SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 42

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 42
42 25. september 2011 A llir þeir sem vilja nýta sér tungumálið markvisst gera sér grein fyrir því að mörg orð búa yfir töfrum. Sum orð hafa það við sig að geta lyft manni upp úr táradaln- um djúpa og látið mann skyggnast inn í annan og fegri heim. Svo eru önnur orð sem á einhvern hátt færa mann með tóni sínum nær myrkrinu og drunganum. Stundum er jafnvel óþarfi að skilja orðin til hlítar til að verða fyrir þessum áhrifum frá þeim. Um það er þessi saga. Ég kenndi á sínum tíma framhalds- skólanemum íslensku og hafði á mínum snærum nokkra nemendur sem langaði til að semja ljóð. Í einum tímanum gerðist það að ein stúlkan, sem var í miðjum klíð- um að yrkja funheitt ástarljóð til kærast- ans síns, lenti í óvæntum vanda. Að hætti hinna eldri og reyndari skálda, t.d. Jónasar Hallgrímssonar og Steingríms Thorsteins- sonar, þótti henni ekki annað hæfa en hafa í ljóðinu einhvern fugl. Gallinn var sá að henni komu ekki í hug neinir fuglar sem gætu undirstrikað hina heitu ást hennar. Hún leitaði nú í örvæntingu til bekkjar- systkina sinna sem bentu henni á bæði þresti og svani. Þeir fuglar þóttu skáldinu ekki koma til greina; báðir ofnotaðir og svanurinn auk þess klossaður og rámur. Nú voru góð ráð dýr. En nemendur deyja sjaldan ráðalausir. Skyndilega horfði ég eftir bekknum mínum taka strikið upp í bókasafn skólans. Þeir sögðu mér að þeir ætluðu sér að líta í fuglabækur og kanna hvort ekki fyndist álitlegur ástarfugl. – Og viti menn. Ástarfuglinn fannst, og ekki af verri endanum. Þrotlausa leitin hafði loks borið árangur. Fugl ástarinnar skyldi verða rauðbryst- ingur. Stoltið leyndi sér ekki. Rauðbryst- ingur hlaut að vera einhver traustasti sendiboði ástarinnar sem fyrir fyndist á byggðu bóli. Að vísu viðurkenndu allir að þeir vissu ekkert um rauðbrystinga og hefðu aldrei séð þá. Heiti fuglsins væri bara svo frábært! Og það er alveg hárrétt. Í nafninu sjálfu má finna bæði heimkynni ástarinnar og lit hennar, rauða litinn og brjóstið. Nemendur höfðu uppgötvað merk sannindi um tungumálið. Orðin geta staðið án merkingar en samt haft æðri skírskotun. Stúlkan lauk við ljóðið og bar það undir vinina og allir sáu að rauðbryst- ingurinn var einmitt rétti fuglinn. Svona getur nú verið gaman að vera kennari. Hið sama gildir um hljóma orðanna. Við segjum að sum orð séu ómstríð en önnur ómþýð. Þetta hafa mörg skáld nýtt sér með athyglisverðum árangri. Kunnasta dæmið er náttúrlega ljóðið Hvarf séra Odds frá Miklabæ eftir Einar Benediktsson þar sem stendur: „Hátt slær nösum hvæst- um / hestur í veðri geystu. / Gjósta af hjalla hæstum / hvín í faxi reistu.“ Í þess- um ljóðlínum sjáum við, eða öllu heldur heyrum, hversu mikið hlutverk blást- urinn í s-hljóðinu hefur auk h-, hv-, hj- og hv-hljóðanna. Rím og stuðlar magna síðan þessi áhrif hljóðanna. Andrúmsloft einhvers óhugnaðar og innra óveðurs magnast upp. Þannig hafa afar mörg skáld nýtt sér dróttkvæðan hátt, sem er sérlega hljóm- mikill vegna innrímsins, til að magna upp ýmis áhrif, eingöngu með hljómum orðanna. Lítum á hvernig skáldið Halldór Helgason lýsir ferð á hesti í ljóðinu Jódyn (1. erindi): Hestur fyltur hreysti hristir fax og tvístrar gneistum út í gjóstinn gneystan, svalan, æstan, ristir ása-rastir, rúst og móa-hrjóstur, kreistir lyng og kvisti – kyst er fold með hasti. Og vel fer á því að lýsa tröllauknum átökum illviðra með svo hljómríkum hætti sem dróttkvæður háttur er. Þetta gerir Kristján Fjallaskáld í Vetrarvísu svo vel að maður fer að skjálfa í stofuhitanum fyrir framan tölvuna: Kveðr nú