SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 36
36 25. september 2011 Ferðalög M argir eiga sér uppáhalds þetta og uppáhalds hitt, gefnir eru út listar og jafn- vel bækur yfir 100 eða 500 eða 1000 staði sem fólk þarf að upplifa áður en það heldur yfir móðuna miklu, mismunandi gómsæta rétti sem smakka þarf, lög sem nauðsynlegt er að njóta og bækur sem þarf að ljúka við. Mér finnst ekki ólíklegt að þá töfrandi borg Barcelona, á norðaustanverðri Mið- jarðarhafsströnd Spánar, sé að finna á mörgum slíkra lista; undirritaður varð að minnsta kosti heillaður af henni strax við fyrstu kynni og það hefur ekkert breyst. Ólympíuleikarnir voru haldnir í Barcelona sumarið 1992, sællar minn- ingar. Jafnvel þeir sem fóru snemma á fætur að morgni og seint í rúmið, hvern vinnudaginn á fætur öðrum og voru þar af leiðandi gjarnan býsna lúnir, gátu ekki annað en hrifist af stemningunni í þess- um fallega bæ; mannlífið var iðandi en þó afslappað þrátt fyrir allt. Svo er enn. Það eftirminnilega sumar var sungið Amigos Para Siempre í opinberu lagi Ól- ympíuleikanna; Vinir að eilífu. Margir eignuðust þar vin fyrir lífstíð og enn fleiri borgina að vini ef að líkum lætur. Barcelona er höfuðstaður Katalóníu- héraðs og nafn lagsins fallega er Amics per sempre á tungu heimamanna. Kata- lónía er gjarnan nefnd á undan Spáni þegar landafræðina ber á góma og upp- runann; í héraðinu hefur lengi verið töluverður vilji fyrir sjálfstæði frá Spáni en það er alltjent helsta mótvægið við Madríd og Kastilíu alla. Íþróttafélagið sem ber nafn bæjarins skipar ótrúlega mikilvægan sess í hugum fólksins enda löngum verið það afl sem staðið hefur uppi í hárinu á elítunni í höfuðborginni. Í Madrid hafði einræðisherrann Franco vitaskuld aðsetur og Real Madrid var því „hans“ lið; stundum hefur verið haft á orði að baráttu íþróttaliðanna tveggja megi líkja við spænsku borgarastyrjöld- ina á fjórða áratug síðustu aldar. Enda er Barcelona meira en bara íþróttafélag í hugum heimamanna og skreytir sig ein- mitt með þeim orðum. Það er stolt hér- aðsins; bardagasveit dagsins í dag sem fjöldinn flykkir sér á bak við. Ekki þarf að velkjast í vafa um að í Barcelona er hægt að slá margar flugur í einu höggi. Staðurinn er stórborg með öllu tilheyrandi en jafnframt notalegur strandbær. Götulífið er skemmtilegt, borgin annáluð fyrir góða veitingastaði, áhugamenn um verslun komast þar í feitt, að ekki sé talað um þau veisluföngÖll sumarkvöld er mögnuð tónlistar- og ljósaveisla við Spánartorg, Placa d’Espanya. La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi og þekktasta kennileiti borgarinnar. Gaudi helgaði þessu verkefni 40 ár af ævi sinni, kirkjan hefur verið liðlega eina öld í byggingu en ennþá er nóg að gera áður en verkinu verður lokið. Frábært útsýni er yfir borgina af Tibidabo fjalli. Þangað er farið með sporvagni. Stórborg og strandbær Barcelona er heillandi staður. Sólstrandar- gæjar, menningarvitar, áhugafólk um verslun eða íþróttanördar; allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ströndin í Barcelona er mjög fín fyrir sóldýrkendur og aðeins steinsnar frá miðbænum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.