SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 39

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 39
25. september 2011 39 A lveg er það stórmerkilegt hvernig það endurtekur sig kynslóð fram af kynslóð uppátækið ungling- anna að sjúga sig fasta á hálsinn hverjir á öðrum um leið og þeir fá hvolpavit. Þeir eru ekki fyrr farnir að æfa sig í keleríi en vampíran í þeim vaknar, þeir fá hungurverki í vígtennurnar, leggjast á hálsa og sjúga þar til svarbláir blettir koma fram. Tæplega vilja þeir drekka blóð en þá þyrstir auðvitað í hold, það fylgir jú nývaknaðri náttúru, og af einhverjum ástæðum er þeim þorsta svalað með þessum hætti. Áverkarnir sem eftir sitja æpa á hvern þann sem er í mikilli ná- lægð við illa soginn ungling og því vill það oft verða að foreldrar hrökkva með óhljóðum í kút. Og óskapast yfir þessum ófögnuði. Þá er kannski tilganginum náð: Að ögra og hneyksla. En tilgang- urinn er líka að merkja og vera merktur. Þetta er einhver útgáfa af því að helga sér svæði eða manneskju. Sá sem er soginn er merktur einhverjum. Það er drullusvalt á ákveðnu aldursskeiði að skarta blett- umskreyttum hálsi. Það er jú sönnun þess að viðkomandi hafi verið í ástarbralli, kossar og káf fylgja þessum athöfnum. Þeir sem engan hafa til að láta merkja sig, grípa gjarnan til ör- þrifaráða, teygja sig í ryksugu heimilisins, stilla sogkraftinn í botn og reyna að framkvæma flennistóran sogblett. Ganga svo sperrtir um með dularfullt bros á vör og harð- neita að svara spurningunni um hver hafi legið þeim á hálsi og sogið svona líka svakalega. Daðrið við vampírueðlið rjátlast þó fljótt af ungviðinu og það hættir að kasta sér á góða hálsa eins og bitlausar drakúlur. En þau fara út í lífið með þessi kynni sín af sælunni sem fylgir því sem er í senn gott og vont. Þegar dansað er á línunni. Ekki of fast, ekki of laust. Og þau útfæra það með nýjum hætti og prófa sig áfram. Fullorðið fólk er jú ekki saklaust af því að narta og bíta í sínum bólförum. Það býr í okkur dýrslega eðlið. Bitþörfin og klórulöngunin flæðir fram í tennur og neglur um leið og lostinn læsir sig í holdið. Og skilin milli sársauka og sælu mást út. Leikur að geirvörtu milli tanna, rassanart, innanlærabit, eyrnasmjatt, neglur á kafi í lend og önnur ástarbit, allt er þetta viðbótarfögnuður. Það er notalegt að finna og sjá marbletti til minningar um átakamiklar bólfarir. Bletti sem enginn annar sér en sá sem má. Engin vettlingatök, enda gott vont að dansa á línunni. Marin, merkt og blá ’ Bitþörfin og klóru- löngunin flæðir fram í tennur og neglur Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is fyllingu tímans og nú eru þær orðnar vel á þriðja tuginn. Mat- vörumarkaðurinn hefur breyst; straumurinn liggur í lágverðsversl- anir hvort sem þær heita Bónus eða eitthvað annað. Verslanir Bónuss sköpuðu sérstöðu með strikamerkjakerfi sem nú er reyndar orðið alsiða í öllu búðum. En þetta var nýmæli á sínum tíma og til þess fallið „að flýta enn frekar fyrir afgreiðslu“ eins og sagði í Morgunblaðinu í ágúst 1990. Þar var haft eftir Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni, sem stóð í rekstrinum við hlið Jóhannesar föður síns, að tölvukerfið nýja gæfi stjórnendum mun betri yfirsýn yfir reksturinn en ella væri. „Það segir sig sjálft að í matvöruverslun, þar sem álagn- ingin er lág, skiptir máli að gera rétt innkaup,“ var haft eftir Jóni Ás- geiri. Lífið snýst alltaf í hringi. Veldi rísa og falla. