SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Side 40

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Side 40
40 25. september 2011 Lífsstíll Stress? Ef þú ert al- veg að kikna undan álagi og stressi þá skaltu prófa að slökkva ljósin. Leggstu í rúmið eða á sófann í rökkrinu og hlust- aðu á andardráttinn þar til hann fer að róast. Stelpu- kvöld Stelpukvöld og stelpudag- ar eru alveg nauðsynlegir. Alveg sama hvort þú átt maka eður ei. Það er alveg nauð- synlegt að vera bara stundum við einar, stelpurnar. Kjafta, hlæja og hafa gaman. Algjör vítamín- sprauta sem við eigum að vera duglegar að nota okkur. Oft þarf ekkert vesen. Bara kaupa góðan mat og leigja skemmtilega mynd. Svo mæta allir á náttfötunum eða heimafötunum og þá getur kvöld- ið ekki klikkað. Skyrtukjólar Skyrtukjólar eru frábær haust- fatnaður og passa við flest tæki- færi. Í kokt- eilboðið eða út að borða með hælum við. Eða bara í vinn- una þegar þú vilt vera dálítið fín. Njótum þess að klæða okkur fallega og í skemmti- lega liti. Þessi hér til hliðar er frá Burberry Prorsum. Kistan F yrir dyrum stóð nýverið fjölskyldumót í móðurætt minni. Þar myndi fólk á öllum aldri, systkini móðurafa míns og ætt- ingjar, hittast og gera sér glaðan dag. Borða góðan mat, horfa á skemmtiatriði og skála jú og syngja enda erum við Skagfirðingar! Þegar kom að því að við systkinin veltum með okkur hugmyndum um gott skemmtiatriði þótti okkur strax ljóst að efna yrði til vísnakeppni. Vísurnar yrðu jú auðvitað klámvísur en galdurinn fólginn í því að geta búið til sem dónalegasta vísu með sem settlegustum og tvíræðustum orðum. Það er einmitt þetta sem þjóðfræðingnum mér finnst svo skemmtilegt við slíkar vísur. Strax þótti okkur rétt að amma okkar yrði dóm- ari í keppni þessari þar sem hún hefur ósjaldan leyft okkur að heyra klámvísur af ýmsu tagi. Sum- ar fyndnar. Aðrar klúrar. Nokkrar bara dónalegar. Svo hélt hugmyndin áfram að þróast. Ég sá að ein- hver yrði að fara út í kaupfélag og kaupa hund. Annaðhvort bangsa eða styttu til að sigurvegarinn gæti hlotið nafnbótina Klámhundurinn 2011. Svo var ákveðið að við myndum búa til fyrripart og láta gesti botna. Ég stakk upp á að parturinn myndi byrja á; Nú er horfið Norðurland, einn um nótt ég breima … Var tekið vel í þá hugmynd en að lokum varð ekkert af keppninni. Hún datt upp fyrir vegna fjölda skemmtiatriða en við eigum hana inni til síðari tíma. Já og eitt enn. Það er alveg eðlilegt að halda klámvísukeppni á ættarmóti. Eða er það ekki alveg örugglega? Klámhundar kveðast á Nú er horfið Norðurland, einn um nótt ég breima, ég á engan kattasand, vont að vera heima. Það er tilvalin skemmtun að kveðast á og botna vísur. Klámvísur eru í sérstöku uppáhaldi þjóðfræðingsins. Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Komdu nú og kysstu mig … Nú er sko rétti tíminn til að kyssast. Gleyma sér algjörlega og kyssast og kyssast úti í hauströkkrinu. Eða bara uppi í sófa á rigningardegi. Það er svo mikil og góð teng- ing í því að kyssast og því má ekki gleyma þótt fólk sé búið að vera saman í einhvern tíma. Koss- inn kemur öllu af stað og gerir okkur hress og kát. Jafnvel tilbúin í eitthvað fleira skemmtilegt ef svo ber undir. Erfitt getur verið að hætta löngu og góðu kossaflensi enda stundum sagt að slefan slitni ekki á milli fólks. Oft er nokkuð til í þessu en svo megum við ekki heldur gleyma litlu kossunum á morgnana eða í bílnum. Öllum þessu litlu kossum sem oft segja meira en þúsund orð í amstri dags- ins … Kysstu mig nú Krydd lífsins var það eitt sinn kallað. Engifer hefur sterk andoxunaráhrif og er gott gegn sjóveiki. Það vinnur líka gegn sýkingum og er talið duga vel til að verjast salmonellu. Engifer er einstaklega gott fyrir melt- inguna. Einn eða tveir dropar af ilmolíu í baðið eða jafnvel sletta af malaðri engiferrót er góð vörn gegn kvefi á veturna. Hálf teskeið af mal- aðri engiferrót og teskeið af hunangi ásamt vænni slettu af sítrónusafa í sjóðandi vatn, þetta hefur einstök áhrif á meltinguna. Próf- aðu það eftir kvöldmatinn! Hreystin kemur innan frá Bók um hreinsun óæskilegra efna úr líkamanum Maria Costantino Salka Engifer krydd lífsins Bakstur er oft bestur bara einfaldur. Hér er skotheld uppskrift að múff- um með dökku súkkulaði. Bestar með ískaldri mjólk mmmm! 2 egg 200 g sykur 130 g hveiti 50 g kakó 2 tsk lyftiduft smásalt 160 ml mjólk ¼ vanilluessens 160 g smjör (brætt) 120 g dökkt súkkulaði Þeytið egg og sykur vel saman, blandið þurrefnum í eina skál og af- ganginum í aðra. Hrærið smám saman varlega saman og endið á að bæta við bræddu smjörinu. Bakið við 170°C í um hálftíma. Úr: The Hummingbird Bakery, cupcakes and muffins, Tarek Malouf Skotheldar súkkulaðimúffur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.