Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 ✝ Helgi ÁstbjarturÞorvarðarson fæddist í Reykjavík 23. september 1922. Hann andaðist 28. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Frið- semd Magnúsdóttir, f. 2. maí 1891, d 7. jan. 1973, og Þorvarður Guðmundsson gas- virki, f. 20. júlí 1888, d. 14. nóv. 1968. Systkini Helga eru Helgi, f. 1916, d. 1921, Stein- unn, f. 1917, d. 2002, Magnús, f. 1920, d. 2008, og Jón, f. 1924, d. 1998. Helgi kvæntist eftirlifandi konu sinni, Kristjönu Hjartardóttur, f. 16 júlí 1931, hinn 16. júní 1951. Helgi og Kristjana eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Friðsemd, f. 1951, argerði 100 en lengst af bjuggu þau í Heiðargerði 106, síðustu árin bjuggu þau í Grafarvogi. Helgi æfði og spilaði fótbolta með knattspyrnu- félaginu Val frá unga aldri og fram á fullorðinsár og hélt afar mikið upp á sitt lið. Helgi nam pípulagnir hjá Runólfi Jónssyni og lauk sveinsprófi 1954 og öðlaðist meistararéttindi 1958. Helgi starfaði við pípulagnir alla sína starfsævi og síðustu starfs- árin vann hann á Landakotsspítala þar til hann fór á eftirlaun. Helgi var mikill fjölskyldumaður og var fjöl- skyldan ávallt í fyrirrúmi hjá hon- um, hann hafði gaman af að ferðast innanlands sem utan en akstur um landið var honum alltaf hugleikinn og fannst honum fátt skemmtilegra en að keyra og skoða sig um. Helgi fylgdist vel með öllum fjölskyldu- meðlimum og hafði hann sér- staklega gaman af þeim yngstu og var ólatur við að segja þeim sögur, fara með vísur og lesa fyrir þau. Hann hafði gaman af lestri bóka, þó sérstaklega söguheimilda. Útför Helga verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 7. maí 2010, kl. 13. gift Kristni Sigurðs- syni, f. 1950, börn þeirra eru Helgi, f. 1972, Arnór Guðni, f. 1976, og Georg, f. 1982. 2) Þorvarður, f. 1955, í sambúð með Lilju Guðmundsdóttur og saman eiga þau Evu Maríu, f. 1992, og Birni, f. 1998, fyrir átti Þorvarður Einar Val, f. 1976, og Helga Bjart, f. 1979. 3) Hrönn, f. 1964, gift Kristjáni Þór Krist- jánssyni og saman eiga þau Krist- jönu, f. 1992, og tvíburana Kristin og Svanberg Rúnar, f. 1995, fyrir átti Hrönn Soffíu, f. 1985. Helgi fæddist og ólst upp í Reykja- vík, lengst af á Eiríksgötu 25. Helgi og Kristjana hófu búskap í Heið- Elsku tengdapabbi. Takk fyrir öll árin, allar sam- verustundirnar. Takk fyrir allt traustið. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Fríðu og strák- ana, þá umhyggju, ást og umburð- arlyndi sem þú sýndir okkur. Takk fyrir allar sögurnar og ljóðin. Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Megi kærleikurinn og ljós lýsa þér. Með kæru þakklæti. Kristinn. Það er erfitt að setjast niður og setja einhvers konar punkt við líf hans afa míns, endalok. Þetta er þó hlutskipti mitt í dag að kveðja með skrifum, með trega en samt einnig með gleði. Í þessum skrifum verður lífinu fagnað, því ritað er um mann sem komst á háan aldur og lifði við hamingju og ást. Ég naut þeirra forréttinda að vera fyrsta barnabarnið í fjölskyld- unni og af því tilefni fékk ég líka nafnið hans því frá þeirri hlið fjöl- skyldunnar dró ég svipinn minn. Það er ekki til döpur minning í huga mínum um hann Helga afa, hjartagæskan og umhyggjan var honum í blóð borin. Hann stóð alltaf með opinn faðminn, tilbúinn að kyssa og bjóða mann velkominn. Stundum var það gróf skeggrót eða lítil ístra sem þrýstist upp að mér með orðunum; sæll nafni minn. Margar af mínum fyrstu minn- ingum get ég rakið í Heiðargerðið þar sem þau hjón bjuggu