SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 37

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Síða 37
25. september 2011 37 sem í boði eru fyrir áhugamenn um íþróttir. Þá drýpur menningin af hverju strái í borginni; myndlist, tónlist, bygg- ingarlist … Hvaðeina. Svo stiklað sé á stóru má nefna að arkitektinn Antoni Gaudi er í hávegum hafður í borginni og óhjákvæmilegt að rekast á verk hans. Hið frægasta er enn í byggingu og hefur verið í rúma öld; það ótrúlega mannvirki La Sagrada Familia. Fullt nafn er í raun Kirkja og musteri hinnar heilögu fjölskyldu. Sjón er sögu ríkari og enginn sem kemur til bæjarins má sleppa því að sjá herlegheitin. Skyldustopp er líka á Picasso-safninu við Montcada götu; þetta var fyrsta safn- ið sem sett var á fót í nafni listamannsins og hið eina meðan hann var á lífi. Svo er það kirkjan Santa Maria del Mar stein- snar frá Picasso-safninu í gamla bænum, Tibidabo-fjallið og Ólympíusvæðið á Montujic-hæðinni; gaman er að koma aftur á völlinn og safnið þar við hliðina, kennt við Juan Antonio Samaranch, er býsna flott. Við hæfi er að leggja leið sína á Camp Nou, heimavöll Barca, og mikil upplifun að fylgjast með fótboltaleik ásamt 95 þúsund öðrum! Þeir sem ekki hafa tækifæri til þess ættu í það minnsta að kynna sér sögu félagsins á stórbrotnu safninu. Stemningin var mögnuð á leik knattspyrnuerkifjendanna Barcelona og Real Madrid og upp úr sauð í lokin. Hér er rauða spjaldið á lofti; heimamaðurinn David Villa (7) rekinn út af. Pablo Picasso, sjálfsmynd, olía á striga. Myndina málaði hann 1906 í París. Hún er nú til sýnis á Picasso safninu í Barcelona. © 2010 Philadelphia Museum of Art. © Succession Pablo Picasso, VEGAP, Madrid 2011 Víða í borginni bjóða litlir sem stórir veitingastaðir mikið úrval gómsætra tapas-rétta. Margar fallegar kirkjur eru í borginni. Þetta er Sagrat Cor á Tibidabo fjalli. ’ Á Ólympíuleik- unum 1992 eign- uðust margir vin fyrir lífstíð og enn fleiri borgina að vini ef að lík- um lætur. Þröngar götur eru víða í gotneska hverfinu og annars staðar í gamla bænum, stutt frá ströndinni. Þar er gaman að ganga og margir draga upp myndavélina; t.d. við veitingahúsið El Quatre Gats en þar ku Picasso hafa verið fastagestur ásamt fleiri listamönnum bæjarins. Strandlengjan er snyrtileg og umhverfi hennar yfirleitt fallegt.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.