köldum móði Kaldr vindr yfir strindi, Kveðr fugl klakaleiðir, Klökugr titrar jökull. Römm geysar veðra rimma; – ráð forn hörð ero norna – Hrollir hug minn illa. Hel oss glottandi spottar. Þannig eru orðin ekki bara flytjendur merkingar. Þau töfra fram óvæntar hug- renningar utan við merkingarsviðin og flytja auk þess tónverk. Orðagaldur ’ Þannig eru orðin ekki bara flytjendur merkingar. Þau töfra fram óvæntar hugrenn- ingar utan við merking- arsviðin og flytja auk þess tónverk. Rauðbrystingar kasta mæðinni í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi á leið norður og inn í ástarljóð. Morgunblaðið/Ómar Tungutak Þórður Helgason thhelga@hi.is L ulu, eins og hún birtist í tvíleik Franks Wedekinds, er tælandi ungur dansari sem berst um tíma á í Þýskalandi um alda- mótin 1900 vegna náinna tengsla sinna við auðmenn. Síðan hallar undan fæti og Lulu sekkur í fen fátæktar og vændis. Verkin, Andi jarðar (þ. Erdgeist) og Skjóða Pandóru (þ. Die Büchse der Pan- dora), þóttu opinská á sinni tíð og fannst mörgum broddborgaranum nóg um of- beldið og ástartilburðina í þeim. Lulu rekkjar meðal annars hjá öðrum konum og kemst í kynni við sjálfan Kviðristu- Kobba, sem höfundur lék sjálfur í frum- uppfærslunni. Svar Wedekinds við gagnrýninni var einfalt: „Leitið óhrædd að syndinni, af syndinni sprettur gleðin.“ Nú, rúmum hundrað árum síðar, er Lulu blessunin orðin tveimur risum í heimi dægurtónlistar að innblæstri, málmbandinu Metallica og hinum aldna rokkara Lou Reed. Plata sem byggist á sögu Luluar – og ber nafn hennar – var hljóðrituð í hljóðveri Metallica í San Francisco í vor og kemur út um mán- aðamótin október/nóvember. Engin tón- dæmi hafa verið gefin enn og bíða rokk- elskir margir hverjir með öndina í hálsinum. Einhverjir kunna að hafa hleypt brúnum yfir þessu samstarfi en Lou Reed er ekki í þeim hópi sjálfur. „Hvers vegna eru menn undrandi á þessu?“ spyr hann á heimasíðu verkefnisins, loureedmetal- lica.com. „Metallica og Cher hefði verið undarlegt samstarf. En við? Það samstarf lá í augum uppi.“ Alltaf farið sínar eigin leiðir Reed og Metallica sameinuðu krafta sína fyrst á 25 ára afmælistónleikum Frægð- argarðs rokksins (e. Rock And Roll Hall Of Fame) í New York fyrir tveimur árum. Málmbandið lék þá með Reed í tveimur gömlum Velvet Underground-slögurum. Það féll sem flís við rass og menn voru ekki fyrr komnir af sviðinu en farið var að leggja drög að frekara samstarfi. „Okkur langaði mest að vinna með Lou Reed [á tónleikunum], enda er hann einskonar einherjaútgáfa af Metallica,“ segir Lars Ulrich, trymbill sveitarinnar. „Hann hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og endurnýjað sig reglulega gegnum ára- tugina. Ögrar ekki bara sjálfum sér, held- ur líka aðdáendum sínum. Þetta steinlá og þegar Lou stakk upp á því að við gerð- um plötu saman þurftum við ekki að hugsa okkur um tvisvar. Við urðum bara að flengjast í þrígang kringum hnöttinn til að klára Death Magnetic-tónleikaferð- ina, síðan vorum við klárir.“ Upphaflega var hugmyndin að taka snúning á nokkrum gömlum Reed- slögurum. Það breyttist fljótt. „Lou hringdi og sagði: Heyriði, ég er með aðra Af syndinni sprettur gleðin Málmskrímslið Metallica og gamla ólíkindatólið Lou Reed skyggnast inn í myrkustu kima manns- hugans á plötu sem kemur út í haust. Báðir aðilar eru í skýjunum með útkomuna og tala jafnvel um nýja stefnu í tónlist. Verkið byggist á svonefnd- um Lulu-leikritum þýska expressjónistans Frank Wedekind sem bar beinin snemma á síðustu öld. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gamla brýnið Lou Reed. Reuters Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.