þegar ég var að alast upp. Ætli notalegustu minningarnar séu ekki þegar ég, afi og amma lágum uppi í rúmi og hann las bók fyrir okkur. Það var alltaf ein bók sem var mikið lesin og við gátum alltaf skemmt okkur og hlegið mikið að henni. Helgi afi var fyrstur til að leyfa mér að keyra þegar ég var um sjö ára. Ég sat í fangi hans og við hoss- uðumst yfir tún í Volvo sem var nú hálfgert vörumerki hans þegar ég var að alast upp. Það er ekki hægt að tala um bílinn án þess að tala líka um tóbakið sem var þá, eins og tíðkaðist, reykt við hverja færslu á bílnum. Nú dregur tóbaksilmandi bíll alltaf fram minningu rétt eins og þegar ég sé fólk með gleraugna- far á nefinu þá verður mér hugsað til hans. Þó að hann hafi gefið tób- akið upp á bátinn fyrir mörgum ár- um þá var samt einn vani sem aldr- ei breyttist en það var að fá sér blund eftir hádegisverðinn. Á efri árum fjölgaði blundunum í sófanum og var það ekkert nema notalegt að sjá gamla manninn fá sér dúr, þá var hurðinni hallað og kaffið sötrað í rólegheitum með ömmu. Ég man að sem ungur drengur spurði ég hann hvað hann gerði og það stóð auðvitað ekki á svarinu, hann sagðist vera klósettkafari. Það tók mig líklega nokkur ár að kom- ast að því að það var annað heiti yf- ir pípulagningamann. Ég sá hann alltaf fyrir mér farandi í forneskju- legan kafarabúning og svo með ein- hverjum töfrahætti niður í klósettið, hvað svo sem hann ætti að gera þar. Það sem hefur einkennt heimili þeirra hjóna í gegnum tíðina er róin og friðurinn sem þar ríkir. Þó svo barnabörnin og barnabarnabörnin hafi gengið um með gusti hafa þau sjaldan náð að raska því rólega and- rúmslofti sem hefur alltaf umlukt ömmu og afa. En það voru ekki að- eins rólegheit sem umluktu þau heldur einnig sú mikla ást og vænt- umþykja sem alltaf var á milli þeirra. Þau voru sniðin hvort fyrir annað og veit ég fyrir víst ef að það er eitthvað meira en þetta líf þá bíður hann þar tvístígandi eftir ást- inni sinni. Nú er hádegisverðurinn liðinn, hann afi minn lagstur til hvílu og ætlar víst ekki að rísa aftur úr sóf- anum. Þó að þessi stólpi í mínu lífi sé farinn þá mun ég, með allar mín- ar góðu minningar, halda út í dag- inn og brosa til tilverunnar. Helgi Kristinsson. Jæja, elsku afi minn, þá er komið að kveðjustund. Þær eru svo marg- ar góðar minningarnar sem við eig- um saman. Ég man bara eftir þér sem rólegum, ótrúlega þolinmóðum manni og ótrúlega ástföngnum af ömmu og það hafði ekkert breyst á þínum síðasta degi. Ég minnist allra sögustundanna okkar í Heiðargerðinu og hversu mikið þú nenntir að spila við mig ól- sen-ólsen og veiðimann og þegar við sátum í símaherberginu og þú varst að kenna mér að telja og þú taldir með mér upp í þúsund. Svo eru það bíltúrarnir sem þú hafðir svo gam- an af að fara í með okkur, ég gæti talið endalaust upp svona hluti. Það var svo gott að vera hjá ykk- ur ömmu og fékk ég nú að kynnast því aftur fyrir nokkrum árum þegar ég bjó hjá ykkur. Svo komu langafabörnin og þú hafðir engu gleymt í afahlutverkinu, þú hoppaðir og skoppaðir fyrir Söru Mist og Jónþór Mikael og munu þau sakna þín mikið. Þegar Berg- lind kom með Jónþór upp á spítala þá var nú bara eins og þú væri ekk- ert veikur. Þú gladdist alltaf svo við að sjá barnabörnin þín. Við eign- uðumst margar minningar í viðbót upp á spítala og mun ég geyma þær í hjarta mínu og aldrei skorti þig falleg orð fyrir ömmu, sama hvern- ig þér leið. Afi minn, ég kveð þig með sökn- uði en jafnframt gleðst ég yfir fal- lega lífinu þínu sem þú áttir