskja sem hefur unun af því að vera sífellt að vinna og móta með höndum sínum. Ég vissi að ég þurfti líka að fá að grúska í hugmyndum og bókum. Heimili foreldra minna var í hreinræktuðum Bauhaus-stíl, mublurnar hljóta að hafa verið keyptar á einu bretti og ég man enn eftir hverri einastu þeirra og málverkunum á veggjunum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að æskuumhverfið hafði áhrif á mig. Föðuramma mín, sem var skaftfellsk og dugleg hannyrðakona, var þremenningur við Kjar- val en það er það næsta sem ég kemst að telja mig í ætt við þekkta myndlistarmenn. Kannski að vefn- aðurinn sé mér bara í blóð borinn. Minn áhugi á faginu vaknaði þó fyrir alvöru í Bandaríkjunum. Ég var ung þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn og í stað þess að ljúka við menntaskólann fór ég með barns- föður mínum til Ameríku þar sem hann fór í fram- haldsnám í verkfræði. Við bjuggum í heldur öm- urlegum smábæ í New York-fylki og helsta tilhlökkunin var að komast niður til New York- borgar á listasöfnin. Af hverju ég, ekki orðin tvítug, dróst að myndlistarsöfnunum eins og þau væru segull það veit ég ekki. En það voru spennandi tímar, mikið að gerast í listheiminum, abstrakt H ildur Hákonardóttir vefari hélt sína fyrstu einkasýningu í Gallerí SÚM árið 1971 og steig þar fram sem frumkvöðull nýrrar stefnu í myndvefnaði hérlendis. Hildur hefur þó ekki unnið við vefnað frá árinu 1988 en þá lenti hún í bílslysi. Seinni árin hefur hún því einbeitt sér að bókaskrifum, og hefur látið frá sér tvær bækur um gróður, Ætigarðinn - handbók grasnytjungsins og Blálandsdrottninguna, um fólkið sem ræktaði kartöflurnar, og einnig bókina Já, ég þori, get og vil um Vilborgu Harðardóttur blaðakonu og þátt hennar í að efna til kvennafrí- dagsins 1975. Í Listasafni ASÍ við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á nokkrum eldri verkum þessa þekkta vef- ara en þar er einnig nýtt verk, innsetning tileinkuð bandaríska skáldinu, heimspekingnum og nátt- úruunnandanum H.D. Thoreau. Um þetta verk segir Hildur: „Þegar ég fékk þau skilaboð frá safn- inu, sem sér að öðru leyti um sýninguna, hvort ég vildi ekki búa til innsetningu í gryfjunni niðri fékk ég eiginlega angistarkast því ég hef ekki unnið beint í myndlist lengi né fengist við þetta form. En þó fannst mér aumlegt að taka ekki áskoruninni og ákvað að vinna út frá lífi Thoreau og hugmyndum hans því ég hafði verið að lesa Walden, hans fræg- asta ritverk. Stundum þegar ég les bækur á ensku finnst mér gott að þýða einn og einn kafla bara fyrir sjálfa mig. Þetta er skemmtilegt af því að þá fer maður að hugsa með rithöfundinum og skilur hann betur. Þannig byrjaði ég að þýða Thoreau. En þá fór karlinn að sækja á mig með sífelldan eftirrekstur um að ég skyldi halda áfram. Ég átti ekkert með að vera að gera það því ég vissi að vinkona mín, El- ísabet Gunnarsdóttir, ætlaði að þýða Walden enda búin að þýða Borgaralega óhlýðni sem einnig er eftir hann. Ég játaði glæpinn og nú erum við El- ísabet að vinna að þessu í sameiningu og bókin kemur vonandi út á næsta ári. Verkið í gryfjunni samanstendur af upplýsingatöflu sem ég gerði um Thoreau, um áhrifavaldana í lífi hans og þá sem hann hafði áhrif á. Svo eru fimmhyrningar sem ég Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ófeimin við að spyrja spurninga Hildur Hákonardóttir, vefari og rithöfundur, ræðir um vefnaðinn og listina og þróunina í verkum sínum. Einnig berst talið á SÚM og rauðsokkum. Hún segir líka frá áhuga sínum á bandaríska skáldinu H.D. Thoreau en hún vinnur nú að því ásamt vinkonu sinni að þýða eitt þekkt- asta verk hans. Hildur Hákonardóttir: Foreldrar mínir héldu að ég hlyti að leggja fyrir mig handverk. Mér fannst það svolítið púkalegt af þeim að halda það því ég stóð mig prýðilega í skóla.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.