Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Út af fyrirsig þurftiekki frek- ari staðfestingu á að fyrningarleiðin sem ríkisstjórnin vill fara í sjávarútvegi sé ófær. Sterk rök hafa verið færð fyrir þeirri skoðun að sú leið sé lík- leg til að valda kollsteypu í sjávarútveginum og skaða stórkostlega jafnt byggðirnar sem þjóðarbúið í heild. Má til að mynda vísa í skýrslu Deloitte frá síðast- liðnu hausti þar sem sagði að „flest félög í sjávarútvegi myndu fara í þrot og afskrifa þyrfti skuldir þeirra“ yrði fyrningarleiðin valin. Jafn- framt væri hætta á að verð- mæti myndu tapast þar sem þekkingu á veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða þyrfti að byggja að hluta til upp aftur. Í þeirri skýrslu kom einnig fram að umræðan um innleiðingu fyrningarleiðar hefði þegar skapað mikla óvissu í grein- inni. Óvissa er nokkuð sem enginn ábyrgur aðili kallar yf- ir undirstöðuatvinnugrein þjóðar. En þó að ekki þyrfti frekari staðfestingu á göllum fyrning- arleiðarinnar var ekki verra að Háskólinn á Akureyri skyldi vinna skýrslu um afleiðingar þess fyrir fjárhag sjávar- útvegsfyrirtækja ef aflaheim- ildir yrðu innkall- aðar í áföngum til endurúthlutunar, eins og samstarfs- lýsing ríkisstjórn- arinnar gerir ráð fyrir, svo vitnað sé til orða Fiskifrétta um málið. Björn Valur Gíslason, þing- maður Vinstri grænna og varaformaður endurskoð- unarnefndar sjávarútvegs- ráðherra, segir í viðtali við Fiskifréttir að skuldastaða sjávarútvegsins bjóði ekki upp á það að veiðiheimildir séu innkallaðar og þeim endur- úthlutað gegn gjaldi. Hann telur þess vegna „að það verði að fara einhverjar aðrar leiðir en lagt var upp með í byrjun“. Mikilvægt er að fá slíka yf- irlýsingu frá stjórnarþing- manni. Líkurnar á því að hægt verði að forða sjávarútveg- inum og þjóðarbúinu frá því tjóni sem yrði ef áform rík- isstjórnarinnar yrðu að veru- leika aukast með hverjum stjórnarþingmanninum sem áttar sig á staðreyndum máls- ins. Það dugar hins vegar ekki að einstaka stjórnarþingmenn nái áttum í málinu. Rík- isstjórnin verður að breyta um stefnu, eyða þannig óvissu og skapa viðunandi rekstrarskil- yrði fyrir þennan undirstöðu- atvinnuveg. Stjórnarþingmaður telur að stjórnin sé á rangri leið} Andstaðan eykst við fyrningarleiðina Því er stundumhaldið fram að skilyrði fyrir far- sæld í stjórnmála- lífi sé að menn séu leiðinlegir. Tölu- verður hópur hefur gegnum tíðina uppfyllt þetta skilyrði vel, þótt skort hafi upp á annað. Og enn er dágott framboð á mönnum sem standa vel að vígi hvað þetta snertir. En skemmtilegir menn hafa einnig náð langt í stjórnmálum og létt mönnum lund á sama tíma. Má nefna Ólaf Thors sem gott dæmi um innlenda menn og Ronald Reagan um þá er- lendu. Vinstrimenn héldu því gjarnan fram að slíkum fjör- kálfum væri ekki treystandi til mikilvægra verkefna. Þar þyrftu þeir húmorslausu að koma til. En ásamt hinu ríka skopskyni bjuggu þessir tveir bæði yfir ábyrgðarkennd og al- vöru og náðu góðum árangri í stjórnmálastarfi. Stjórn- málajöfurinn Winston Chur- chill þótti á sinni tíð einn fyndnasti maður sinnar stétt- ar. Og hann dugði þó ekki illa til mik- illa verka. Sagan er því afdrátt- arlaus. Það er því ekki hægt að hafa það á móti Jóni Gnarr að hann sé fyndinn. En hann verður hins vegar að vera tilbúinn í hitt líka verði hann kjörinn. Þær tillögur sem Jón hefur kynnt fram að þessu hafa verið dálítið sérkennilegar, eins og hann hefur sjálfsagt stefnt að. En þær hafa þó ekki verið vitlaus- ari en tillagan um sérstaka hagvöxtinn í Reykjavík. Hún var þó flutt af manni sem ekki er hægt með neinni sanngirni að saka um að vera