Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 STYRKTARFÉLAGIÐ Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum á sunnudag nk. Lagt verður á stað frá Skautahöllinni kl. 11 og gengið um dalinn í um klukkustund. Gangan er gjaldfrjáls en tekið verður við framlögum í styrktar- sjóð Göngum saman auk þess sem skemmtilegur varningur verður seldur fyrir og eftir göngu og renn- ur andvirði sölunnar einnig í styrktarsjóðinn. Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini og úthlutar til þess myndarlegum styrkjum í október á hverju ári. Morgunblaðið/Skapti Ganga Hressar konur á göngu. Göngum saman SPÆNSKIR dagar verða haldnir á Blómatorginu í Kringlunni um helgina, 8. og 9. maí. Þar verður kynnt það helsta sem í boði er í spænskri ferðamennsku, auk þess sem spænsk menning, tónlist og flamencodans verður áberandi. Á spænskum dögum verða kynnt- ir ýmsir ferðamöguleikar og marg- vísleg skemmtun verður í boði fyrir unga sem aldna. Þá verður boðið upp á getrauna- leik þar sem gestum er boðið að svara nokkrum spurningum. Vinn- ingar eru í boði fyrir heppna svar- endur. Ferðamálaráð Spánar stendur fyrir kynningunni. Spænskir dagar HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Benjamín Þór Þorgrímsson, 36 ára, í tveggja ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir, þar á meðal árás, sem sýnd var í fréttaskýringarþættinum Kompási fyrir tveimur árum. Rétturinn þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um tíu mánuði með vísan til eldri dóms fyrir ofbeldis- brot. Ein líkamsárásin var sýnu alvar- legust en Benjamín reyndi ítrekað að sparka í höfuð manns þar sem hann lá á jörðinni. Þá réðst hann á annan mann, sneri hann í jörðina og sparkaði í höfuð hans, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot í vinstri augntóft og marðist. Litið var til þess við ákvörðun refsingar að um þrjár tilefnislausar líkamsárásir var að ræða, og tvær þeirra fólskulegar og hættulegar. Tveggja ára fang- elsi fyrir árásir ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sumarið hlýtur að vera komið. Knattspyrnu- völlurinn sem blasir við út um gluggann minn grænkar stöðugt og í gær sá ég mann kasta spjóti. Er það ekki bara gert á sumrin?    Andapollurinn hefur verið mörgum þyrnir í augum á síðustu árum því þessu skemmtilega svæði neðan við Sundlaug Akureyrar hefur ekki verið vel viðhaldið. Nú standa yfir tölu- verðar framkvæmdir og vonandi gleðjast menn og fuglar vegna þess í allt sumar.    Ólafur Jónsson, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar í vor, vill að íbúar bæjarins fái að kjósa rafrænt um það hvort síki verði að veru- leika í miðbænum eða ekki. Þetta kom fram í máli Ólafs á hádegisfundi í kosningamiðstöð sjálfstæðismanna í gær. Ólafur, sem er vara- formaður skipulagsnefndar, segist leggja þetta til vegna þess hve hugmyndin um síki í nýju miðbæjarskipulagi sé umdeild.    Herbert Jónsson, heiðursfélagi í Þór, hefur gengið samtals 100 km á hlaupabrautinni utan um knattspyrnuvöll félagsins frá því í janúar. Þar hefur hverjum sem er verið frjálst að ganga eða hlaupa í vetur. Herbert heldur ná- kvæmt bókhald um göngutúrana.    „Ég gekk fyrst alltaf inni í Boganum en nú geng ég eingöngu hér úti og næ mér í ferskt loft í leiðinni,“ segir Herbert á heimasíðu Þórs. Fyrir hálfum öðrum áratug var settur gervilið- ur í báðar mjaðmir Herberts og hann átti erfitt með gang. „Fyrir fólk eins og mig er þetta frá- bært,“ segir hann.    Hljómsveitin Nýdönsk heldur „kertaljósa- tónleika“ á Græna hattinum annað kvöld. Þar leikur sveitin úrval laga frá 25 ára ferli.    Kór Félags eldri borgara á Akureyri, sem heitir því skemmtilega nafni Í fínu formi, held- ur sína árlegu vortónleika í Glerárkirkju á laugardaginn. Dagskráin hefst kl. 17.00 og að- gangseyrir er 1.000 krónur. Ekki er tekið við greiðslukortum. Söngstjóri er Petra Björk Pálsdóttir og undirleikari Valmar Väljaots. AKUREYRI Spjótkast og söngur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flott Svæðið við andapollinn verður fallegt. afsláttur af öllu! 15% Skjólveggir • Parket • Miðstöðvarofnar • Útimálning • Gróðurhús Leiktæki•Heitirpottar•Hurðir•Klæðningar•Útilegubúnaður•Gluggar • Festingar • Útivistarfatnaður • Allar vörur í Blómavali og margt fleira Sælureiturinn kemur inn á heimili landsins á næstu dögum, þú getur einnig skoðað hann á www.husa.is eða tryggt þér eintak í næstu verslun Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana og háð lagerstöðu á hverjum stað. Hann er á leiðinni til þín 130 síðna leiðarvísir að þínum sælureit. 15% af öllum vörum í Sælureit 15% af öllum vörum í Blómavali • allt pallaefni • allar sláttuvélar • öll viðarvörn • allar vörur í Blómavali • öll verkfæri • öll garðhús • öll grill • öll garðverkfæri • öll garðhúsgögn • allur útivistarfatnaður • öll ljós• allar útileguvörur • öll reiðhjól • allar flísar• allar skjólgirðingar ÚTGÁFUHÁTÍÐ aðeins 3 dagar eftir Sælureitur 2010 kominn út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.