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir eru farnir út úr rekstri Bónuss og annarra verslana eftir að hafa flogið hátt í viðskipalífi og látið til sín taka, bæði hér heima og er- lendis um nokkurra ára skeið. Eftir stendur þó að þeir eru mennirnir sem áttu stóran þátt í því að breyta dagvöruverslun á Íslandi. „Kaupmenn heyja daglega baráttu fyrir tilveru sinni. Stjórn- málamenn fara í kosningar á nokkurra ára fresti. Við göngum til kosninga á hverjum degi og verðum alltaf að ná kosningu. Þetta held- ur okkur stöðugt á tánum,“ sagði Jóhannes í viðtali við Frjálsa verslun síðla árs 1997 þegar þeir feðgar höfðu nýlega verið kjörnir menn árs- ins í viðskiptalífinu. Þar svaraði kaupmaðurinn gagnrýni bóksala, sem sögðu að fagmenn þyrfti til að selja jólabækurnar, að hann væri þá líklega betur til þess fallinn að selja landanum lesmál, en upp- haflega er Jóhannes prentari og starfaði forðum tíð á Morgunblaðinu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Stjórnmála- menn fara í kosningar á nokkurra ára fresti. Við göngum til kosn- inga á hverjum degi. Jóhannes Jónsson. Talar við sjálfa sig og gerir lista Tímaritið People spurði hana á frumsýningunni í New York hvað hún gerði þegar hún hefði mikið að gera. „Ég tala við sjálfa mig. Stöðugt. Ég og barnapían tölum báðar við sjálfar okkur og erum alltaf að biðjast afsökunar á því.“ Hún segir það ekkert merkilegra en hjá öðrum að hún vinni og ali upp börn. „Það eru milljónir kvenna í landinu sem gera þetta betur en ég með mun minni stuðningi en ég,“ er haft eftir henni á People.com. Hún er líka mikið fyrir það að gera lista af ýmsu tagi til að hjálpa sér að takast á við verkefnin framundan, segir hún á annarri vefsíðu. Parker sagði í samtali við breska dagblaðið The Mirror að kjólarnir sem hún klæddist á rauða dreglinum endurspegluðu ekki hverju hún klæddist venjulega og pössuðu ekki vel inn í líf hennar sem móður með næg verkefni. Kjólarnir væru sendir til hennar, hún ætti þá ekki heldur þyrfti að skila þeim. Í viðtalinu sagði hún líka að tíska væri ekki stór hluti af heimi hennar í dag, nokkuð sem Carrie- aðdáendur voru ekki ánægðir með að lesa. „Ég er ekki í neinu sérstöku heima og ég er oftast bara í hentugum fötum. Ef ég er að fara með son minn í skólann sting ég bara eins miklu og ég get í úlpu- vasann minn, það er heili sannleikurinn.“ Broderick og Parker ásamt átta og hálfs árs syni sínum James Wilkie á frumsýningu nýjustu Harry Potter. Reuters ’ Það eru milljónir kvenna í landinu sem gera þetta betur en ég með mun minni stuðningi en ég. Það eru oft einhverjir asnar um borð í flugvélum (en nú eru þeir kallaðir flugdólgar). Fleiri en venju- lega voru um borð í flugvél frá Havaí til Kaliforníu á dögunum en um var að ræða 120 asna (úr dýra- ríkinu) sem voru á leið á sérstakt verndarsvæði í Kaliforníu. Asnarnir létu ekki langt flug og tveggja tíma keyrslu að flugi loknu hafa mikil áhrif á sig, að sögn Tracy Miller, framkvæmdastjóra Peaceful Valley-samtakanna. Asnarnir eru afkomendur asna sem voru fluttir til Havaí til að vinna á kaffiekrum en var síðan kastað til hliðar þegar þeir urðu ónauðsynlegir við bústörfin. Asnalegt flug Þessi asni er í Kenía. Tveir hundar sem voru á flandri um flugbraut í Alaska ollu því að flugvél varð að hætta við lendingu. Flug- vélin, sem var frá Alaska Airlines, gat ekki lent og þurfti þess í stað að fljúga í hringi áður en hægt var að lenda á alþjóðaflugvellinum í Ju- neau. Atvikið átti sér stað síðasta sunnudag og vélin sem um ræðir var að koma frá Anchorage. Hund- arnir voru tveir svartir labradorar. Dýraeftirlitið náði öðrum hundinum og síðar fannst annar hundur sem passaði við lýsinguna en ekki var viðtað hvort um væri að ræða rétta hundinn. Eigandi hundsins sem náðist var í burtu og hundurinn var í pössun. Hann verður engu að síður sektaður. Hundar á flugbraut Svartur labra- dorhundur.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.