skemmti- legur. Konan í borgarstjórnar- stólnum hefur á hinn bóginn sýnt að hún nær árangri meðan önnur stjórnvöld klúðra sínum málum. Og hún hefur um leið sýnt án allrar tilgerðar að hún er glaðbeitt og hress og gengur til verka full af fjöri og ábyrgð í senn. Það er góð blanda. Það er ekki ófrá- víkjanlegt skilyrði að stjórnmálamenn séu leiðinlegir} Gaman og alvara fer vel saman E f marka má spár þegar þetta er skrifað hafa þingkosningar í Bretlandi endað á þann veg að enginn flokkur hefur meirihluta í neðri deild þingsins og ef ein- hver hefur meirihluta er hann mjög lítill. Ótrúlegasta fólk hér á landi er þegar farið að eigna sér hlut í velgengni Frjálslynda flokks- ins breska, þar á meðal sumir samfylking- armenn – sem er merkilegt í ljósi þess að Sam- fylkingin er sköpuð í ímynd hins svokallaða „Nýja Verkamannaflokks“ Tony Blair. Ég held hins vegar að sjálfstæðismenn hér á landi ættu að horfa vandlega á gengi Íhalds- manna í Bretlandi og læra af háttsemi leiðtoga þess flokks, David Cameron. Fyrir um ári var Íhaldsflokkurinn með hreint ótrúlegt forskot í skoðanakönnunum. Mældist hann með um 45 prósenta fylgi á móti 25 pró- senta fylgi Verkamannaflokksins og tæplega 20 prósenta fylgi Frjálslynda flokksins. Stór hluti þess fylgis var eflaust byggður á mikilli óánægju með forsætisráðherrann Gordon Brown og Verkamannaflokkinn almennt, en ef vel hefði verið haldið á spilunum hefði Íhaldsflokkurinn getað siglt inn í kosn- ingar vongóður um góðan meirihluta á þingi. Cameron og ráðgjafar hans glutruðu því tækifæri hins vegar niður með því að sigla lóðbeint inn á miðjuna og í ákveðnum tilvikum yfir hana. Minnir það óþægilega á orð formanns Sjálfstæð- isflokksins og annarra áhrifamanna þar um að flokkurinn eigi að sækja inn á veiðilendur miðjumoðsins. Slík áform hljóma eflaust vel í eyrum mark- aðs- og auglýsingasérfræðinga og að ákveðnu leyti virðast þau rökræn. Þegar enginn flokk- ur er til hægri við Sjálfstæðisflokkinn geta hægrimenn ekkert annað gert en að kjósa hann þótt þeir geri það með óbragð í munn- inum, en þeir sem eru lengra til vinstri eru hins vegar líklegri til að greiða flokkinum at- kvæði sitt. Það er því allt að vinna og engu að tapa. Þessi rökhugsun er hins vegar röng. Í fyrsta lagi er engin kosningaskylda á Íslandi. Þeir hægrimenn sem blöskrar jafnaðar- og miðjumennskan í Sjálfstæðisflokknum þurfa ekki að kjósa og margir þeirra munu skila auðu í kosningum að öðru óbreyttu. Í öðru lagi er erfitt að sjá að maður, sem leggur áherslu á gildi jafnaðar- mennsku, velji Sjálfstæðisflokkinn fram yfir vinstriflokk- ana, hversu langt inn á miðjuna sem flokkurinn sækir. Sjálfstæðisflokkurinn verður aldrei frjálshyggjuflokk- ur og hefur aldrei verið það, hvað sem líður ofsafengnum yfirlýsingum froðufellandi vinstrimanna um nýfrjáls- hyggju (hvað sem það nú þýðir). Flokkurinn hefur hins vegar haft hlutverk sem talsmaður ákveðinnar markaðs- og einstaklingshyggju, sem á sér fylgismenn í stórum hluta þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn getur séð í Bret- landi hvað gerist ef hann gleymir því. Bjarni Ólafsson Pistill Lexía fyrir Sjálfstæðisflokkinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Mjög fáar bókanir að koma inn“ FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Þ að sem er verst við þetta er að það eru mjög fáar bókanir að koma inn,“ segir Kristján Daní- elsson, hótelstjóri á Rad- isson Hótel Sögu, þegar hann er spurður um áhrif eldgossins í Eyja- fjallajökli á bókanir á hótelinu. For- stjóri Icelandair hefur sömu sögu að segja. Bókanir séu aðeins fjórðungur af því sem þær ættu