með ömmu. Ég bið Guð og alla englana að geyma þig. Nafni þinn, Helgi Bjartur Þorvarðarson. Jæja afi minn. Við getum nú ekki trúað öðru en að þú hafir það gott þarna hinum megin. Ótrúlegt hvað svona stundir fá mann til að hugsa langt aftur í tímann og rifja upp ótrúlegustu hluti. Til dæmis man ég nú bara eftir því þegar þú sóttir mig í leikskólann þegar ég var að ég best veit fjögurra ára, ég man ég var svo spennt því ég var að fara að hjálpa ykkur ömmu að baka klein- ur. Það er svolítið skrýtið að koma heim til afa og ömmu og vita það að þú kemur ekki kampakátur til dyra, þótt það sé nú ekki verra að amma taki á móti manni. Þú fékkst okkur afabörnin til að brosa og hlæja með öllum vísunum sem þú kunnir ógrynni af. Alltaf fékk maður að heyra nýjar og nýjar vísur og yf- irleitt fylgdi þeim nú léttur húmor sem kætti. Sæll afi minn. Vonum að þér líði betur þarna uppi og sért hress og kátur eins og þú varst alltaf. Tómlegt er að koma í heimsókn og enginn afi á staðnum. Ég mun ylja mér með minningunum sem streyma um heimilið og huga mér þegar ég kem í heimsókn. Oft þegar ég kom í heimsókn þá man ég að þið voruð á leiðinni niður að tjörn að gefa öndunum brauð eða út á nes í göngu. Auðvitað fékk maður að fara með og var það afar skemmti- legt. Þú fylgist nú með okkur og pass- ar upp á okkur elsku afi. Með þessu ljóði viljum við kveðja þig. Elsku afi, við sjáumst: Þú varst gjöf frá Guði góðum, afi kær. Þig skal mætan muna meðan hjartað slær. Orðin aldrei gleymast elskulega hlý. vögguvísur þínar vaka minni í. Hljóp ég elsku afi upp í faðminn þinn. hönd um háls þér lagði, höfuð þér við kinn. Þá var kysst á kollinn, klappað vangann á. en hve blítt þú afi brostir, besti afi þá. (Sigurlaug Cýrusdóttir) Eva María og Birnir Þorvarðarbörn. Helgi Ástbjartur Þorvarðarson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST J. GÍSLASON vélstjóri, Sóltúni 13, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 6. maí. Inger Schweitz Winterhalter Gíslason, Jörgen Vinterhalter Ágústsson, Else-Marie Christensen, Erik Schweitz Ágústsson, Jónína Guðjónsdóttir, Einar Schweitz Ágústsson, Linda Ágústsdóttir, Inger María Schweitz Ágústsdóttir, Bergsveinn Ólafsson, Guðrún Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, GUÐMUNDUR GARÐAR GUÐMUNDSSON, er látinn. Jarðarför verður auglýst síðar. Lilja Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. ✝ Faðir okkar, J. GRÉTAR ÞORVALDSSON bifreiðarstjóri, Stóragerði 38, lést á heimili sínu miðvikudaginn 5. maí. Jarðarför verður auglýst síðar. Valdís Ósk Jónasdóttir, Þórir Karl Jónasson, Þorvaldur Jónasson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Gullsmára 8, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi laugardaginn 1. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Hjálmar Viggósson, Ragnheiður Hermannsdóttir, Magnea Viggósdóttir, Kenneth Morgan, Erna Margrét Viggósdóttir, Kristján Þ. Guðmundsson, Helen Viggósdóttir, Þórarinn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku drengurinn okkar, JÓN KARL ÓÐINSSON, sem lést að Einarsnesi fimmtudaginn 29. apríl, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Björg K. B. Jónsdóttir, Óðinn Sigþórsson, Soffía Karlsdóttir, Jón H. Jónsson, Þórunn M. Óðinsdóttir, Þórarinn Ingi Ólafsson, Kristín B. Óðinsdóttir, Davíð Blöndal, Sigríður Þ. Óðinsdóttir, Frímann Andrésson, Soffía B. Óðinsdóttir, Lúðvík Bjarnason, Guðmundur B. Óðinsson, Þórarinn H. Óðinsson, Karítas Óðinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.