Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 10
22. mars
Á Asísku
kvikmynda-
verðlaun-
unum í
Hong Kong
fyrr í
vetur.
Ítalski tískuhönnuðurinn Donatella Versace er dugleg við að láta sjá sig á opinberum við-
burðum fræga fólksins. Versace er 55 ára og hefur ekkert slegið af í töffaraskapnum.
Hún er alltaf klædd flottum þröngum kjólum og er óhrædd við liti og mynstur. Hárið hef-
ur hún ljóst og slegið og passar að húðin fái nóg af sólarljósi sem gerir það að verkum að
hún er alltaf súkkulaðibrún (og nú hrukkótt). Eitt einkenni hennar er að vera mjög dökk-
máluð í kringum augun og með varirnar ljósar. ingveldur@mbl.is
Töffari á sextugsaldri
1. maí Mætt í kvöldverð á
vegum Hvíta hússins í
Washington í glæsilegum
fjólubláum síðkjól.
3. maí Á galasamkomu Met-
ropolitan safnsins í New York
á mánudaginn. Auðvitað í Ver-
sace-kjól og það mjög flottum.
Reuters
4. maí Á samkomu
Time-tímaritsins fyrir
100 áhrifamesta fólk í
heimi í New York.
Tíska
Endilega...
...skoðið
nýja
heimasíðu
Kalda
Það eru systurnar Katrín
Alda og Rebekka Rafns-
dætur sem hanna föt
undir merkinu Kalda. Þær
selja hönnun sína og
fleira í búðinni Einveru
sem þær eiga á Lauga-
veginum og nú á nýju vef-
síðunni.
Á síðunni má sjá línur
þeirra systra; High Low
Tide og Hljóðríki sem eru
samsettar af einföldum,
töff og dularfullum fatn-
aði.
Það er gaman að kíkja
á www.kalda.is og skoða
nýja íslenska hönnun.
Kalda
Úr línunni High
Low Tide.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010
10 Daglegt líf
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
Við byrjuðum að blogga íoktóber í fyrra. Hug-myndin var búin að veraað malla í okkur í svolítinn
tíma áður en við létum verða af
þessu,“ segir Rakel Rúnarsdóttir
sem heldur úti tískublogginu Svart á
hvítu ásamt vinkonu sinni, Svönu
Lovísu Kristjánsdóttur.
„Okkur fannst vanta íslenskt
blogg sem fjallaði bæði um tísku og
hönnun, og ég hef óendanlegan
áhuga á hönnun og svo höfum við
báðar mikinn áhuga á tísku og erum
með svipaðan smekk, eiginlega
óhugnanlega líkar,“ bætir Svana við.
Rakel og Svana eru báðar 24 ára
og úr Hafnarfirði. „Við vorum saman
í Öldutúnsskóla en þá áttum við ekki
samleið, mér fannst Rakel svo mikið
snobb og henni fannst ég tala svo
mikið. Sumarið eftir menntaskóla
fórum við báðar til Danmerkur hvor
í sínu lagi til að vinna og urðum
bestu vinkonur þar,“ segir Svana.
Ein færsla á dag lágmarkið
Þær segjast alltaf hafa haft áhuga
á tísku og hönnun.
„Ég hef lengi haft áhuga á tísku og
fötum en Svana hefur smitað mig af
hönnunaráhuganum. Áhuginn hefur
bara aukist eftir að við byrjuðum
með þessa síðu, þá neyðist maður til
að vera með puttann á púlsinum og
metnaðurinn eykst,“ segir Rakel.
„Síðan ég var lítil hef ég haft ótrú-
legan áhuga á að hafa fínt í kringum
mig og var alltaf að breyta herberg-
inu mínu nánast í hverri viku og gefa
öðrum ráð í þessum efnum. Ég hafði
ekki áhuga á tísku sem krakki en í
framhaldsskóla kom það og þegar ég
fór að hanga með Rakel jókst hann,“
segir Svana.
Rakel starfar sem rekstrarverk-
fræðingur og Svana er að læra vöru-
hönnun í Hollandi. Þær vinna blogg-
ið saman með því að spjalla í gegnum
msn. „Að halda úti svona bloggsíðu
er svolítið mikið verkefni, eiginlega
of mikið til að vera ein í því. Okkar
markmið er að vera a.m.k. með eina
færslu á dag, við reynum að hafa
færslurnar margar og fjölbreyttar
og við fjöllum báðar í bland um tísku
og hönnun,“ segir Svana. Hugmynd-
irnar að bloggfærslunum fá þær víða
Tískubloggarar með
hefðbundinn stíl
Blogg um tísku og hönnun skjóta nú upp kollinum eins og gorkúlur á netinu.
Þau eru jafnmisjöfn og þau eru mörg; sumir fjalla aðallega um eigin klæðaburð
á meðan aðrir skrifa um nýjustu strauma og stefnur. „Tískunördarnir“
Rakel Rúnarsdóttir og Svana Lovísa Kristjánsdóttir halda úti blogginu
Svart á hvítu sem er eitt besta hérlenda tískubloggið að mati blaðamanns.
Morgunblaðið/Golli
Vinkonur Flottar stelpur sem fræða um tísku og hönnun á vefsíðu sinni.
Það hillir undir próflok hjá flestum námsmönnum þetta vorið og því er um að
gera að fara að búa sig undir að fagna þeim lokum.
Próflokadjamm útvarpsstöðvarinnar X-977 fer fram á Nasa við Austurvöll
föstudagskvöldið 14. maí næstkomandi. Margar frambærilegustu rokksveitir
landsins koma þar fram og er forsala miða hafin á miði.is, miðaverð er 1.200 kr.
Sveitirnar sem koma fram eru: Ensími, Ultra Mega Technobandið Stefán, Cliff
Clavin, Endless Dark og Hoffman.
Skemmtanir
Morgunblaðið/Golli
Rokk Ensími lék lög af frumburði sínum, Kafbátamúsik, á Nasa í fyrra.
Ensími á próflokadjammi X-ins
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
MEÐ TUDOR
fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík og Selfossi
og Barðanum Skútuvogi