SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 47

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 47
25. september 2011 47 M yndin Skorað á ómöguleikann (Challeng- ing Impossibility) sem fjallar um andlega friðarleiðtogann Sri Chinmoy verður sýnd í dag, laugardaginn 24. september, klukk- an 20.00 í Norræna húsinu. Hún verður síðan sýnd í Iðnó á sunnudaginn klukkan 19.00 og aftur í Norræna húsinu föstudaginn 30. september. Varla er hægt að hugsa sér meiri andstæður en andlega leiðtoga á borð við Sri Chinmoy og síðan kraftlyftingafólk. Þetta tvennt rann saman í eitt í leiðtoganum Chinmoy. Hann ákvað 54 ára gamall að fara að lyfta lóðum. Hann sýndi fram á að aldur er ekki endilega hindrun í vegi líkamsstyrk- ingar. Þvert á móti setti hann sín mestu met þegar hann var 76 ára. Tveir fylgjendur kenninga Sri Chinmoy eru komnir til landsins til að fylgja myndinni eftir. En Chinmoy lést árið 2007 þá 76 ára gamall. Þetta eru leikstjórinn Na- tabara Rollosson og framkvæmdastjórinn Bishwas Pol- issar. Þeir hafa flutt með sér til landsins lyftingatæki og tól meistarans og stillt þeim upp í anddyri Bíó Para- dísar. Þar eru einnig ljósmyndir sem sýna frá öðrum afrekum hans en eitt af mikilvægustu þemum í því sem hann boðaði var að ekkert væri ómögulegt. Hann var höfundur sem skrifaði 1.500 bækur, orti 115.000 ljóð, samdi 20.000 lög og málaði 200.000 málverk. Hann byrjaði einnig að setja met í 100 metra hlaupi og hljóp margsinnis maraþonhlaup á gamals aldri. „Í raun hefð- um við getað tekið fyrir sérhvern af þessum þáttum í lífi hans og gert heimildarmynd um þá því allt var þetta gert til að sýna og sanna kenningar hans,“ segir leik- stjórinn Natabara Rollosson. „Það er ekkert ómögulegt! En ástæðan fyrir því að kraftlyftingarnar urðu fyrir valinu er sú að það var svo mikið fjallað um þær í sjón- varpinu að það var til mikið af efni til að vinna úr.“ Andleg vellíðan Rollosson hafði leitað lengi að lífsfyllingu og stundað nám í heimspeki og listasögu en það var ekki fyrr en hann fór að stunda hugleiðslu í Sri Chinmoy-miðstöð- inni að honum fór að líða vel. „Ég vissi að það var eitt- hvað dýpra til, eitthvað sem gat fyllt mann andlegri vellíðan, eitthvað sem skipti máli,“ segir hann. Inni á milli tækjanna og tólanna í anddyri Bíó Para- dísar eru útprentaðar setningar úr verkum Chinmoy sem búið er að hengja upp á vegg. Setningar eins og. „Ef við lifum í hjartanu er ómöguleikinn ekki til.“ Í lífi þeirra er andleg hugleiðing númer eitt en eins og þeir orða það: „en við erum ekki að fara að ganga í klaust- ur“. Kenningar hans ganga út á að þau takmörk sem við þekkjum eru bara eitthvað sem manneskjan hefur búið sér sjálf til. Mennirnir eigi að nota það sem þeim er gefið og vera sífellt að bæta það. Menn verði stærri fyrir vikið og að það sé full þörf á þessari hugsun í heiminum í dag. Rollosson segir það hafa verið einstaklega gefandi að gera þessa mynd og ferðast með hana um heiminn. „Með fullri virðingu fyrir þessari kvikmyndahátíð sést samt á prógramminu hvað myndirnar eru svartar og lítt upplífgandi,“ segir Rollosson. „Það er lítið um and- legt efni á boðstólum sem er raunin á flestum kvik- myndahátíðum heimsins. Á hátíðinni sem við vorum á í Bandaríkjunum kom ein stúlka á þrítugsaldri hágrát- andi af sýningunni og sagði þetta hafa verið fallegustu mynd sem hún hefði séð. Það er yndislegt að upplifa slík augnablik. Það er von okkar að þegar fólk sjái svona andlegar myndir vakni það til lífsins. Það er af- skaplega erfitt að gera svona myndir því það er hætta á að þetta verði bara talandi höfuð myndina á enda. En við reyndum að brjóta það mikið upp með því að kljúfa rammana og síðan notast við það myndefni af honum sem var til. Allir sem unnu að myndinni gáfu vinnuna sína, enda hvatti Sri Chinmoy til þess háttar hugsunar. Hann vildi að við lærðum að hugleiða og kenndum síð- an öðrum að hugleiða og tækjum enga borgun fyrir það.“ Hugmyndir Chinmoy eru ögrandi og það er áhuga- vert að sjá myndina. Á köflum er hún stórfyndin, því það er eitthvað svo skemmtilegt við að sjá þessa ólík- legu menn í söfnuði Sri Chinmoy sem kraftlyft- ingamenn og vöðvatröllin eru. Við stóra ljósmynd af þeirra andlega meistara, Sri Chinmoy, standa leikstjórinn Natabara Rollosson og framkvæmdastjórinn Bishwas Polissar sem einnig hannaði öll líkamsræktartækin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Indverskur gúrú gerist kraftlyftingamaður Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík er verið að sýna heimildarmynd um indverska friðarleiðtogann Sri Chinmoy sem lagði fyrir sig kapphlaup og kraftlyftingar. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is ’ Á hátíðinni sem við vorum á í Bandaríkjunum kom ein stúlka á þrítugsaldri há- grátandi af sýningunni og sagði þetta hafa verið fallegustu mynd sem hún hefði séð. Hluti af lóðunum sem Sri Chinmoy æfði sig með.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.