SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 33
25. september 2011 33 Í slensk listasaga kom út í vikunni á vegum Forlagsins og Listasafns Ís- lands. Verkið er mikið að vöxtum, sem vonlegt er, fimm bindi sem spanna tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, um 1.500 síður alls og með liðlega 1.000 ljósmyndum af listaverkum. Ólafur Kvaran er ritstjóri verksins, en höfundar þess eru fjórtán; Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvar- an skrifa fyrsta bindið, Hrafnhildur Schram, Gunnar J. Árnason og Æsa Sig- urjónsdóttir annað bindið, Jón Proppé, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir og Ás- dís Ólafsdóttir það þriðja, Dagný Heið- dal, Halldór Björn Runólfsson og Laufey Helgadóttir fjórða og loks skrifa Eva Heisler, Gunnar B. Kvaran, Harpa Þórs- dóttir og Jón Proppé fimmta bindið. Mikil vinna lögð í myndatöku Ólafur segir að á Listasafni Íslands hafi menn tekið að velta því fyrir sér upp úr aldamótum að þörf væri á því að taka saman yfirlitsrit um íslenska myndlist. Fjárveiting fékkst síðan frá mennta- málaráðuneytinu til að hefja undirbúning að verkinu á fjárlögum 2006 og í fram- haldi af því var undirritaður útgáfu- samningur við Eddu sem Forlagið tók síðan við. Ólafur var ráðinn ritstjóri verksins 2007 og síðan voru gerðir samn- ingar við höfundana. Myndataka hófst svo í ársbyrjun 2009, en val verkanna tók eðlilega mið af textanum og unnið í sam- ráði við höfunda textans. Ólafur segir að gríðarleg vinna hafi verið lögð í að vanda myndatöku og alla myndvinnslu, sem var mjög tímafrekt ferli, enda skipti höf- uðmáli að gæðum sé sinnt þegar ljós- myndun fyrir listasögu er annars vegar. Spurður hvort hann sem ritstjóri hafi lagt einhverja tiltekna línu fyrir höfunda segir Ólafur að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á ákveðnar rannsóknarspurn- ingar eins og hvað það sé sem einkenni hvert tímabil íslenskrar listasögu. Við leggjum líka áherslu á að skoða hana í al- þjóðlegu samhengi og að skoða listasög- una í tengslum við íslenskt samfélag og menningu. Viðfangsefnin öðrum fremur í öllum bindunum eru listaverkin sjálf og í túlkun höfundanna er jafnframt fjallað um umhverfi þeirra og samhengið sem mótar merkingu þeirra og hlutverk. Staða og merking listaverksins er ekki sjálfgefin heldur ræðst hún af rannsókn höfundarins og þeim spurningum sem hann leitast við að svara. Þannig eru ýmsar sameiginlegar spurningar sem leitað er svara við en jafnframt eru áherslur höfunda ólíkar, því viðfangs- efnin eru um margt ólík á ólíkum tímum sögunnar.“ Samtaka hópur og samkennd Í ljósi þess hvað verkið er mikið að vöxt- um má segja að það hafi í raun verið unnið býsna hratt. Ólafur segir að það ráðist að einhverju leyti af því að gerð var stíf framkvæmdaáætlun þar sem menn skiluðu verkinu í ákveðnum áföngum, sem stóðst mjög vel. „Verkið hefur því verið í ákveðnu skipulagi frá því við hóf- um það, en svo vorum við líka með sam- eiginlegan grunn þar sem við settum inn textana á ólíkum stigum og hver höf- undur gat að miklu leyti fylgst með hvernig gekk hjá hinum, lesið það sem komið var inn og komið með at- hugasemdir og ábendingar og svo héld- um við reglulega fundi. Fyrir vikið skap- aðist samtaka hópur og samkennd í kringum verkefnið.“ Listasagan er skrifuð fyrir alla eins og Ólafur lýsir henni, og hann segir að þótt verið sé að segja í og með fræðilega sögu hafi aðstandendur hennar þann metnað að þetta sé rit sem sé aðgengilegt fyrir al- menning án þess að slakað sé á faglegum kröfum. „Sjálf listsögulega frásögnin er ætluð fyrir almenning, að vera aðgengi- leg fyrir almenning. Það er ekki verið að skrifa inn í þröngt akademískt samhengi og það er eitt af þeim fyrirmælum sem höfundar fengu, að skrifa aðgengilegan og skiljanlegan texta.“ Ólafur tók að sér að velja meðfylgjandi myndir sem fulltrúa fyrir hvert tímabil listasögunnar. Hundrað ár af íslenskri myndlist Í vikunni kom út Íslensk listasaga, mikið rit sem segir sögu ís- lenskrar myndlistar frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar í fimm bindum. Ólafur Kvaran, ritstjóri verksins, valdi myndir sem einkenna þessa sögu. Árni Matthíasson arnim@mbl.is 1964 Erró: Foodscape.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.