að vera á þessum árstíma. Áður en eldgosið hófst í Eyja- fjallajökli sögðu forystumenn í ferða- þjónustunni að útlit væri fyrir besta ferðamannaár í sögunni. Frá janúar til mars fjölgaði erlendum ferða- mönnum um 5% miðað við sömu mán- uði í fyrra. Viðsnúningur varð hins vegar eftir að eldgosið hófst. Ferða- mönnum fækkaði í apríl um 17% í samanburði við apríl í fyrra. Ferða- menn í mars voru tæplega 26 þúsund, en þeir voru hins vegar 23 þúsund í apríl. Ferðaþjónustan varð fyrir miklu áfalli þegar Keflavíkurflugvöllur lok- aðist í apríl. Kristján sagði að sem betur fer hefði flugvöllurinn verið op- inn undanfarna daga en um tíma hefði litið út fyrir að landið væri að tæmast af ferðamönnum. Kristján sagði að það væri enn nokkuð um afbókanir en það væri ekkert óeðlilegt á þessum tíma. Það versta væri hversu lítið kæmi inn af bókunum fyrir sumarið. „Aðal- ástæðan fyrir þessu er að fólk treyst- ir því ekki að flugsamgöngur séu komnar í lag. Það er ennþá öskugos í gangi og það truflar flugsamgöngur. Meðan þetta ástand varir er þetta allt mjög erfitt.“ Vonar að öskugosið hætti Kristján sagði mjög gott að átak til að kynna landið væri að fara í gang. Upplýsa þyrfti fólk um að það væri ekki hættulegt að koma til Íslands. Vonandi kæmi það til með að skila til- ætluðum árangri. „Ég vona bara að þetta öskugos hætti og við taki fallegt hraungos.“ Kristján sagði að nýting á hótelinu undanfarna daga væri búin að vera vel undir áætlunum. „Síðustu 10 dag- arnir eru búnir að vera mjög lélegir og með því versta sem við höfum séð. Apríl varð undir meðalmánuði, en við reiknuðum með að hann yrði mjög góður mánuður.“ Birkir Guðnason, forstjóri Ice- landair, hefur sömu sögu að segja og Kristján. Ekki sé mikið um afbókanir en bókanir skili sér mjög hægt inn. Birkir sagði í lok apríl að bókanir væru aðeins fjórðungur af því sem væri eðlilegt á þessum árstíma. Hann segir að staðan sé óbreytt. Bókanir hafi ekki enn tekið neinn kipp. Mark- aðsátakið eigi vonandi eftir að breyta því. Ferðaþjónustan tekur inn mest af sínum tekjum yfir sumarmánuðina, en aðra mánuði er reksturinn í járn- um eða í tapi. Það er því mjög alvar- legt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu ef þau eru rekin með tapi framan af sumri. Kristján bendir á að þegar svona gerist átti menn sig á hversu ferða- þjónustan sé mikilvæg. Fækkun ferðamanna leiði til minni veltu í verslunum, veitingastöðum, hjá leigu- bílum, símafyrirtækjum og fleirum. Morgunblaðið/Kristinn Ferðamenn Miklu færri ferðamenn hafa komið til landsins en vænst var. Ferðamenn virðast óttast að komast ekki til landsins og að verða fastir hér. Mjög hægði á bókunum erlendra ferðamanna til landsins eftir að eldgosið hófst. Bókanir hafa ekki tekið við sér þó að þrjár vikur séu síðan gosið hófst. Fréttir um að aukinn kraftur hafi færst í gosið í Eyjafjallajökli og að meiri aska komi frá eldstöðinni eru ekki góð tíðindi fyrir ferðaþjón- ustuna. Mökkurinn náði um tíma 10 km hæð í gær, en það þýðir að askan nær mun hærra upp í háloftin. Þetta eru vond tíðindi fyrir flugfélögin því að ef askan kemst upp í 30 þúsund feta hæð er hún komin í sömu hæð og flugvélar eru í. Undanfarna daga hefur askan ekki náð svona hátt og því hefur t.d. engin truflun orðið á alþjóðaflugi yfir Íslandi. Spáð er vestanáttum fram yfir helgi sem þýðir að askan leitar í átt- ina frá Keflavíkurflugvelli. Ef vind- urinn snýr sér í austanátt er sú hætta fyrir hendi að loka þurfi flug- vellinum á ný með tilheyrandi tjóni fyrir flugfélögin og óþægindum fyr- ir farþega. AUKINN KRAFTUR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.